Verndarsvæði í byggð - Gömul byggð á Þormóðseyri, Siglufirði

Málsnúmer 1702058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21.02.2017

Lagt fram til kynningar erindi frá Fornleifastofnun Íslands vegna fornleifaskráningar á verndarsvæðum í byggð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 223. fundur - 07.03.2018

Lögð fram tillaga að verndarsvæði á Þormóðseyri á Siglufirði sem afmarkast af Aðalgötu til suðurs, Norðurgötu til austurs, Eyrargötu til norðurs og Grundargötu til vesturs. Tillagan er unnin í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Einnig lögð fram greinargerð sem tillagan byggir á og inniheldur húsa- og fornleifakönnun af svæðinu ásamt greiningum og niðurstöðum, unnin af Birki Einarssyni hjá Kanon arkitektum og Birnu Lárusdóttur hjá Fornleifastofnun Íslands.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst og íbúum gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14.05.2018

Tillaga að verndarsvæði í byggð sem afmarkast af Norðurgötu til austurs, Eyrargötu til norðurs, Grundargötu til vesturs og Aðalgötu til suðurs, var send húseigendum á svæðinu, auglýst í bæjarblaðinu Tunnunni, á heimasíðu Fjallabyggðar og var til sýnis á tæknideild Fjallabyggðar frá 15. mars - 1. maí 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga þessi verði samþykkt og send mennta- og menningarmálaráðherra til staðfestingar í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 239. fundur - 02.05.2019

Lögð fram til kynningar staðfesting ráðherra á að Þormóðseyri á Siglufirði verði verndarsvæði í byggð. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands um tillöguna.
Lagt fram