Bæjarráð Fjallabyggðar

560. fundur 14. júní 2018 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Nýr kjarasamningur grunnskólakennara

Málsnúmer 1806026Vakta málsnúmer

Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri fór yfir ný samþykktan kjarasamning grunnskólakennara. Samningstími er frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019.

2.Samningur vegna eftirlits á skíðasvæðinu í Skarðsdal

Málsnúmer 1806021Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur sem var gerður vegna eftirlits á skíðasvæðinu í Skarðsdal í desember 2015 við Gest Hansson.

Bæjarráð leggur til að samningnum verði sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.

3.Launayfirlit tímabils - 2018

Málsnúmer 1801031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit yfir fyrstu fimm mánuði ársins.

4.Kostnaðarskipting launa við TÁT

Málsnúmer 1805108Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóri fræðslu-, frístunda og markaðsmála þar sem skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga leggur til að útbúinn verði viðauki, við samning um rekstur Tónlistarskólans vegna kostnaðarskiptingar launa við TÁT. Þar sem kostnaðarhlutfall sveitarfélaganna verði uppreiknað tvisvar á ári.

Bæjarráð samþykkir framlagt minnisblað og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram í samráði við Dalvíkurbyggð.

5.Eyrargata - tilboð

Málsnúmer 1806024Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í framkvæmdina „Siglufjörður 2018. Eyrargata, endurnýjun og fráveitulögn á Þormóðseyri“ þann 11. júní sl.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf 33.619.461,-
Sölvi Sölvason 35.993.095,-
Kostnaðaráætlun 38.439.000,-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

6.Garðsláttur 2018

Málsnúmer 1806022Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar varðandi garðslátt 2018. Þar kemur fram að undanfarin ár hefur eldri borgurum og öryrkjum staðið til boða að kaupa garðslátt frá þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.

Lagt er til að verð fyrir garðslátt fyrir garða sem eru minni en 150 fermetrum verði gjaldið kr. 7.000.
En fyrir garð sem er stærri en 150 fermetrar verði gjaldið kr. 12.000.

Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá.

7.Styrkur Samfélags- og menningarsjóðs til kaupa á ærslabelg

Málsnúmer 1805112Vakta málsnúmer

Á síðasti fundi bæjarráðs var lagt fram erindi vegna umsóknar stýrihóps um heilsueflandi samfélag í Samfélags- og menningarsjóð Siglufjarðar.
Þar fékk stýrihópurinn styrk til kaupa á ærslabelg sem staðsettur yrði í miðbæ Siglufjarðar. Óskað var eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar staðsetningar.

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram 5 tillögur að staðsetningu.

Bæjarráð samþykkir að vísa til skipulags- og umhverfisnefndar að grenndarkynna staðsetningu ærlsabelgsins á Blöndalslóðinni við Lækjargötu.

8.Ósk um fjárhagsstuðning til námskeiðahalds

Málsnúmer 1806016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Soroptimistaklúbbunum á Tröllaskaga þar sem óskað er eftir styrk vegna sjálfstyrkingarnámskeiðs fyrir 12-13 ára stúlkur um haustið 2018.

Bæjarráð samþykkir að veita þeim styrk í formi aðstöðu í skólahúsi grunnskólans í Ólafsfirði.

En bendir félaginu jafnframt á að hægt sé að sækja um fjárstyrk að hausti á auglýstum umsóknartíma.

9.Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum

Málsnúmer 1806012Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er varðar umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi Aðalbakarans ehf kt. 520803-3350 til veitingu veitinga, Aðalgötu 26, 580 Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

10.Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Málsnúmer 1806023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna fræðslu- og umræðufunda um menntun fyrir alla og menntastefnu 2013.
En fundirnir verða haldnir á Akureyri fyrir Eyjafjarðarsvæðið þann 1.október nk. og 2. október nk.

Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslu- , frístunda og menningarmála og deildarstjóra félagsmáladeildar.

11.Fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 1806013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands.

Verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

12.Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2018

Málsnúmer 1806029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2018 sem haldinn verður á Grenivík fimmtudaginn 21. júní nk.

Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar munu sækja fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

13.Styrkumsókn Leikhópurinn Lotta Sýningin Gosi á Siglufirði

Málsnúmer 1806020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Leikhópnum Lottu sem sækir um leyfi til að sýna leiksýninguna Gosa á Blöndalslóðinni þann 29. júlí nk. kl.11.00.
Einnig er ósk um styrk vegna ferðakostnaðar að upphæð kr. 21.000 og í þriðja lagi beðið um að sýningin verði kynnt á vefsíðum bæjarins.

Bæjarráð samþykkir að veita Leikhópnum Lottu leyfi til að sýna á Blöndalslóðinni með fyrirvara um að ærslabelgur verði ekki komin upp og mun leita leiða til að finna aðra staðsetningu. Sýningin verður auglýst á heimasíðu. Bæjaráð sér sér ekki fært að verða við beiðni um ferðastyrk.

14.Ósk um styrk í formi gæslu vinnuskólanemenda í kirkju

Málsnúmer 1806008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hermanni Jónassyni fyrir hönd Siglufjarðarkirkju um beiðni um aðkomu vinnuskóla Fjallabyggðar að opnun kirkjunnar yfir sumarmánuðina.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

15.Beiðni um styrk - fasteignagjöld

Málsnúmer 1806019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ingibjörgu Elínu Halldórsdóttur deildarstjóra Eyjafjarðardeildar Rauða kross Íslands um styrk vegna fasteignagjalda vegna Aðalgötu 32.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindi og bendir Rauða krossinum á að sækja þarf sérstaklega um styrk til niðurfellingar á fasteignaskatti á haustin og er það auglýst með góðum fyrirvara.

16.Erindi frá Garðyrkjufélagi Tröllaskaga norður

Málsnúmer 1805067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Garðyrkjufélagi Tröllaskaga Norðurs þar sem óskað er eftir landi til að rækta upp. Einnig er óskað eftir fjárstyrk að sömu upphæð og skógræktarfélagið á Siglufirði fær ár hvert.

Bæjarráð vísar erindinu varðandi ósk eftir landi til skipulags og umhverfisnefndar.

Umsóknir um fjárstyrk til félagasamtaka eru auglýstar við gerð fjárhagsáætlana ár hvert.

17.Fyrirspurn um raforkukaup

Málsnúmer 1806038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Íslenskri Orkumiðlun ehf þar sem óskað er eftir upplýsingum og gögnum í tengslum við raforkukaup sveitarfélagsins.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra.

18.Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2017

Málsnúmer 1806033Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Landmælinga Íslands 2017.

Árskýrslan er gefin út á rafrænu formi og er aðgengileg á vef stofnunarinnar.

https://www.lmi.is/wp-content/uploads/2018/06/2018.pdf

Fundi slitið - kl. 13:00.