Styrkur Samfélags- og menningarsjóðs til kaupa á ærslabelg

Málsnúmer 1805112

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 05.06.2018

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag fékk styrk úr Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar til kaupa á ærslabelg sem staðsettur yrði í miðbæ Siglufjarðar. Styrkurinn nemur 1.750.000 kr. sem er kostnaðarverð við kaup á miðstærð. Áætlaður kostnaður við niðursetningu og frágang er um 500.000 kr. sem færður verður af liðnum " Ýmís smáverk á framkvæmdaráætlun" við fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð fagnar því að styrkur hafi verið veittur til verkefnisins og óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar staðsetningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 560. fundur - 14.06.2018

Á síðasti fundi bæjarráðs var lagt fram erindi vegna umsóknar stýrihóps um heilsueflandi samfélag í Samfélags- og menningarsjóð Siglufjarðar.
Þar fékk stýrihópurinn styrk til kaupa á ærslabelg sem staðsettur yrði í miðbæ Siglufjarðar. Óskað var eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar staðsetningar.

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram 5 tillögur að staðsetningu.

Bæjarráð samþykkir að vísa til skipulags- og umhverfisnefndar að grenndarkynna staðsetningu ærlsabelgsins á Blöndalslóðinni við Lækjargötu.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 20.06.2018

Á fundi bæjarráðs þann 14. júní sl. var því vísað til skipulags- og umhverfisnefndar að grenndarkynna staðsetningu ærslabelgs á Blöndalslóðinni við Lækjargötu.
Tæknideild falið að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 229. fundur - 15.08.2018

Á 227. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að grenndarkynna staðsetningu ærlsabelgs á Blöndalslóðinni við Lækjargötu á Siglufirði. Aðliggjandi lóðarhöfum var kynnt staðsetningin og gefin kostur á gera athugasemdir eða koma á framfæri ábendingum til 1. ágúst 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að staðsetja ærslabelginn á Blöndalslóðinni.