Bæjarstjórn Fjallabyggðar

168. fundur 29. nóvember 2018 kl. 17:00 - 18:45 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Ármann Viðar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018

Málsnúmer 1811008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Farið var yfir tillögur fiskverkenda og útgerðaraðila í Ólafsfirði, vegna byggðarkvóta fyrir árið 2018/2019.

    Málið verður áfram til umfjöllunar í bæjarráði.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson.
    Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Tekið fyrir breytingar á opnunartíma íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

    Bæjarráð vísar til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lögð fram drög að framtíðarsýn og framkvæmdaráætlun Skíðasvæðisins í Tindaöxl og Bárubrautar 2019-2023 dags. 26.10.2018 í samræmi við samning milli Skíðafélags Ólafsfjarðar og Fjallabyggðar um rekstur skíðamannvirkja í eigu Fjallabyggðar í Ólafsfirði 2018-2019.

    Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Skíðafélags Ólafsfjarðar á næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar dags. 26.10.2018 þar sem lagt er til við bæjarráð að íbúð nr. 102, að Ólafsvegi 34 verði auglýst til sölu. Íbúðin er laus frá 1. desember 2018.

    Bæjarráð samþykkir að setja íbúð nr.102, að Ólafsvegi 34 í söluferli.
    Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lagt fram erindi Ásgríms Pálmasonar fh. Hestamannafélagsins Gnýfara dags. 01.11.2108 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð greiði félaginu fyrirfram rekstrarstyrk næstu ára til þess að hægt sé að greiða niður skuld við Arion banka vegna reiðskemmu félagsins. Þess er einnig óskað að gengið verði frá kaldavatnsinntaki í skemmuna án íþyngjandi kostnaðar fyrir félagið.

    Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 07.11.2018 er varðar leiðbeinandi viðmiðunarreglur við gerð viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga sem Reiknisskila- og upplýsinganefnd hefur sett fram í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.7 1811039 Jólaaðstoð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lögð fram beiðni um jólaaðstoð, dags. 14.11.2018 frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi Kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni þar sem félagsþjónusta sveitarfélagsins veitir jólaaðstoð til skjólstæðinga sinna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur Skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, dags. 14.11.2018 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla fyrir nemendur og starfsfólk skólans við norðurgafl hússins.

    Bæjarráð samþykkir beiðnina og lýsir ánægju sinni með að MTR skuli setja upp hleðslustöðvar fyrir nemendur og starfsfólk skólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 09.11.2018 þar sem athygli er vakin á að drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga hafa verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Leiðbeiningarnar byggjast annars vegar á 5. gr. samkomulags dags. 31. maí 2016, milli ríkis og sveitarfélaga og hins vegar á 47. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, með breytingum sem tóku gildi 1. október sl. Sveitarfélög eru hvött til þess að fara vel yfir þessi drög og koma athugasemdum á framfæri á samráðsgáttinni fyrir 23. nóvember n.k.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lögð fram til kynningar skýrsla Varasjóðs húsnæðismála er varðar könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lagt fram til umsagnar, frá Velferðarnefndar Alþingis, frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 582. fundur - 20. nóvember 2018 Lagt fram til umsagnar, frá Alsherjar- og menntamálasviðs Alþingis, frumvarp til laga um breytingu á réttindum og skyldum starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 582. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018

Málsnúmer 1811012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Á fundinn mætti Kristján Hauksson formaður Skíðafélags Ólafsfjarðar þar sem hann fór yfir drög að fimm ára framkvæmdaáætlun SÓ.

    Bæjarráð samþykkir að vísa drögum til deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála til úrvinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lögð fram drög að bréfi til Ríkisstjórnar Íslands fyrir hönd bæjarráðs þar sem þess er óskað að Rískisstjórn Íslands kanni möguleika á því að flytja ríkisstofnanir til Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið til odddvita ríkisstjórnarflokkana.
    Bókun fundar Til máls tók Særún Laufeyjardóttir.
    Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála varðandi fyrirkomulag er varðar útsendingu á bæjarstjórnarfundum.

    Bæjarráð samþykkir að boða Gunnar Smára fyrir hönd Trölla.is á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Farið var yfir lykiltölur við fjárhagsáætlun 2019.

