Breyting á deiliskipulagi í Hóls- og Skarðsdal Siglufirði

Málsnúmer 1802107

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 223. fundur - 07.03.2018

Lagt fram erindi dagsett 28. febrúar 2018 þar sem Konráð Balvinsson fyrir hönd Selvíkur ehf., sækir um leyfi til að leggja fram deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal. Breytingin felst í færslu fyrirhugaðra bílastæða og gólfskála inn á lóð Grafargerðis samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Samþykkt
Nefndin heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulaginu í samræmi við framlagðar hugmyndir. Þar sem breytingin telst óveruleg verður hún afgreidd samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 226. fundur - 14.05.2018

Á 223. fundi nefndarinnar þann 7. mars sl. var Selvík ehf. heimilað að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal. Lögð fram breytingartillaga dagsett 11. maí 2018, unninn af Ingvari og Ómari Ívarssonum hjá Landslagi ehf.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, er fallið frá grenndarkynningu.