Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

225. fundur 30. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, S lista
  • Valur Þór Hilmarsson aðalmaður, S lista
  • Þorgeir Bjarnason varaáheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Undir þessum lið vék Brynja Hafsteinsdóttir af fundi.

1.Endurnýjun byggingarleyfis-Suðurgata 49 Siglufirði

Málsnúmer 1803019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2018 þar sem Hörður Þór Rögnvaldsson f.h. Ikaup ehf. sótti endurnýjun byggingarleyfis vegna breytinga á húsi við Suðurgötu 49 á Siglufirði, var grenndarkynnt í samræmi við 1. og 2. málsgrein 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá sex aðilum.
Samantekt athugasemda:

1. Hafsteinn Hafsteinsson, eigandi jarðhæðar Suðurgötu 51. Dagsett. 4. apríl 2018.

a) Hækkun á þaki og uppsetning á kvisti til austurs andmælt, talið hafa í för með sér skerðingu
á útsýni til norðurs. Útsýnið ein helsta ástæðan fyrir kaupum íbúðarinnar og mikilvægt að halda í það.
b) Uppsetning á svölum til austurs andmælt þar sem talið er að þær muni einnig hafa í för með sér skerðingu á útsýni til norðurs frá íbúðinni.
c) Ekki er gerð athugasemd ef kvistur yrði settur á vesturhlið Suðurgötu 49.

2. Marlis Sólveig Hinriksdóttir, eigandi efstu hæðar Suðurgötu 51. Dagsett. 4. apríl 2018.

a) Fyrirhugaðar breytingar taldar hafa neikvæð áhrif á götumynd.
b) Fyrirhugaður kvistur og svalir raska upprunalegu útliti hússins.
c) Hækkun þaks, stærð kvists og svala koma til með að minnka birtu í íbúðinni og útsýni frá norðurglugga Suðurgötu 51.
d) Talið er að framkvæmdin muni valda einhverju skuggavarpi á Suðurgötu 51 sem myndi rýra verulega verðgildi íbúðarinnar við Suðurgötu 51.
e) Bent er á að ef kvistur og svalir yrðu sett á vesturhlið Suðurgötu 49 í stað austurhliðar, hefðu framkvæmdirnar óveruleg áhrif á Suðugötu 51.

3. Sigríður Björnsdóttir, eigandi Suðurgötu 44. Móttekið 11. apríl 2018.

a) Komið á framfæri að þær viðbyggingar að bæta við kvisti á austurhlið Suðurgötu 49 komi ekki vel út.

4. Guðbjörg Sjöfn Eggertsdóttir, eigandi miðhæðar Suðurgötu 51. Dagsett. 12. apríl 2018.

a) Ekki er fallist á þær breytingar sem lagðar eru fram í umsókninni.

5. Vilborg Jónsdóttir, eigandi Suðurgötu 47a. Dagsett. 15. apríl 2018.

a) Bent á mikilvægi þess að húsið haldi upprunalegu útliti. Þarna sé arkitektúr og byggingaraðferð sem mikið var notað á húsum á síldarárunum. Steypuhnallar ásamt hvítum línum á stöfnum hússins stór hluti af arkitektúr hússins. Saga þess og útlit hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir íbúa.

6. Leó R. Ólason, eigandi Suðurgötu 46. Dagsett 16. apríl 2018.

a) Húsið talið falla betur að götumynd sé það hraunað.
b) Hækkun þaks talið hafa áhrif á útsýni.

Afgreiðslu frestað
Tæknideild falið að vinna úr athugasemdum. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Undir þessum lið vék Ólafur Kárason af fundi.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 12 Siglufirði

Málsnúmer 1802031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2018 þar sem Gbess ehf. sótti um leyfi til að byggja iðnaðar- og verslunarhúsnæði ásamt íbúðum við Gránugötu 12 , var grenndarkynnt í samræmi við 1. og 2. málsgrein 44.gr skipulagslaga nr.123/2010.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá tveimur aðilum.

