Umsókn um stækkun lóðarinnar Vetrarbraut 8-10 Siglufirði

Málsnúmer 1802022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 222. fundur - 12.02.2018

Lögð fram umsókn Sunnu ehf. dagsett 6. febrúar 2018. Óskað er eftir stækkun lóðarinnar Tjarnargötu 18-20 til suðurs, sem nemur lóðinni Vetrarbraut 6.
Samþykkt
Í gildi er deiliskipulag athafnasvæðis á Þormóðseyri frá 2013. Þar er gert ráð fyrir að lóðin Vetrarbraut 6 verði hluti af Vetrarbraut 8-10. Erindið er því samþykkt og er tæknideild falið að útbúa nýjan lóðarleigusamning fyrir Vetrarbraut 8-10 og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 223. fundur - 07.03.2018

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt stækkun lóðarinnar Vetrarbraut 8-10 til suðurs, sem nemur lóðinni Vetrarbraut 6. Lagður fram endurnýjaður lóðarleigusamningur ásamt lóðarmarkayfirlýsingu og lóðarblaði.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað til næsta fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 224. fundur - 11.04.2018

Lagður fram lóðarleigusamningur og lóðarmarkayfirlýsing vegna stækkunar lóðarinnar Vetrarbraut 8-10.
Samþykkt
Samþykkt.