Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

226. fundur 14. maí 2018 kl. 18:00 - 19:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Jakob Kárason varamaður, S lista
  • Valur Þór Hilmarsson aðalmaður, S lista
  • Þorgeir Bjarnason varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.

1.Endurnýjun byggingarleyfis-Suðurgata 49 Siglufirði

Málsnúmer 1803019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2018 þar sem Hörður Þór Rögnvaldsson f.h. Ikaup ehf. sótti um endurnýjun byggingarleyfis vegna breytinga á húsi við Suðurgötu 49 á Siglufirði, var grenndarkynnt í samræmi við 1. og 2. málsgrein 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og ábendingar bárust frá sex aðilum.
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30. apríl sl. var tæknideild falið að vinna úr þeim athugasemdum sem bárust. Lögð fram svör við innsendum athugasemdum.
Samþykkt
Eitt af því sem einkennir mörg steinsteypt hús á Siglufirði frá þriðja og fjórða áratug 20. aldar, eru kantaðir steypuhnallar á gaflbrúnum húsanna.
Nefndin telur mikilvægt að varðveita þetta einkenni frá húsum þessa tíma og gerir þá kröfu að teikningum verði breytt þannig að útlit og form steypuhnalla (brandmúr) á göflum hússins haldi sér. Að öðru leyti samþykkir nefndin umsókn um byggingarleyfi.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 12 Siglufirði

Málsnúmer 1802031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2018 þar sem Gbess ehf. sótti um leyfi til að byggja iðnaðar- og verslunarhúsnæði ásamt íbúðum við Gránugötu 12 , var grenndarkynnt í samræmi við 1. og 2. málsgrein 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og ábendingar bárust frá tveimur aðilum.
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30. apríl sl. var tæknideild falið að vinna úr þeim athugasemdum sem bárust. Lögð fram svör við innsendum athugasemdum.
Synjað
Samkvæmt umsókn og fylgigögnum sem lögð voru fram, er gert ráð fyrir að hæð hússins sem telur tvær hæðir, sé 8,80m. Líklegt er að þessi hæð muni hafa í för með sér töluvert skuggavarp á íbúðir sem standa við Aðalgötu 9-15.
Umsókn um byggingarleyfi er því hafnað, en nefndin fer fram á að hæð hússins verði að hámarki 7,5m í mæni og óskar eftir að gerð verði greining á skuggavarpi samhliða nýrri umsókn um byggingarleyfi. Einnig að fram komi í byggingarlýsingu hversu mörg bílastæði komi til með að vera við húsið.

3.Breyting á deiliskipulagi í Hóls- og Skarðsdal Siglufirði

Málsnúmer 1802107Vakta málsnúmer

Á 223. fundi nefndarinnar þann 7. mars sl. var Selvík ehf. heimilað að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal. Lögð fram breytingartillaga dagsett 11. maí 2018, unninn af Ingvari og Ómari Ívarssonum hjá Landslagi ehf.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, er fallið frá grenndarkynningu.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Golfskáli

Málsnúmer 1805031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 10. maí 2018 þar sem Konráð K. Baldvinsson f.h. Selvík ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir golfskála á lóðinni Grafargerði á Siglufirði. Einnig lagðir fram aðaluppdrættir.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um byggingarleyfi - gluggabreytingar á Pálshúsi

Málsnúmer 1805035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorsteins Ásgeirssonar f.h. Sigurhæðar ses dagsett 11. maí 2018. Sótt er um leyfi til að færa glugga á norðurhlið hússins í upprunalegt form ásamt því að setja liggjandi timburklæðningu fyrir ofan vörugeymslu á norðurhlið eins og var á húsinu upprunalega.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Verndarsvæði í byggð - Gömul byggð á Þormóðseyri, Siglufirði

Málsnúmer 1702058Vakta málsnúmer

Tillaga að verndarsvæði í byggð sem afmarkast af Norðurgötu til austurs, Eyrargötu til norðurs, Grundargötu til vesturs og Aðalgötu til suðurs, var send húseigendum á svæðinu, auglýst í bæjarblaðinu Tunnunni, á heimasíðu Fjallabyggðar og var til sýnis á tæknideild Fjallabyggðar frá 15. mars - 1. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga þessi verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra til staðfestingar í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

