Bæjarstjórn Fjallabyggðar

141. fundur 11. janúar 2017 kl. 17:00 - 17:50 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Ægir Bergsson varabæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

Helga Helgadóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir nema Hilmar Elefsen og Kristinn Kristjánsson sem var veðurtepptur. Ægir Bergsson mætti í stað Hilmars Elefsen.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016

Málsnúmer 1612006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Á 139. fundi bæjarstjórnar, 2. desember 2016, í tengslum við uppsögn Kristins J. Reimarssonar á starfi sem deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, var samþykkt að vísa beiðni hans um síðasta vinnudag til bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þar til ljóst verður með ráðningu eftirmanns.

    Sjö umsóknir bárust í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála en umsóknarfrestur rann út 18. desember 2016.

    Umsækjendur eru:

    Eiríkur Hilmarsson
    Halldóra María Elíasdóttir
    Lara Pázaándi
    Linda Lea Bogadóttir
    Róbert Grétar Gunnarsson
    Sveinbjörn F Arnaldsson
    Sævar Birgisson

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og varaformanni bæjarráðs að fara yfir þær umsóknir sem uppfylla skilyrði og ræða við þá umsækjendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Í erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, var óskað eftir afstöðu Fjallabyggðar til göngubrúar yfir Ólafsfjarðará, þar sem brúin sé að hruni komin. Samkv. aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, er göngubrúin ekki á skipulagðri gönguleið. Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.
    Töluverð hætta stafar af brúnni í dag og allt viðhald fram til þessa vegna brúarinnar hefur verið á vegum bæjarfélagsins.
    Á 479. fundi bæjarráðs, 13. desember 2016, var samþykkt að óska eftir kostnaðaráætlun við að láta fjarlægja brúna.

    Kostnaðaráætlun deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

    Bæjarráð samþykkir að bjóða bréfritara að taka við brúnni í því ástandi sem hún er endurgjaldslaust, að öðrum kosti samþykkir bæjarráð að láta fjarlægja brúna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Á 139. fundi bæjarstjórnar, 14. desember 2016, var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að atvinnumálanefnd yrði lögð niður frá og með 1. janúar 2017 og verkefni hennar falin bæjarráði og markaðs- og menningarnefnd. Jafnframt var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa til bæjarráðs, fullnaðarafgreiðslu á framlögðu erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi markaðs- og menningarnefndar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum erindisbréf markaðs- og menningarnefndar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Lögð fram til kynningar ályktun félagsmanna FT við Tónlistarskólann á Tröllaskaga, dagsett 14. desember 2016 varðandi stöðu kjarasamningsmála. Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 1.5 1610003 Gjaldskrár 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 a) Gjaldskrá leikskóla 2017
    Í samþykktri gjaldskrá er einingarverð vistunargjalds 3.250 p/klst
    ekki að öllu leyti rétt sett upp í samþykktri gjaldskrá.
    Bæjarráð samþykkir að uppsetning verð færð til samræmis við einingarverð.

    b) Gjaldskrá bókasafns 2017
    Í samþykktri gjaldskrá er tímalengd skammtímakorta sagður 1 mánuður, en á að vera þrír mánuðir.

    Bæjarráð samþykkir svo breytta skilgreiningu á skammtímakortum í gjaldskrá bókasafns fyrir árið 2017.

    c) Gjaldskrá tjaldsvæða 2017
    Í umfjöllun um gjaldskrá var ranglega haft til viðmiðunar að gjaldaliður fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega væri kr. 0 fyrir árið 2016, en hafði verið samþykktur 900 kr fyrir það ár.

    Bæjarráð samþykkir að gistinótt pr. ellilífeyrisþega og öryrkja verði kr. 1.000 fyrir árið 2017.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum leiðréttingu á gjaldskrám 2017 vegna leikskóla, bókasafns og tjaldsvæða.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Lögð fram til kynningar hvatning til stjórnenda sveitarfélaga frá Þroskahjálp, dagsett 7. desember 2016, til að huga að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt, þegar áætlanir í húsnæðismálum verða settar svo og reglur og/eða ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda. Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Lagt fram bréf frá Arctic Freeride ehf, dagsett 13. nóvember 2016, varðandi beiðni um leyfi til að gera vegslóða upp á Múlakollu.

    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Lagt fram erindi frá aðilum sem mættu á fund bæjarfélagsins 18. nóv. s.l. ráðhúsinu, til að fjalla um endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar.

