Umsókn um stöðuleyfi fyrir bátinn Freymund ÓF

Málsnúmer 1804064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 225. fundur - 30.04.2018

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar dagsett 11. apríl 2018 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir smábátinn Freymund ÓF á opnu svæði á mótum Strandgötu og Aðalgötu í Ólafsfirði skv. meðfylgjandi teikningu.
Afgreiðslu frestað
Nefndin felur tæknideild að afla frekari upplýsinga um umfang og stærð bátsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14.05.2018

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar dagsett 11. apríl 2018, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir smábátinn Freymund ÓF á opnu svæði á mótum Strandgötu og Aðalgötu í Ólafsfirði. Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að afla frekari upplýsinga um umfang og stærð bátsins. Lagðar fram ljósmyndir af bátnum.
Samþykkt
Nefndin samþykkir tímabundið stöðuleyfi til 30. september 2018.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 231. fundur - 03.10.2018

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar dags. 30.09.2018 þar sem óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir bátinn Freymund ÓF til eins árs. Einnig er óskað eftir heimild til að setja rafmagnstengil á ljósastaur gengt Pálshúsi og nýta hann m.a. vegna jólaskreytinga.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlengt stöðuleyfi til eins árs fyrir bátinn en bendir á að ljósastaurinn er eign Rarik.