7.Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreyting á Túngötu 39 Siglufirði

Málsnúmer 1805026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 11. maí 2018 þar sem Guðmundur Friðrik Matthíasson óskar eftir leyfi til að færa glugga á húsi við Túngötu 39 Siglufirði, aftur til fyrra horfs skv. meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um stækkun á athafnasvæði Bás ehf. við Egilstanga

Málsnúmer 1805013Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Bás ehf. dagsett 30. apríl 2018 þar sem fyrirtækið endurnýjar umsókn sína frá 2016, þar sem óskað var eftir stækkun á athafnasvæði Bás ehf. við Egilstanga. Bæjarráð hafnaði stækkun lóðar á sínum tíma en samþykkti að veita Bás ehf. afnot af viðbótarsvæði við núverandi lóð til 1. júní 2017.
Vísað til nefndar
Nefndin vísar erindi Bás ehf. til bæjarráðs.

9.Umsókn um lóð til gerðar púttvallar

Málsnúmer 1706058Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Félagi eldri borgara um lóð til gerðar púttvallar, svokallaða Fógetalóð sem liggur milli Hvanneyrarbrautar og Hlíðarvegar. Ekki er sótt um lóðir við Hvanneyrarbraut, einungis við Hlíðarveg.
Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd á fundi sínum þann 2. maí sl.
Vísað til umsagnar
Nefndin óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

10.Breyting á samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð

Málsnúmer 1712037Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Bændasamtaka Íslands vegna breyttrar samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð. Einnig lögð fram endurskoðuð samþykkt í samræmi við framkomna umsögn.
Samþykkt
Nefndin samþykktir framlagða samþykkt.

11.Umsókn um stöðuleyfi fyrir bátinn Freymund ÓF

Málsnúmer 1804064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar dagsett 11. apríl 2018, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir smábátinn Freymund ÓF á opnu svæði á mótum Strandgötu og Aðalgötu í Ólafsfirði. Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að afla frekari upplýsinga um umfang og stærð bátsins. Lagðar fram ljósmyndir af bátnum.
Samþykkt
Nefndin samþykkir tímabundið stöðuleyfi til 30. september 2018.

12.Umsókn um leyfi til að mála ljósastaura og gangstétt við Túngötu Siglufirði

Málsnúmer 1804140Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Fríðu Gylfadóttur dagsett 27. apríl 2018. Sótt er um að mála neðri hluta ljósastaura á Túngötu í gulum, rauðum, grænum og bláum litum eða klæða þá með Morgunblaðinu, frá gatnamótum Túngötu/Hvanneyrarbrautar til gatnamóta Túngötu/Þormóðsgötu eða til gatnamóta Túngötu/Aðalgötu.

Einnig er sótt um að mála hvít fótspor á gangstéttina frá Túngötu 26 og Túngötu 40 að kaffihúsinu við Túngötu 40a.
Erindi svarað
Málun á ljóstastaurum við Túngötu er hafnað þar sem þeir eru í eigu Vegagerðarinnar.
Nefndin heimilar málum fótspora fyrir framan Túngötu 40a.

13.Athugasemd vegna hólmans í Langeyrartjörn

Málsnúmer 1805027Vakta málsnúmer

Lögð fram athugasemd íbúa vegna flagga sem búið er að koma fyrir í hólmanum í Langeyrartjörn sem talin eru til þess að fæla burt álftir frá varpi.
Erindi svarað
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna. Bæjaryfirvöld hafa ekki gefið leyfi fyrir æðarvarpi í hólmanum.
Nefndin bendir á að upphaflega var hólminn útbúinn til að laða að álftir á tjörnina.

14.Vorverk í Fjallabyggð 2018

Málsnúmer 1805036Vakta málsnúmer

Erindi svarað
Umræða tekin um vorverk í Fjallabyggð. Nefndin samþykkir að lækka tré og snyrta runna við tjörnina í Ólafsfirði og tjaldsvæðið, við stofnanir bæjarins og á öðrum opnum svæðum. Einnig að fjölga bekkjum og ruslatunnum.

15.Umsókn um leyfi fyrir vegvísi Olís

Málsnúmer 1805041Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn um leyfi fyrir vegvísi við gatnamót Gránugötu/Snorragötu sem samþykkt var árið 2012.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:15.