    Gerð var breyting á forsendum v.fasteignagjalda, vatnsskattur lækkar úr 0,32% í 0,31% og holræsagjöld voru lækkuð úr 0,33% í 0,32%.
    Gjalddagar fasteignagjalda verða 10 í stað 8 eins og í nágrannasveitarfélögum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019 til seinni umræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lögð fram tilnefning fulltrúa í Ungmennaráð Fjallabyggðar 2018-2019 ásamt samþykktum fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar.

    Bæjarráð fagnar því að náðst hafi að manna Ungmennaráð.
    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að yfirfara samþykkir ráðsins og koma með tillögur að nýjum samþykktum á næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmála þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að skýr aðgreining sé viðhöfð í stjórnsýslu sveitarfélaga á milli félagslegs íbúðarhúsnæðis og almennra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga. Einnig að æskilegt væri að sveitarfélög setji sér sjálfstæðar reglur.

    Bæjarráð felur félagsmálanefnd að taka Reglur um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar til endurskoðunar þegar Reglur um úthlutun leiguíbúða félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga hafa tekið gildi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Á 582. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að fresta erindi Hestamannafélagsins Gnýfara um fyrirframgreiddan rekstarastyrk.

    Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Hestamannafélagsins Gnýfara á næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.8 1811024 Mannamót 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lögð fram umsögn markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar varðandi þátttöku sveitarfélagsins í Mannamóti markaðsstofu landshlutanna sem fram fer á árinu 2019. Þar kemur m.a. fram að aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofu landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Öllum er þó frjálst að mæta á viðburðinn og enginn aðgangseyrir er fyrir gesti. Fulltrúi Fjallabyggðar á Mannamóti 2019 myndi tryggja dreifingu upplýsingarita um þá afþreyingu og þjónustu sem í boði er með það að markmiði að kynna ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu í heild. Einnig yrð dreift á staðnum dagskrá ársins 2019 þar sem taldir verða upp viðburðir í bæjarfélaginu allt árið.

    Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar að fara á Mannamót 2019 og kynna ferðaþjónustu og afþreyingu á svæðinu í heild í samráði við ferðaþjónustuaðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lagt fram erindi Ívars Ómars Atlasonar fh. Svanhóls ehf. eiganda fasteignarinnar að Aðalgötu 6 á Siglufirði. Þar sem óskað er eftir endurmati á fasteignagjöldum á húsinu vegna síðustu 5 ára með tilliti til söluverðs hússins í dag og síðustu ár. Í bréfinu kemur fram að húsið sé í afar slæmu ástandi.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að legga fyrir bæjarráð minnisblað fyrir næsta fund varðandi erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.

    Lagt fram erindi frá Þorbirni Sigurðssyni dags. 19.11.2018 fyrir hönd Framfarafélags Ólafsfjarðar varðandi leyfi til að grafa tilrauna drenlögn í jörðu í landi sem Framfarafélagið hefur afnot af, vestan óss í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra tæknideildar að fylgjast með framgangi verkefnisins.
    Bókun fundar Undir þessum lið véku af fundi Jón Valgeir Baldursson og Tómas Atli Einarsson.
    Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 583. fundur - 27. nóvember 2018 Lagt fram bréf frá Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytinu dags. 23.nóvember 2018 um umsókn Fjallabyggðar um úthlutun byggðakvóta, fyrir fiskveiði árið 2018/2019 koma 300 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 300 þorskígildistonn til ráðstöfunar á Siglufirði.

    Frestur til að skila inn tillögum er til og með 21. desember 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 583. fundar bæjarráðs staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 5. fundur - 22. nóvember 2018

Málsnúmer 1811011FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 5. fundur - 22. nóvember 2018 Þegar óskað var eftir fulltrúum eldri borgara, heilsugæslu, grunn- og leikskóla og UÍF í stýrihóp um Heilsueflandi samfélag láðist að óska eftir varamönnum frá sömu aðilum. Ákveðið að leita til áðurgreindra aðila og óska eftir tilnefningu varamanna í stýrihópinn. Tilnefningar þurfa að berast fyrir næsta fund stýrihópsins. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar Stýrihóps heilsueflandi samfélags staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 5. fundur - 22. nóvember 2018 Segull frá Landlæknisembættinu hefur verið borinn í hús í Fjallabyggð. Á seglinum er hvatning um að velja hollt. Seglarnir liggja frammi í upplýsingamiðstöðvum Fjallabyggðar ef einhver heimili hafa ekki fengið segul.