    Jafnframt var lagt fram minnisblað markaðs- og menningafulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur um stöðu vinnu við endurskoðun menningarstefnu Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Eyþingi þar sem vakin er athygli á að Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Lagt fram til kynningar hugleiðingar frá framkvæmdastjóra Moltu ehf, dagsett 9. desember 2016, í tengslum við áramóta og nýársbrennur og nauðsyn þess fyrir Moltu ehf að hafa aðgang að timbri við ferlið í jarðgerðarstöðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Lögð fram til kynningar frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu lokadrög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem fer í birtingu á næstu dögum. Margar umsagnir bárust vegna draganna í umsagnarferlinu og reynt var að taka tillit til þeirra við yfirferð reglugerðarinnar í kjölfarið. Um er að ræða umhverfi sem er í mikilli mótun og mun framkvæmdin leiða í ljós hvað kemur til með að ganga vel og hvað má betur fara. Ráðuneytið þakkar jafnframt fyrir umsögn Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

    Í tengslum við erindi safnstjóra Síldarminjasafns Íslands ses. frá 17. maí 2016 samþykkti bæjarráð að leiðrétta álagningu fasteignaskatts á þrjár fasteignir á árunum 2015 og 2016, Bátaskemmu, Njarðarskemmu og Ásgeirsskemmu.
    Í erindi safnstjóra frá 17. nóvember 2016 er lögð fram ósk um að bæjarráð endurskoði einnig álagningu fasteignaskatts af Tjarnargötu 2, slippnum og Róaldsbrakka, Snorragötu 16.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð rekstrarsamnings sem gilda á fyrir 2017 til 2018. Drög að nýjum rekstrarsamningi verði lagður fyrir bæjarráð á nýju ári.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20. desember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð hafnarstjórnar frá 16. desember 2016 Bókun fundar Afgreiðsla 480. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22. desember 2016

Málsnúmer 1612007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22. desember 2016 Á 480 fundi bæjarráðs, 20. desember 2016 var samþykkt að fela bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og varaformanni bæjarráðs að fara yfir þær umsóknir sem uppfylltu skilyrði í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og ræða við þá umsækjendur.

    Minnisblað lagt fram til bæjarráðs vegna ráðningar í deildarstjórastöðu fræðslu- frístunda- og menningarmála
    Lagt er til við bæjarráð að Róbert Grétar Gunnarsson verði ráðinn í starfið.
    Jafnframt að bæjarstjóra verði falið að ræða við Róbert um ráðningartilhögun.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Róbert Grétar Gunnarsson í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að verða við ósk fráfarandi deildarstjóra að láta af störfum 1. febrúar 2017.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ráðningu Róberts Grétars Gunnarssonar í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    Bæjarstjórn býður Róbert Grétar Gunnarsson velkominn til starfa og þakkar Kristni J. Reimarssyni sem lætur af störfum 31. janúar 2017, fyrir vel unnin störf.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22. desember 2016 Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu vegna Leikhóla í Ólafsfirði.

    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 481. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22. desember 2016 Gámaeiningarnar sem voru notaðar við Leikskála á Siglufirði voru auglýstar á bilauppbod.is og hljóðar hæsta tilboð upp á kr. 1.285.000. Sölulaun eru kr. 45.000. Tilboðið er ekki bindandi fyrir Fjallabyggð en deildarstjóri tæknideildar leggur til að því verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum tilboð í gámaeiningar þær sem notaðar voru við Leikskála á Siglufirði.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 482

Málsnúmer 1701002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Lögð fram drög að samkomulagi milli Norðurorku og Fjallabyggðar um afláttarkjör á heitu vatni til sundlaugar í Ólafsfirði.

    Einnig kynnt áhrif samkomulags á útgjöld vegna kaupa á heitu vatni af Norðurorku.

    Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samkomulag við Norðurorku um afsláttarkjör á heitu vatni til sundlauga.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Lagt fram kaupsamningur um kaup á Lindargötu 2 Siglufirði af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, undirritaður í desember 2016 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

    Kaupverð er 22,5 m.kr. og greiðist með skuldabréfi til 25 ára.

    Bæjarráð samþykkir kaupsamning, afsal og skuldabréf og vísar til viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum kaup á fasteigninni Lindargötu 2 Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu vegna Leikhóla í Ólafsfirði.

    Á 481. fundi bæjarráðs 22. desember 2016, var afgreiðslu frestað.

    Tilboð í ræstingu Leikhóla voru opnuð 19. desember kl. 11:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Tómas Waagfjörð 9.045.813,-
    Minný ehf 9.831.786,-

    Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda og að miðað sé við að ræsting hefjist 16. janúar 2016.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að bjóða aftur út ræstingu fyrir Leikskála á Siglufirði, með vísun í innkaupareglur bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að samið verði við lægstbjóðanda í ræstingu leikskólans Leikhóla í Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2016.
    Innborganir nema 1.014,8 m.kr. sem er 94% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 1.074,7 m.kr..

