Hafnarstjórn Fjallabyggðar

102. fundur 06. febrúar 2019 kl. 17:30 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður I lista
  • Andri Viðar Víglundsson aðalmaður, H lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Aflatölur 2019

Málsnúmer 1902009Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1.janúar - 5. febrúar 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.

2019 Siglufjörður 3017 tonn í 47 löndunum.
2018 Siglufjörður 766 tonn í 46 löndunum.
2019 Ólafsfjörður 24 tonn í 16 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 18 tonn í 19 löndunum.

2.Opnunartími Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 1902010Vakta málsnúmer

Máli frestað til næsta fundar.

3.Vinnutími hafnarvarða

Málsnúmer 1902011Vakta málsnúmer

Umræða tekin um málið.

4.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Fjallabyggðar.
Nefndin samþykkir áorðnar breytingar á 12.grein gjaldskrárinnar.

5.Starfslýsingar hafnarvarða

Málsnúmer 1902012Vakta málsnúmer

Hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að vinna starfslýsingar hafnarvarða.

6.Markaðssetning hafnar

Málsnúmer 1902016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Anítu Elefsen um markaðsmál hafnarinnar. Nefndin felur Anítu ásamt markaðs- og menningarfulltrúa að sækja SeaTrade Europe í Hamborg 11.-13. september 2019. Fjallabyggðarhafnir munu nýta sér fulltrúa Cruise Iceland á SeaTrade í Miami í apríl nk. Keypt verða nafnspjöld og usb lyklar fyrir kynningarefni.

7.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2019

Málsnúmer 1901025Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar fundargerð 409. fundar Hafnarsambands Íslands.

Fundi slitið - kl. 18:30.