1. Sigmundur Guðmundsson hrl. f.h. húseigenda við Aðalgötu 9, 11, 13, 15, 17 og 19, Norðurgötu 1 og Gránugötu 5. Dagsett 25. apríl 2018. Samantekt athugasemda:


a) Ekki eru talin vera skilyrði til þess að víkja frá gerð deiliskipulags á reitnum og grenndarkynning sbr. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga því ekki talin heimil. Vísað er í hverfisvernd sem tilgreind er í gildandi aðalskipulagi og nálægðar fyrirhugaðrar byggingar við afmarkað hverfisverndarsvæði á Þormóðseyri.

b) Fyrirhuguð framkvæmd er ekki talin vera í samræmi við byggðamynstur. Gatan sögð vera tengd því svæði sem nýtur hverfisverndar og með fyrirhugaðri byggingu er götumynd Gránugötu raskað.

c) Fjallað er um misræmi lóðarstærðar sem getið er um í gögnum grenndarkynningar og gildandi lóðarleigusamning. Einnig bent á óvissu um lóðarstærðir nágrannalóða.

d) Bent er á að gert sé ráð fyrir því í aðalskipulagi að ný íbúðarsvæði byggist upp að meðaltali í þéttleikanum 15 íbúðir á hektara. Fyrirhugaðar eru 8 íbúðir í húsinu við Gránugötu 12 sem er meiri þéttleiki en á skilgreindum íbúðasvæðum.

e) Talið er að umsókn um byggingarleyfi og fylgigögn hennar séu ófullnægjandi.

f) Bent er á að huga þarf að því hvort fyrirhuguð framkvæmd rúmist innan nýtingarhlutfalls svæðisins skv. aðalskipulagi og hvort uppfylltar séu reglur um eldvarnir og lágmarksfjarlægð byggingar frá lóðarmörkum.

g) Bent er á mikilvægi þess að rannsökuð verði áhrif byggingarinnar á umferð og kröfur um bílastæði á svæðinu. Ekki komi fram í umsókn um byggingarleyfi hvort útleiga íbúða sé til lengri eða skemmri tíma. Sé um að ræða útleigu til ferðamanna, má búast við verulega aukinni umferð. Ekki kemur fram á afstöðumynd hversu mörg bílastæði eru fyrirhuguð og því erfitt að átta sig á því hvort fjöldi þeirra sé í samræmi við reglur þar um.

h) Talið er mikilvægt að fyrir afgreiðslu málsins liggi fyrir nánari upplýsingar um starfsemi efnalaugar sem fyrirhuguð er í húsnæðinu, hvert sé fyrirhugað að leiða útblásturinn. Einnig að ítarleg skoðun fari fram á því hvert skuggavarp verði af byggingunni á nágrannalóðir.

2) Ólafur Kárason f.h. Nöf ehf. eiganda Aðalgötu 7, dagsett 25. apríl 2018.


a) Gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða byggingu en bendir á að stilla hæð hennar til samræmis við húsnæðið við Gránugötu 4-6.
Afgreiðslu frestað
Tæknideild falið að vinna úr framkomnum athugasemdum. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

3.Umsókn um lóðir við Eyrarflöt

Málsnúmer 1804126Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Konráðs Karls Baldvinssonar f.h. Ýmis fasteignafélags ehf., dagsett 26. apríl 2018. Sótt er um lóðir á Eyrarflöt nr. 7 og 9 fyrir parhús og lóðir nr. 14-20 fyrir raðhús.
Samþykkt
Nefndin samþykkir úthlutun ofantaldra lóða og felur tæknideild að ganga frá lóðarleigusamningum í samræmi við deiliskipulag.

4.Athugasemd vegna svæðis austan Bylgjubyggðar 1-11 Ólafsfirði

Málsnúmer 1804062Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi íbúa í raðhúsi við Bylgjubyggð 1-11, dagsett 10. apríl 2018. Óskað er eftir því að bæjaryfirvöld Fjallabyggðar skoði hvort ekki sé hægt að klára svæðið austan raðhússins.
Erindi svarað
Hluti umrædds svæðis tilheyrir bústöðum Brimnes hótels. Tæknideild falið að láta lagfæra þann hluta sem snýr að Fjallabyggð og að senda forsvarsmönnum Brimnes hótels bréf með beiðni um endurbætur.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Hólavegur 18 Siglufirði

Málsnúmer 1804094Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Antons Mark Duffield dagsett 24. apríl 2018. Óskað er eftir leyfi til að klæða hús við Hólaveg 18 með standandi lerki.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um byggingarleyfi-Aðalgata 15 Ólafsfirði

Málsnúmer 1804118Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ricardo Batista Da Silva Filho dagsett 25. apríl 2018. Óskað er eftir leyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis við Aðalgötu 15 Ólafsfirði. Er í dag skilgreint sem skrifstofuhúsnæði en verður íbúðarhúsnæði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir breytta notkun úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og felur tæknideild að breyta aðalskipulagi í samræmi við það.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Hverfisgata 5a og 5b Siglufirði

Málsnúmer 1804124Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi húseigenda við Hverfisgötu 5a og 5b dagsett 26. apríl 2018. Óskað er eftir leyfi til að klæða húsið að utan með aluzink bárujárni.
Samþykkt
Erindi samþykkt með þremur atkvæðum, tveir sitja hjá.