    Einnig var lagt fram yfirlit fyrir sama tímabil með samanburð við níu önnur sveitarfélög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir nóvember 2016.
    Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til nóvember, 2016, er 8 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
    Tekjur umfram gjöld eru 115,6 millj. í stað 123,6 millj.
    Tekjur eru 41,4 millj. hærri en áætlun, gjöld 78,0 millj. hærri og fjármagnsliðir 28,6 millj. lægri.

    Stærstu frávik tengjast lægra útsvari, lægri hafnartekjum og hærra viðhaldi á fráveitu- og vatnsveitukerfum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Á grundvelli laga nr. 162 frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra, samþykkir bæjarráð að framlag vegna 2016, verði óbreytt kr. 360.000, og því verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, eftir kjörfylgi í Fjallabyggð í kosningum 2014.
    Framlög færist á fárhagsáætlunarlið 21810 og komi til greiðslu í janúar 2017.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum framlög til stjórnmálasamtaka í Fjallabyggð vegna ársins 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Í erindi eiganda húseignar að Tjarnargötu 8 Siglufirði, dagsett 31. desember 2016. er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna skipulags á landfyllingu norðan Hafnarbryggju.
    Skipulagslýsing var í auglýsingu frá 22. til 31.desember og barst athugasemd frá Herhúsfélaginu.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Lagt fram til kynningar bréf stjórnar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum til bæjarfulltrúa, dagsett 31. desember 2016.
    Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af gangi mála við gerð kjarasamnings, en tónlistarkennarar í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) hafa verið samningslausir í 14 mánuði.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Á 480. fundi bæjarráðs, 20. desember 2016, í tengslum við erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, var samþykkt að bjóða bréfritara að taka við brúnni í því ástandi sem hún er endurgjaldslaust, að öðrum kosti yrði brúin fjarlægð.

    Í bréfi til bæjarráðs, dagsett 29. desember 2016, afþakkar Haraldur boð bæjarráðs um að þiggja brúna að gjöf.

    Bæjarráð vísar í fyrri bókun og samþykkir að láta fjarlægja brúna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, var samþykkt að senda umsókn til Menntamálastofnunar um gerð ytra mats á starfi leikskólum Fjallabyggðar.

    Í svari Menntamálastofnunar, dagsett 2. janúar 2017, kemur fram að ákveðið hefur verið að gera ytra mat á starfsemi leikskóla Fjallabyggðar, haustið 2017.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hornbrekku frá 8. nóvember 2016 og 21. desember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð Eyþings frá 289. fundi, 16. desember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 16. desember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10. janúar 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Róta vegna fundar 19. desember 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 482. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

4.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016

Málsnúmer 1612005FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016 Afli í höfnum Fjallabyggðar 1/1 til 16/12 2016 og samanburður við sama tíma 2015.

    2016 Siglufjörður 23887tonn í 2204 löndunum.
    Ólafsfjörður 650tonn í 588 löndunum.

    2015 Siglufjörður 23611tonn í 2394 löndunum.
    2015 Ólafsfjörður 506tonn í 571 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar hafnarstjórnar staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016 Lagðar fram teikningar af nýrri þekju á Bæjarbryggju. Hafnarstjórn samþykkir framlagðar teikningar. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar hafnarstjórnar staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016 Hafnarstjóri fór yfir rekstur og tekjur Fjallabyggðarhafna. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar hafnarstjórnar staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 87. fundar hafnarstjórnar staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar hafnarstjórnar staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016 Hafnarstjóri fór yfir fjárframlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar hafnarstjórnar staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016 Lagður fram undirritaður samningur um löndunarþjónustu í Ólafsfjarðarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samning. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar hafnarstjórnar staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016 Lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar hafnarstjórnar staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 87. fundur - 16. desember 2016 Formaður hafnarstjórnar þakkar fráfarandi hafnarstjórn fyrir vel unnin störf og bíður nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Bókun fundar Afgreiðsla 87. fundar hafnarstjórnar staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1601102Vakta málsnúmer

Viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2016
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna kaupa á Lindargötu 2 Siglufirði.

Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka 9 við fjárhagsáætlun 2016.

6.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

a) Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fulltrúar á Landsþing Samb. ísl. sveitarfél. verði:
Steinunn María Sveinsdóttir S - lista
S. Guðrún Hauksdóttir D- lista
Til vara:
Ríkharður Hólm Sigurðsson S- lista
Helga Helgadóttir D-lista.

b) Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum eftirfarandi kjör í fulltrúaráð Eyþings.
Aðalmenn:
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
Steinunn María Sveinsdóttir S-lista
Til vara:
S. Guðrún Hauksdóttir D-lista
Ríkharður Hólm Sigurðsson S-lista

c) Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum eftirfarandi breytingu í afmælisnefnd 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar.
Í stað Arndísar Erlu Jónsdóttur komi Ásgeir Logi Ásgeirsson.

Fundi slitið - kl. 17:50.