Rammasamningur hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1908040

Vakta málsnúmer

Stjórn Hornbrekku - 16. fundur - 22.08.2019

Erindi frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu varðandi rammasamning hjúkrunarheimila við ríkið, lagt fram til kynningar. Á félasgfundi SFV, sem haldinn var 12. ágúst sl. var eftirfarndi ályktun samþykkt: ,,Félagsfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telur mikilvægt að samningaviðræður við ríkið um þjónustu í hjúkrunar -, dvalar -, og dagdvalarrýmum eigi sér stað miðlægt, milli samninganefnda SFV og ríkisins, en ekki á milli einstakra rekstraraðila og ríkisins. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við störf samninganefnda og stjórnar SFV í þeim viðræðum og hvetja þau til að afla umboða aðildarfélaga þess efnis."