    Landlæknir gaf út veggspjald sem heitir 5 leiðir að vellíðan. Stýrihópurinn leggur til að veggspjaldið verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og í Tunnunni með hvatningarorðum til íbúa frá Heilsueflandi samfélagi.

    Stýrihópur áætlar að koma sama veggspjaldi upp í skólum sveitarfélagsins og víðar ásamt veggspjaldi með sama efni og er á heimsendum segli.

    Einnig var rætt um ýmsar aðrar leiðir til að koma hvatningarorðum og fróðleik til íbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar Stýrihóps heilsueflandi samfélags staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 5. fundur - 22. nóvember 2018 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála flutti erindi um Heilsueflandi samfélag á félagsfundi eldri borgara á Sigufirði í haust. Deildarstjóri er áhugasamur um að heimsækja eldri borgara í Ólafsfirði með sama erindi.

    Stýrihópur leggur til að í janúar verði opnir tímar í líkamsræktum sveitarfélagsins með leiðbeinanda eins og gert var í janúar 2018.

    Einnig er stefnan að á nýju ári bjóði stýrihópurinn upp á nokkra opna danstíma fyrir íbúa sveitarfélagsins, undir stjórn danskennara.
    Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.
    Afgreiðsla 5. fundar Stýrihóps heilsueflandi samfélags staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Stjórn Hornbrekku - 11. fundur - 26. nóvember 2018

Málsnúmer 1811013FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 11. fundur - 26. nóvember 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 168. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Lagaðar fram breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu og gjaldskrá fráveitu, þar sem vatnsskattur er lækkaður í 0,31% úr 0,32% og holræsagjald er lækkað í 0,32% úr 0,33%.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi gjaldskrár með áorðnum breytingum:

6.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810099Vakta málsnúmer

Síðari umræða um fjárhagsáætlun.

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri, Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson, S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir.

Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022.

Helga Helgadóttir formaður bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar:
Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrir árið 2019 er 258 mkr.
Útsvarsprósenta er 14.48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára.
Skatttekjur ársins 2019 eru áætlaðar 1.270 mkr., en útkomuspá ársins 2018 er 1.212 mkr.
Heildartekjur 2019 verða 2.913 mkr., en eru áætlaðar 2.731 mkr. í útgönguspá 2018.
Gjöld ársins 2019 eru áætluð 2.632 mkr., en eru 2.570 mkr. fyrir árið 2018.
Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 5.402 mkr. og eigið fé er 3.319 mkr. eða 61% eiginfjárhlutfall.
Skuldaviðmið bæjarsjóðs er áætlað 63,1% fyrir 2019.
Vaxtaberandi skuldir eru 375 mkr., en voru 478 mkr. árið 2018. Gert er ráð fyrir að greiða aukalega 100mkr. inn á skuldir á árinu 2019 vegna láns sem varð að taka vegna lífeyrisskuldbindinga v. Brúar. Eftirstöðvar þessa láns verða 80 mkr.
Veltufé frá rekstri er áætlað 546 mkr., sem eru 18,7% af rekstrartekjum.

Framkvæmt verður fyrir 361,5 mkr.
Helstu framkvæmdir eru:
a)
Skólalóðir leikskóla og grunnskóla 72 mkr.
b)
Yfirlagnir malbiks og gatna 47 mkr.
c)
Holræsa- og vatnsveitukerfi 148 mkr.
d)
Viðhald húseigna um 50 mkr.
e)
Göngustígar og gangstéttir 15 mkr.


