Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 578. fundur - 30.10.2018

Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2019.
Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 44.000 kr. úr 42.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,33% úr 0,36%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,32% úr 0,35%.

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður að hámarki kr. 70.000 í stað kr. 65.000,-.

Tekjumörk eru sem hér segir:


Flokkur -
Einstaklingar
Afsláttur
1.
0 - 3.000.000 - 100%
2.
3.000.001 - 3.600.000 - 75%
3.
3.600.001 - 4.200.000 - 50%
4.
4.200.001 - 4.800.000 - 25%
5.
4.800.001 - - 0%

Flokkur -
Hjón/Sambýlisfólk
Afsláttur
1.
0 - 4.000.000 - 100%
2.
4.000.001 - 4.600.000 - 75%
3.
4.600.001 - 5.200.000 - 50%
4.
5.200.001 - 5.800.000 - 25%
5.
5.800.001 - - 0%


Húsaleiga hækki um 10% þann 01.01.2019.

Að frá 1. janúar 2019 verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára.

Aukinn verði systkinaafsláttur í leikskóla Fjallabyggðar:
30% afsláttur vegna 2. barns verði 50%.
50 % afsláttur vegna 3. barns verði 75%.

Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2019 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun og umræður á fundi.








Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 05.11.2018

Diljá Helgadóttir fulltrúi H-listans leggur fram eftirfarandi tillögu:

H-listinn í Fjallabyggð gerir tillögu að breytingu á gjaldskrám Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar

Lagt er til að systkinafsláttur gildi á milli skólastiga. Það er að segja að yfirvofandi bættur systkina afsláttur á vistgjöldum í Leikskóla Fjallabyggðar haldi sér inn í vistgjöld lengdrar viðveru í grunnskólanum.
Með þessu væri komið til móts við fjölskyldur með mörg ung börn, og ætti ekki að skipta máli á hvaða skólastigi systkini eru sem njóta vista á stofnunum sveitarfélagsins.

Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslu- og frístundanefndar.

Umræðu um gjaldskrá frestað til næsta fundar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 100. fundur - 05.11.2018

Lögð fram tillaga Hafnarstjóra að gjaldskrá fyrir Fjallabyggðarhafnir 2019.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti nýja gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 06.11.2018

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Á 61.fundi fræðslu- og frístundanefndar 5. nóvember sl. lagði fulltrúi H-listann fram eftirfarandi tillögu:

H-listinn í Fjallabyggð gerir tillögu að breytingu á gjaldskrám Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar

Lagt er til að systkinafsláttur gildi á milli skólastiga. Það er að segja að yfirvofandi bættur systkina afsláttur á vistgjöldum í Leikskóla Fjallabyggðar haldi sér inn í vistgjöld lengdrar viðveru í grunnskólanum.
Með þessu væri komið til móts við fjölskyldur með mörg ung börn, og ætti ekki að skipta máli á hvaða skólastigi systkini eru sem njóta vista á stofnunum sveitarfélagsins.

Tillagan var borin upp til samþykktar og samþykkt með 5 atkvæðum og vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 580. fundur - 06.11.2018

Tekin til umfjöllunar tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2019.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 48. fundur - 07.11.2018

Markaðs- og menningarnefnd samþykkir gjaldskrár Tjarnarborgar, tjaldsvæða og bóka- og héraðsskjalasafns fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 581. fundur - 13.11.2018

Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2019.
Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 44.000 kr. úr 42.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,33% úr 0,36%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,32% úr 0,35%.

Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður að hámarki kr. 70.000 í stað kr. 65.000,-.

Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur - Einstaklingar Afsláttur
1. 0 - 3.000.000 - 100%
2. 3.000.001 - 3.600.000 - 75%
3. 3.600.001 - 4.200.000 - 50%
4. 4.200.001 - 4.800.000 - 25%
5. 4.800.001 - - 0%

Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk Afsláttur
1. 0 - 4.000.000 - 100%
2. 4.000.001 - 4.600.000 - 75%
3. 4.600.001 - 5.200.000 - 50%
4. 5.200.001 - 5.800.000 - 25%
5. 5.800.001 - - 0%

Húsaleiga hækki um 10% þann 01.01.2019.

Að frá 1. janúar 2019 verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára.

Aukinn verði systkinaafsláttur í leikskóla Fjallabyggðar:
30% afsláttur vegna 2. barns verði 50%.
50 % afsláttur vegna 3. barns verði 75%.

Systkinafsláttur verður í gildi milli skólastiga, þ.e. leikskóla og lengdrar viðveru fyrir 1.-4. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Frístundaávísanir til barna á aldrinum 4-18 ára verða hækkaðar úr 30.000 í 32.500.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 168. fundur - 29.11.2018

Lagaðar fram breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu og gjaldskrá fráveitu, þar sem vatnsskattur er lækkaður í 0,31% úr 0,32% og holræsagjald er lækkað í 0,32% úr 0,33%.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi gjaldskrár með áorðnum breytingum:

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 234. fundur - 05.12.2018

Lögð fram til kynningar drög að gjaldskrá byggingarfulltrúa fyrir árið 2019.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11.12.2018

Lögð fram tillaga að gjaldskrá byggingarfulltrúa fyrir árið 2019.
Bæjarráð samþykkir gjaldskránna og vísar gjaldskrá byggingarfulltrúa 2019 til afgreiðslu bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 169. fundur - 14.12.2018

Bæjarstjórn samþykkir uppfærða gjaldskrá byggingarfulltrúa Fjallabyggðar.

Samþykkt með 7 atkvæðum á 169. fundi bæjarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 102. fundur - 06.02.2019

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Fjallabyggðar.
Nefndin samþykkir áorðnar breytingar á 12.grein gjaldskrárinnar.

Stjórn Hornbrekku - 16. fundur - 22.08.2019

Stjórn Hornbrekku samþykkir eftirfarandi tillögu að gjaldskrá vegna þjónustu Hornbrekku vegna andláts: Aðstöðugjald (kæligjald) kr. 5.100. Aðhlynning eftir andlát/umbúnaður líks/ kistulagning (kæligjald innifalið) kr. 21.000 Nærklæði kr. 4.000.