Stjórn Hornbrekku

16. fundur 22. ágúst 2019 kl. 12:00 - 13:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður, I lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku samþykkir eftirfarandi tillögu að gjaldskrá vegna þjónustu Hornbrekku vegna andláts: Aðstöðugjald (kæligjald) kr. 5.100. Aðhlynning eftir andlát/umbúnaður líks/ kistulagning (kæligjald innifalið) kr. 21.000 Nærklæði kr. 4.000.

2.Starfsemi Hornbrekku 2019

Málsnúmer 1902059Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir starfsemi Hornbrekku frá síðasta fundi. Á næstunni fara af stað framkvæmdir við breytingu á þvottahúsi á efri hæð og rýminu breytt í íveruherbergi. Með þessari breytingu eru 26 herbergi á Hornbrekku.

3.Eftirlitsskýrsla vegna Hornbrekka_2019

Málsnúmer 1908038Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, fyrir Hornbrekku, dags. 25. júní sl.

4.Hornbrekka, gæðavísar 2018-2019

Málsnúmer 1908039Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri fór yfir samantekt á gæðavísum (RAI-stuðull) Hornbrekku, frá mars 2018 til júní 2019. Niðurstöðurnar fyrir Hornbrekku, á þessu tímabili, eru í öllum þáttum innan viðmiðunarmarka.

5.Rammasamningur hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1908040Vakta málsnúmer

Erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu varðandi rammasamning hjúkrunarheimila við ríkið, lagt fram til kynningar. Á félasgfundi SFV, sem haldinn var 12. ágúst sl. var eftirfarndi ályktun samþykkt: ,,Félagsfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telur mikilvægt að samningaviðræður við ríkið um þjónustu í hjúkrunar -, dvalar -, og dagdvalarrýmum eigi sér stað miðlægt, milli samninganefnda SFV og ríkisins, en ekki á milli einstakra rekstraraðila og ríkisins. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við störf samninganefnda og stjórnar SFV í þeim viðræðum og hvetja þau til að afla umboða aðildarfélaga þess efnis."

Fundi slitið - kl. 13:30.