Af mörgu er að taka í áætluninni en m.a. er brugðist við ákalli íbúa um lengri opnunartíma í íþróttamiðstöðvum um helgar. Sett verða upp tjöld í báðum íþróttahúsum til þess að fjölga völlum og auka þannig nýtingu og notkunarmöguleika. Einnig er gert ráð fyrir hönnun á gervigrasvelli í Ólafsfirði og hönnun vegna breytinga á aðgengi og aðstöðu í Íþróttamiðstöð á Siglufirði. Áfram verður unnið að Heilsueflandi samfélagi og í anda þess verður gjaldfrjálst í sund og rækt fyrir eldri borgara og öryrkja, frístundastyrkur til barna- og unglinga verður hækkaður úr 30.000 kr. í 32.500 kr. og styrkur vegna barna- og unglingastarfs til UÍF verður hækkaður um milljón.
Á árinu 2019 lýkur framkvæmdum við leikskóla- og skólalóðir sveitarfélagsins, en tekin var ákvörðun um að ljúka 2. og 3. áfanga skólalóðar grunnskólans í Ólafsfirði.
Systkinaafsláttur verður aukinn í leikskóla fyrir 2. barn úr 30% í 50% og 3. barn úr 50% í 75%. Einnig verður systkinaafsláttur tengdur milli skólastiga, það er leikskóla og lengdrar viðveru í grunnskóla með sama hætti.
Verð á skólamáltíðum helst óbreytt í krónum talið á milli ára, þrátt fyrir vísitöluhækkun.

Breytingar á gjaldaliðum fasteignagjalda verða með eftirfarandi hætti:
Vatnsskattur verður lækkaður í 0,31% úr 0,35% og holræsagjald verður lækkað í 0,32% úr 0,36%. Það er hins vegar ljóst að fasteignamat í Fjallabyggð hækkar að meðaltali um 14,6% á milli áranna 2018 og 2019 sem hefur áhrif á fasteignagjöld til hækkunar. Þjóðskrá Íslands tilkynnir fasteignamat í júní ár hvert sem tekur gildi 31. desember það sama ár. Fasteignamat reiknast út frá meðaltali þinglýstra kaupsamninga vegna sölu fasteigna í Fjallabyggð frá febrúar til febrúar ár hvert. Í viðhengi má sjá samanburð á fasteignagjöldum milli ára á eignum í Fjallabyggð. Álagningin fer eftir fasteignamati hverrar eignar fyrir sig og því er álagning mismunandi þó eignir í sama flokki séu svipaðar að stærð.

Gjalddögum fasteignagjalda verður fjölgað í tíu í stað átta til samræmis við nágrannasveitarfélög.

Afsláttur á fasteignaskatti fyrir eldriborgara og öryrkja verður hækkaður í 70.000 kr. úr 65.000 kr.
Einnig verða tekjuviðmið vegna afsláttar á fasteignaskatti fyrir eldriborgara og öryrkja hækkuð verulega og verða sem hér segir:

Flokkur - Einstaklingar
- Afsláttur
1.
0 - 3.000.000 - 100%
2.
3.000.001 - 3.600.000 - 75%
3.
3.600.001 - 4.200.000 - 50%
4.
4.200.001 - 4.800.000 - 25%
5.
4.800.001 - - 0%

Flokkur -
Hjón/Sambýlisfólk
Afsláttur
1.
0 - 4.000.000 - 100%
2.
4.000.001 - 4.600.000 - 75%
3.
4.600.001 - 5.200.000 - 50%
4.
5.200.001 - 5.800.000 - 25%
5.
5.800.001 - - 0%


Í Skálarhlíð verður bætt við einni íbúð sem tilbúin verður til úthlutunar um mitt næsta ár.
Helstu viðhaldsverkefni á fasteignum Fjallabyggðar eru endurnýjun á innanhússklæðningu í íþróttahúsi á Siglufirði, utanhússviðgerðir á Ráðhúsi, viðhald á húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga, viðhald á slökkvistöð í Ólafsfirði auk viðhaldsverkefna innanhúss á félagslegu leiguhúsnæði í báðum byggðakjörnum.

Rekstur bæjarsjóðs Fjallabyggðar stendur traustum fótum. Aðhald og ráðdeild í rekstri skila rekstrarafgangi upp á 258 mkr. og veltufé frá rekstri upp á 546 mkr. sem gerir bæjarsjóði kleift að hafa hátt framkvæmdarstig og greiða niður vaxtaberandi skuldir um 150 mkr. á árinu 2019. Á næsta ári er reiknað með að ljúka við stærsta umhverfismál byggðalagsins það er að segja holræsa útrásir og dælubrunna í báðum byggðakjörnum.

Meirihluti bæjarstjórnar þakkar bæjarstjóra og starfsmönnum bæjarfélagsins fyrir þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar og ánægjulegt samstarf.

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir með 5 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og 2020-2022.
Jón Valgeir Baldursson H-lista og Særún Hlín Laufeyjardóttir H-lista sitja hjá.

Fundi slitið - kl. 18:45.