Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

62. fundur 06. nóvember 2018 kl. 16:30 - 19:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir aðalmaður, I lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Aukin þjónusta við bæjarbúa

Málsnúmer 1809079Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Hann fór yfir fyrirkomulag og möguleika kortalæsinga á líkamsræktarstöðvum í Fjallabyggð. Fræðslu- og frístundanefnd lítur málið jákvæðum augum og vísar því til umfjöllunar í bæjarráði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

2.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810099Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir umfjöllun um fjárhagsáætlun. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Á 61.fundi fræðslu- og frístundanefndar 5. nóvember sl. lagði fulltrúi H-listann fram eftirfarandi tillögu:

H-listinn í Fjallabyggð gerir tillögu að breytingu á gjaldskrám Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar

Lagt er til að systkinafsláttur gildi á milli skólastiga. Það er að segja að yfirvofandi bættur systkina afsláttur á vistgjöldum í Leikskóla Fjallabyggðar haldi sér inn í vistgjöld lengdrar viðveru í grunnskólanum.
Með þessu væri komið til móts við fjölskyldur með mörg ung börn, og ætti ekki að skipta máli á hvaða skólastigi systkini eru sem njóta vista á stofnunum sveitarfélagsins.

Tillagan var borin upp til samþykktar og samþykkt með 5 atkvæðum og vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

4.Styrkumsóknir 2019 - Frístundamál

Málsnúmer 1809045Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd fór yfir styrkumsóknir vegna frístundamála. Fræðslu- og frístundanefnd vísar tillögu um úthlutun styrkja til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.