8.Umsókn um leyfi til jarðvegsskipta við Ránargötu 12 Siglufirði

Málsnúmer 1804107Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sveins Zophoníassonar f.h. Bás ehf. dagsett 20. april 2018. Óskað er eftir leyfi til að hefja jarðvegsskipti á lóðinni Ránargötu 12 sem fyrirtækið fékk úthlutað árið 2015.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Umsókn um leyfi fyrir geymsluskúr á Aðalgötu 46 Ólafsfirði

Málsnúmer 1804108Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jakobs Agnarssonar dagsett 24. apríl 2018. Óskað er eftir því að fá að setja geymsluskúr á Aðalgötu 46 í Ólafsfirði. Skúrinn yrði staðsettur á lóðarmörkum að norðan og austan.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

10.Erindi vegna lóðar sunnan við Alþýðuhúsið á Siglufirði

Málsnúmer 1804119Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur dagsett 25. apríl 2018. Óskað er eftir því að lóðin sunnan við Alþýðuhúsið, austur að Lækjargötu og vestur að Túngötu verði látin fylgja Alþýðuhúsinu sem útivistarsvæði ætlað til uppbyggingar skúlptúrgarðs í Aðalheiðar umsjá og framkvæmd.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að úthluta lóðinni til Aðalheiðar. Tæknideild falið að útbúa lóðarleigusamning.

11.Skil á lóðinni Gránugata 27-29 Siglufirði

Málsnúmer 1804096Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Róbert Guðfinsson f.h. Selvík ehf. skilar inn til Fjallabyggðar lóðinni Gránugötu 27-29 þar sem áður stóð vinnsla Egilssíldar.
Lagt fram
Samþykkt.

12.Skil á lóðinni Bakkabyggð 4, Ólafsfirði

Málsnúmer 1804103Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 23. apríl 2018 þar sem Gauti Már Rúnarsson skilar inn áður úthlutaðri lóð við Bakkabyggð 4 í Ólafsfirði.
Lagt fram
Samþykkt.

13.Leyfi fyrir uppsetningu fræðsluskilta framan við Síldarminjasafnið

Málsnúmer 1804137Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 27. apríl 2018 þar sem Guðmundur Skarphéðinsson f.h. árgangs 1948 á Siglufirði óskar eftir leyfi til að setja upp eitt skilti og Örlygur Kristfinnsson f.h. Ytrahúss áhugamannafélags óskar eftir leyfi til að setja upp tvö fræðsluskilti við göngustíg framan við Síldarminjasafnið.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

14.Heimild til að mála kirkjutröppur og gangstétt við Aðalgötu 28 Siglufirði

Málsnúmer 1804136Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Huldu Júlíusdóttur dagsett 27. apríl 2018. Óskað er eftir leyfi til að mála gangstétt fyrir framan Aðalgötu 28 þar sem verlsunin Í hjarta bæjarins mun verða staðsett. Einnig er óskað eftir heimild til að mála tröppurnar frá Kjörbúðinni og upp að kirkju eins og nótnaborð. Lagðar fram myndir til upplýsinga.
Erindi svarað
Nefndin samþykkir beiðni um að mála gangstétt við Aðalgötu 28. Nefndin getur ekki fallist á beiðni um að mála kirkjutröppurnar eins og nótnaborð.

15.Umsókn um stöðuleyfi fyrir bátinn Freymund ÓF

Málsnúmer 1804064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar dagsett 11. apríl 2018 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir smábátinn Freymund ÓF á opnu svæði á mótum Strandgötu og Aðalgötu í Ólafsfirði skv. meðfylgjandi teikningu.
Afgreiðslu frestað
Nefndin felur tæknideild að afla frekari upplýsinga um umfang og stærð bátsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.