Reglugerð um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga í samráðsgátt

Málsnúmer 1812002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 585. fundur - 11.12.2018

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 30.11.2018 þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga. Í reglugerðinni er kveðið á um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga fyrir Alþingi, að minnsta kosti á þriggja ára fresti til fimmtán ára í senn. Í stefnumótandi áætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.