Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

222. fundur 12. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Valur Þór Hilmarsson aðalmaður, S lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Guðmundur Skarphéðinsson boðaði forföll og varamaður hans mætti ekki.
Ásgrímur Pálmason mætti ekki og enginn í hans stað.

1.Breyting á aðalskipulagi - Kleifar

Málsnúmer 1802002Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 við Kleifar í Ólafsfirði. Um er að ræða breytingu á landnotkun og skilmálum um hverfisvernd fyrir byggðina á Kleifum í Ólafsfirði. Í lýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að auglýsa framlagða skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 12 Siglufirði

Málsnúmer 1802031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Gbess ehf., dagsett 9. febrúar 2018. Sótt er um leyfi til að byggja 1160fm iðnaðar- og verslunarhúsnæði ásamt íbúðum á efri hæð hússins, á lóðinni Gránugötu 12 sem fyrirtækið fékk úthlutað í september sl.
Vísað til umsagnar
Nefndin samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu þar sem aðliggjandi lóðarhöfum er kynnt tillagan og þeim gefinn kostur á að tjá sig um hana í samræmi við 1. og 2. málgrein 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Fyrirspurn um leyfi til að stækka báta- og tækjageymslu

Málsnúmer 1802023Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn f.h. Björgunarsveitarinnar Stráka, dagsett 5. febrúar 2018. Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar um að stækka báta- og tækjageymslu björgunarsveitarinnar að Tjarnargötu 18 skv. meðfylgjandi teikningu.
Erindi svarað
Í gildi er deiliskipulag fyrir athafnasvæði á Þormóðseyri frá 2013 og fellur ofangreind lóð þar undir. Í deiliskipulaginu er tilgreindur byggingarreitur utan um bátahúsið og býður hann ekki upp á þá stækkun sem sótt er um í erindi björgunarsveitarinnar.
Nefndin bendir björgunarsveitinni á þann möguleika að óska eftir breytingu á deiliskipulagi.

4.Umsókn um stækkun lóðarinnar Vetrarbraut 8-10 Siglufirði

Málsnúmer 1802022Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Sunnu ehf. dagsett 6. febrúar 2018. Óskað er eftir stækkun lóðarinnar Tjarnargötu 18-20 til suðurs, sem nemur lóðinni Vetrarbraut 6.
Samþykkt
Í gildi er deiliskipulag athafnasvæðis á Þormóðseyri frá 2013. Þar er gert ráð fyrir að lóðin Vetrarbraut 6 verði hluti af Vetrarbraut 8-10. Erindið er því samþykkt og er tæknideild falið að útbúa nýjan lóðarleigusamning fyrir Vetrarbraut 8-10 og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

5.Breyting á samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð

Málsnúmer 1712037Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð þar sem vísað er í ný lög um búfjárhald nr. 38/2013 sem leystu af hólmi eldri lög nr. 103/2002, ásamt öðrum lagfæringum sem gera samþykktina markvissari og skýrari.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða búfjársamþykkt.

6.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1801056Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Helga Sigurðar Þórðarsonar dagsett 17. janúar 2018. Óskað er eftir leyfi til að halda 16 hesta í hesthúsi að Brimvöllum í Ólafsfirði.
Samþykkt
Umsókn þessi uppfyllir skilyrði 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð. Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf í samræmi við 5. gr. samþykktarinnar.

7.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, breyting

Málsnúmer 1801053Vakta málsnúmer

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.
Samþykkt
Nefndin samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

8.Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021

Málsnúmer 1802018Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.

Í vinnslutillögu felst (A) kynning á valkostum fyrir legu Blöndulínu 3 (raflína), (B) færsla á legu Sauðárkrókslínu, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki og (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda.

Í vinnslutillögu er gerð grein fyrir forsendum breytinga, útfærslu og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006.
Samþykkt
Nefndin gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu.

9.Umferð á Aðalgötu, Siglufirði

Málsnúmer 1709086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi íbúa, dagsett 6. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir að settur verði upp spegill á horni Norðurgötu/Aðalgötu til viðbótar við stöðvunarskyldu sem nýverið var sett upp.
Nefndin felur tæknideild að ráðfæra sig við lögreglu vegna umferðaröryggis á gatnamótum Norðurgötu/Aðalgötu.

10.Umsókn um byggingarleyfi-Gránugata 13b Siglufirði

Málsnúmer 1802040Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Rúnars Marteinssonar dagsett 10. febrúar 2018. Óskað er eftir leyfi til að klæða húsið við Gránugötu 13b bárustáli og loka fyrir alla glugga nema á vesturhlið hússins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

11.Samráð umhverfisskýrslu stefnumarkandi landsáætlunar

Málsnúmer 1802021Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar umhverfisskýrsla stefnumarkandi landsáætlunar f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

12.Varðar umsagnarrétt við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi skv.lögum nr.85/2007

Málsnúmer 1801074Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar bréf frá Sýslumanni á Norðurlandi eystra er varðar verklag afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi.

13.Lóðarmörk Tjarnagötu 16, 18 og 20, Siglufirði

Málsnúmer 1603107Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagður fram til kynningar úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna kæru Síldarleitarinnar ehf. á ákvörðun Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.