Bæjarráð Fjallabyggðar

585. fundur 11. desember 2018 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Ósk um fyrirframgreiddan rekstrarstyrk

Málsnúmer 1811027Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Ásgeir Logi Ásgeirsson og Þorvaldur Hreinsson, forsvarsmenn Hestamannafélagsins Gnýfara og fóru yfir umsókn félagsins þess efnis að Fjallabyggð greiði félaginu fyrirfram rekstrarstyrk næstu ára til þess að hægt sé að greiða niður skuld við Arion banka vegna reiðskemmu félagsins og beiðni um að gengið verði frá kaldavatnsinntaki í skemmuna án íþyngjandi kostnaðar fyrir félagið.
Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga Ásgeirssyni og Þorvaldi Hreinssyni fyrir yfirferðina og samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

2.Endurnýjun á samstarfssamningi við Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 1809066Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Markaðsstofu Norðurlands og Fjallabyggðar. Gjald fyrir þjónustu Markaðsstofu Norðurlands miðast við íbúafjölda og er kr. 500.- pr. íbúa á ári og miðast greiðsla við íbúafjölda 1. desember árið á undan. Gjaldið er óbreytt frá fyrri samningi.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samning fyrir hönd Fjallabyggðar og leggja fyrir bæjarráð. Kostnaður vegna þjónustu rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar 2019.

3.Rekstur tjaldsvæða 2018

Málsnúmer 1802042Vakta málsnúmer

Á 45. fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar dags. 05.12.2018 lagði nefndin til við bæjarráð að auglýst verði eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæði í báðum byggðarkjörnum fyrir árið 2019 þar sem samningar eru lausir. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frísunda- og menningarmála dags.06.12.2018 þar sem lagt er til að auglýst verði starf þjónustuaðila sem fyrst á nýju ári, samningar milli byggðarkjarna verði samræmdir og upplýsingaflæði verði eflt og yfirlit vegna nýtingar og rafmagns verði skilað reglulega með rafrænum hætti.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að auglýsa starf þjónustuaðila við tjaldsvæði Fjallabyggðar sem fyrst á nýju ári og að tekið verði tillit til ábendinga deildarstjóra varðandi samræmingu, aukið eftirlit og viðveru þjónustuaðila á tjaldsvæði.

4.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá byggingarfulltrúa fyrir árið 2019.
Bæjarráð samþykkir gjaldskránna og vísar gjaldskrá byggingarfulltrúa 2019 til afgreiðslu bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

5.Óskir útgerðaraðila og fiskverkenda í Ólafsfirði varðandi meðferð byggðarkvóta.

Málsnúmer 1811023Vakta málsnúmer

Á 582. fundi bæjarráðs þann 20. nóvember sl. frestaði bæjarráð málinu og fól bæjarstjóra að leita upplýsinga hjá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi óskir útgerðaraðila og fiskverkenda í Ólafsfirði í samræmi við umræður á fundi.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar þar sem lögð verður fram tillaga Fjallabyggðar til ráðuneytisins að sérstökum skilyrðum vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.

6.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 1810063Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

7.Fasteignagjöld á Aðalgötu 6 Siglufirði

Málsnúmer 1811061Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála þar sem lagt er til að erindinu verði frestað þar til endurmat fasteignarinnar liggur fyrir frá Þjóðskrá Íslands.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu þar til endurmat Þjóðskrár á fasteigninni hefur farið fram.

8.Verðkönnun á innheimtu

Málsnúmer 1812020Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að verðkönnun í tengslum við val á aðila til að sjá um kröfuinnheimtu
sveitarfélagsins Fjallabyggðar.
Málinu er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn Fjallabyggðar.

9.Reglugerð um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga í samráðsgátt

Málsnúmer 1812002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 30.11.2018 þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti til fimmtán ára í senn. Í stefnumótandi áætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.

10.Hólavegur 18 Siglufirði - skemmdir

Málsnúmer 1805018Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf 220. fundar Ofanflóðanefndar dags. 27.11.2018 vegna erindis Fjallabyggðar dags. 11. maí 2018 þar sem óskað var eftir óháðu mati á eigninni Hólavegi 18, Siglufirði, vegna skemmda á henni sem eigendur töldu að rekja mætti til framkvæmda við snjóflóðavarnagarða.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að senda svar Ofanflóðanefndar til eiganda Hólavegar 18, Siglufirði.

