Hafnarstjórn Fjallabyggðar

100. fundur 05. nóvember 2018 kl. 17:00 - 18:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður, D lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varaformaður I lista
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, I lista
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur og aflagjöld 2018

Málsnúmer 1802088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 5. nóvember 2018 ásamt samanburði við sama tíma árin 2017 og 2016.
2018 Siglufjörður 18649 tonn í 1641 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 420 tonn í 426 löndunum.
2017 Siglufjörður 13661 tonn í 1928 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 525 tonn í 497 löndunum.
2016 Siglufjörður 20432 tonn í 1996 löndunum.
2016 Ólafsfjörður 543 tonn í 535 löndunum.

2.Rekstraryfirlit - 2018

Málsnúmer 1804092Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir rekstraryfirlit Fjallabyggðarhafna og er reksturinn í góðu jafnvægi.

3.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1805111Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Hafnarstjóra að gjaldskrá fyrir Fjallabyggðarhafnir 2019.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti nýja gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

4.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1810099Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun ársins 2019 fyrir Fjallabyggðarhafnir.

Hafnarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

5.Skemmdir á húsnæði Fiskmarkaðs Siglufjarðar ehf að Hafnarbryggju,580 Siglufirði

Málsnúmer 1802041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Guðmundur Gauti Sveinsson af fundi.
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar vegna samkomulags við Vegagerðina og Fiskmarkað Siglufjarðar um uppgjör á kostnaði vegna skemmda á húsi fiskmarkaðarins, sem orsakaðist vegna sigs sem varð við endurbyggingu á Bæjarbryggju.

6.Komur skemmtiferðaskipa 2019

Málsnúmer 1811002Vakta málsnúmer

Búið er að bóka 20 komur skemmtiferðaskipa fyrir árið 2019.

7.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Ekki náðist að ljúka við dýpkun við Bæjarbryggju árið 2017 vegna þéttra setlaga. Nú er dýpkun niður í kóta -9,00 lokið og heildarkostnaður án vsk um 6 milljónir. Hafnarbótasjóður greiðir 60% og Hafnarsjóður Fjallabyggðar 40%.

8.Ósk Fiskistofu um skýringar á vigtarnótum

Málsnúmer 1809042Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Guðmundur Gauti Sveinsson af fundi.
Yfirhafnarvörður fór yfir málið. Hafnarstjórn frestar málinu þar til niðurstaða liggur fyrir frá Fiskistofu.

9.Samstarfsyfirlýsing milli Hafnasambands Íslands og Fiskistofu um framkvæmd vigtarmála - drög

Málsnúmer 1805016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn fagnar bættu verklagi við framkvæmd vigtunar og eftirlits í höfnum.

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2018

Málsnúmer 1801012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.