Bæjarráð Fjallabyggðar

582. fundur 20. nóvember 2018 kl. 16:30 - 18:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Óskir útgerðaraðila og fiskverkenda í Ólafsfirði varðandi meðferð byggðarkvóta.

Málsnúmer 1811023Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar fyrir hönd fiskverkenda Hallsteinn Guðmundsson og fyrir hönd sjómanna Ríkharð Lúðvíksson.
Farið var yfir tillögur fiskverkenda og útgerðaraðila í Ólafsfirði, vegna byggðarkvóta fyrir árið 2018/2019.

Málið verður áfram til umfjöllunar í bæjarráði.

2.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810099Vakta málsnúmer

Tekið fyrir breytingar á opnunartíma íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

Bæjarráð vísar til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2023.

3.Framtíðarsýn og framkvæmdaráætlun Skíðasvæðisins í Tindaöxl

Málsnúmer 1810121Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að framtíðarsýn og framkvæmdaráætlun Skíðasvæðisins í Tindaöxl og Bárubrautar 2019-2023 dags. 26.10.2018 í samræmi við samning milli Skíðafélags Ólafsfjarðar og Fjallabyggðar um rekstur skíðamannvirkja í eigu Fjallabyggðar í Ólafsfirði 2018-2019.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Skíðafélags Ólafsfjarðar á næsta fund bæjarráðs.

4.Ólafsvegur 34, íbúð 102

Málsnúmer 1810104Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra félagsmáladeildar dags. 26.10.2018 þar sem lagt er til við bæjarráð að íbúð nr. 102, að Ólafsvegi 34 verði auglýst til sölu. Íbúðin er laus frá 1. desember 2018.

Bæjarráð samþykkir að setja íbúð nr.102, að Ólafsvegi 34 í söluferli.

5.Ósk um fyrirframgreiddan rekstrarstyrk

Málsnúmer 1811027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ásgríms Pálmasonar fh. Hestamannafélagsins Gnýfara dags. 01.11.2108 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð greiði félaginu fyrirfram rekstrarstyrk næstu ára til þess að hægt sé að greiða niður skuld við Arion banka vegna reiðskemmu félagsins. Þess er einnig óskað að gengið verði frá kaldavatnsinntaki í skemmuna án íþyngjandi kostnaðar fyrir félagið.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar.

6.Viðauki við fjárhagáætlun

Málsnúmer 1811046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 07.11.2018 er varðar leiðbeinandi viðmiðunarreglur við gerð viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga sem Reiknisskila- og upplýsinganefnd hefur sett fram í samræmi við 63. gr. sveitarstjórnarlaga.

7.Jólaaðstoð

Málsnúmer 1811039Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um jólaaðstoð, dags. 14.11.2018 frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi Kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni þar sem félagsþjónusta sveitarfélagsins veitir jólaaðstoð til skjólstæðinga sinna.

8.Heimild til að setja upp hleðslustöðvar við MTR

Málsnúmer 1811040Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur Skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, dags. 14.11.2018 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla fyrir nemendur og starfsfólk skólans við norðurgafl hússins.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og lýsir ánægju sinni með að MTR skuli setja upp hleðslustöðvar fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

9.Drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis sveitarfélaga

Málsnúmer 1811041Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dags. 09.11.2018 þar sem athygli er vakin á að drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga hafa verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Leiðbeiningarnar byggjast annars vegar á 5. gr. samkomulags dags. 31. maí 2016, milli ríkis og sveitarfélaga og hins vegar á 47. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, með breytingum sem tóku gildi 1. október sl. Sveitarfélög eru hvött til þess að fara vel yfir þessi drög og koma athugasemdum á framfæri á samráðsgáttinni fyrir 23. nóvember n.k.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.

10.Skýrsla um niðurstöður - Könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 1811042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Varasjóðs húsnæðismála er varðar könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2017.

11.Til umsagnar 40. mál frá nefndasviði Alþingis - Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra.

Málsnúmer 1811043Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar, frá Velferðarnefndar Alþingis, frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál.

12.45.mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1811047Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar, frá Alsherjar- og menntamálasviðs Alþingis, frumvarp til laga um breytingu á réttindum og skyldum starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45. mál.

Fundi slitið - kl. 18:10.