Stýrihópur Heilsueflandi samfélags

5. fundur 22. nóvember 2018 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Björn Þór Ólafsson fulltrúi eldri borgara
  • María Bjarney Leifsdóttir fulltrúi leik- og grunnskóla
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir Deildarstjóri fræðslu frístunda og menningarmála
Guðrún Helga Kjartansdóttir boðaði forföll. Þórarinn Hannesson mætti ekki á fundinn.

1.Stýrihópur heilsueflandi samfélags

Málsnúmer 1811055Vakta málsnúmer

Þegar óskað var eftir fulltrúum eldri borgara, heilsugæslu, grunn- og leikskóla og UÍF í stýrihóp um Heilsueflandi samfélag láðist að óska eftir varamönnum frá sömu aðilum. Ákveðið að leita til áðurgreindra aðila og óska eftir tilnefningu varamanna í stýrihópinn. Tilnefningar þurfa að berast fyrir næsta fund stýrihópsins.

2.Hvatningarorð og auglýsingar

Málsnúmer 1811052Vakta málsnúmer

Segull frá Landlæknisembættinu hefur verið borinn í hús í Fjallabyggð. Á seglinum er hvatning um að velja hollt. Seglarnir liggja frammi í upplýsingamiðstöðvum Fjallabyggðar ef einhver heimili hafa ekki fengið segul.

Landlæknir gaf út veggspjald sem heitir 5 leiðir að vellíðan. Stýrihópurinn leggur til að veggspjaldið verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins og í Tunnunni með hvatningarorðum til íbúa frá Heilsueflandi samfélagi.

Stýrihópur áætlar að koma sama veggspjaldi upp í skólum sveitarfélagsins og víðar ásamt veggspjaldi með sama efni og er á heimsendum segli.

Einnig var rætt um ýmsar aðrar leiðir til að koma hvatningarorðum og fróðleik til íbúa.

3.Heilsueflandi samfélag - staðan og næstu skref

Málsnúmer 1804004Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála flutti erindi um Heilsueflandi samfélag á félagsfundi eldri borgara á Sigufirði í haust. Deildarstjóri er áhugasamur um að heimsækja eldri borgara í Ólafsfirði með sama erindi.

Stýrihópur leggur til að í janúar verði opnir tímar í líkamsræktum sveitarfélagsins með leiðbeinanda eins og gert var í janúar 2018.

Einnig er stefnan að á nýju ári bjóði stýrihópurinn upp á nokkra opna danstíma fyrir íbúa sveitarfélagsins, undir stjórn danskennara.

Fundi slitið - kl. 16:00.