11.Snjóflóðavarnir Siglufirði, stoðvirki 4. áfangi.

Málsnúmer 1808044Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Ofanflóðanefndar, dags. 27.11.2018 við erindi Fjallabyggðar dags. 17.10.2018 varðandi framhald framkvæmda við ofanflóðavarnir í Fjallabyggð. Í bréfinu kemur fram að Ofanflóðanefnd tekur undir mikilvægi þeirra ofanflóðavirkja sem fjallað er um í erindi Fjallabyggðar. Ofanflóðanefnd bendir á að nefndin er bundin fjárheimildum sem ákvarðaðar eru í fjárlögum hvers árs og að einungis verði unnt að hefja framkvæmdir við eitt verkefni á árinu 2019 verði fjárlagafrumvarp sem nú er í meðförum Alþingis að lögum. Þá kemur fram að ef fjárheimildir verða óbreyttar næstu árin samkvæmt fjármálaáætlun verði ekki unnt að hefjast handa við næsta verkefni fyrr en í fyrsta lagi tveimur árum síðar. Ákveðið hefur verið að næsta verkefni verði varnir undir Urðabotnum í Neskaupsstað.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að svari og leggja fyrir bæjarráð.

12.Umboð til kjarasamningsgerðar

Málsnúmer 1812005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 04.12.2018 þar sem fram kemur að á næsta ári renna út allir kjarasamningar sem Samband íslenskra sveitarfélaga gerir fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Vegna komandi kjaraviðræðna er því nauðsynlegt að sveitarfélögin yfirfari og endurnýji kjarasamningsumboð sín til samræmis við núverandi stöðu og sendi kjarasviði sambandsins fyrir 20. janúar 2019.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda endurnýjað kjarasamningsumboð sveitarfélagsins samkvæmt núverandi stöðu til kjarasviðs Sambandsins.

13.Lokun Kerfisleigu 4 - uppsögn samnings

Málsnúmer 1812006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Advania dags, 28. 11. 2018 varðandi uppsögn samnings vegna Kerfisleigu 4. Hornbrekka er á þessu kerfi og mun flytjast yfir á kerfi Fjallabyggðar. Stefnt er að flutningi fyrir 1. febrúar 2019.
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna málið áfram.

14.Fundarboð: - 13. desember 2018 - Kortlagning vísitölufélagslegra framfara - Sveitarfélög á Íslandi

Málsnúmer 1812008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi SPI Partner in Iceland dags. 03.12.2018 varðandi kortlagningu vísitölu félagslegra framfara í sveitarfélögum.

15.Búnaður til útvarpssendinga í veggöngum

Málsnúmer 1712025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Samgöngufélagsins, dags. 05.12.2018 varðandi búnað til útsendinga útvarps í veggöngum. Í erindi Samgöngufélagsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 28.11.2018 gerir Samgöngufélagið athugasemdir við tillögu nefndarinnar að fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023 þar sem bent er á að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á búnaði til útsendinga útvarps í eldri göngum hérlendis né sé vitað til að vinna sé í gangi til undirbúnings uppsetningar slíks búnaðar.
Bæjarráð tekur undir athugasemdir samgöngufélagsins vegna tillögu samgöngunefndar Alþingis að fimm ára samgönguáætlun fyrir 2019 - 2023.

16.Átakshópur húsnæðismála um aukið framboð á íbúðum

Málsnúmer 1812019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði, dags. 06.12.2018 þar sem þess er óskað að sveitarfélagið veiti ákveðnar upplýsingar um stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu eigi síðar en 14. desember nk.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.

17.Útsvarsprósenta í staðgreiðslu 2019

Málsnúmer 1812026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 07.12.2018 þar sem áréttað er að tilkynna skal ákvörðun sveitastjórnar um útsvar til ráðuneytisins eigi síðar en 15.12.2018.
Í forsendum fjárhagsáætlunar 2019, var gert ráð fyrir útsvarsprósentu 14,48%.
Bæjarráð samþykkir af fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að svara erindinu.

18.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2018

Málsnúmer 1801009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. nóvember sl.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir, Fræðslu- og frístundanefndar frá 03.12.2018, fundargerð markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 5.12.2018 og fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 05.12.2018.

Fundi slitið - kl. 17:30.