Bæjarráð Fjallabyggðar

480. fundur 20. desember 2016 kl. 08:00 - 09:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála

Málsnúmer 1611090Vakta málsnúmer

Á 139. fundi bæjarstjórnar, 2. desember 2016, í tengslum við uppsögn Kristins J. Reimarssonar á starfi sem deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, var samþykkt að vísa beiðni hans um síðasta vinnudag til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þar til ljóst verður með ráðningu eftirmanns.

Sjö umsóknir bárust í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála en umsóknarfrestur rann út 18. desember 2016.

Umsækjendur eru:

Eiríkur Hilmarsson
Halldóra María Elíasdóttir
Lara Pázaándi
Linda Lea Bogadóttir
Róbert Grétar Gunnarsson
Sveinbjörn F Arnaldsson
Sævar Birgisson

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og varaformanni bæjarráðs að fara yfir þær umsóknir sem uppfylla skilyrði og ræða við þá umsækjendur.

2.Göngubrú yfir Ólafsfjarðará

Málsnúmer 1504048Vakta málsnúmer

Í erindi Haraldar Marteinssonar, dagsettu 17. nóvember 2016, var óskað eftir afstöðu Fjallabyggðar til göngubrúar yfir Ólafsfjarðará, þar sem brúin sé að hruni komin. Samkv. aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028, er göngubrúin ekki á skipulagðri gönguleið. Brúin stendur á einkalandi Kálfsár og Þóroddsstaða.
Töluverð hætta stafar af brúnni í dag og allt viðhald fram til þessa vegna brúarinnar hefur verið á vegum bæjarfélagsins.
Á 479. fundi bæjarráðs, 13. desember 2016, var samþykkt að óska eftir kostnaðaráætlun við að láta fjarlægja brúna.

Kostnaðaráætlun deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að bjóða bréfritara að taka við brúnni í því ástandi sem hún er endurgjaldslaust, að öðrum kosti samþykkir bæjarráð að láta fjarlægja brúna.

3.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar grein 46. - Atvinnumálanefnd

Málsnúmer 1611056Vakta málsnúmer

Á 139. fundi bæjarstjórnar, 14. desember 2016, var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að atvinnumálanefnd yrði lögð niður frá og með 1. janúar 2017 og verkefni hennar falin bæjarráði og markaðs- og menningarnefnd. Jafnframt var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa til bæjarráðs, fullnaðarafgreiðslu á framlögðu erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi markaðs- og menningarnefndar.

4.Launaþróun tónlistarkennara og staða kjaraviðræðna

Málsnúmer 1612002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun félagsmanna FT við Tónlistarskólann á Tröllaskaga, dagsett 14. desember 2016 varðandi stöðu kjarasamningsmála.

5.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Leiðréttingar vegna leikskóla, bókasafns og tjaldsvæða.
a) Gjaldskrá leikskóla 2017
Í samþykktri gjaldskrá er einingarverð vistunargjalds 3.250 p/klst
ekki að öllu leyti rétt sett upp í samþykktri gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir að uppsetning verð færð til samræmis við einingarverð.

b) Gjaldskrá bókasafns 2017
Í samþykktri gjaldskrá er tímalengd skammtímakorta sagður 1 mánuður, en á að vera þrír mánuðir.

Bæjarráð samþykkir svo breytta skilgreiningu á skammtímakortum í gjaldskrá bókasafns fyrir árið 2017.

c) Gjaldskrá tjaldsvæða 2017
Í umfjöllun um gjaldskrá var ranglega haft til viðmiðunar að gjaldaliður fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega væri kr. 0 fyrir árið 2016, en hafði verið samþykktur 900 kr fyrir það ár.

Bæjarráð samþykkir að gistinótt pr. ellilífeyrisþega og öryrkja verði kr. 1.000 fyrir árið 2017.

6.Húsnæðisáætlanir,stofnframlög og skyldur sveitafélaga gagnvart fötluðu fólki

Málsnúmer 1612022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar hvatning til stjórnenda sveitarfélaga frá Þroskahjálp, dagsett 7. desember 2016, til að huga að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt, þegar áætlanir í húsnæðismálum verða settar svo og reglur og/eða ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda.

7.Beiðni um leyfi til að gera vegslóða uppá Múlakollu

Málsnúmer 1612024Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Arctic Freeride ehf, dagsett 13. nóvember 2016, varðandi beiðni um leyfi til að gera vegslóða upp á Múlakollu.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

8.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer



Lagt fram erindi frá aðilum sem mættu á fund bæjarfélagsins 18. nóv. s.l. ráðhúsinu, til að fjalla um endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar.

Jafnframt var lagt fram minnisblað markaðs- og menningafulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur um stöðu vinnu við endurskoðun menningarstefnu Fjallabyggðar.

9.Ísland ljóstengt - Upplýsingar vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Eyþingi þar sem vakin er athygli á að Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli.

10.Áramóta og nýársbrennur

Málsnúmer 1612030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar hugleiðingar frá framkvæmdastjóra Moltu ehf, dagsett 9. desember 2016, í tengslum við áramóta og nýársbrennur og nauðsyn þess fyrir Moltu ehf að hafa aðgang að timbri við ferlið í jarðgerðarstöðinni.

11.Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.

Málsnúmer 1611015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu lokadrög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem fer í birtingu á næstu dögum. Margar umsagnir bárust vegna draganna í umsagnarferlinu og reynt var að taka tillit til þeirra við yfirferð reglugerðarinnar í kjölfarið. Um er að ræða umhverfi sem er í mikilli mótun og mun framkvæmdin leiða í ljós hvað kemur til með að ganga vel og hvað má betur fara. Ráðuneytið þakkar jafnframt fyrir umsögn Fjallabyggðar.

12.Ofrukkaður fasteignaskattur

Málsnúmer 1605063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Í tengslum við erindi safnstjóra Síldarminjasafns Íslands ses. frá 17. maí 2016 samþykkti bæjarráð að leiðrétta álagningu fasteignaskatts á þrjár fasteignir á árunum 2015 og 2016, Bátaskemmu, Njarðarskemmu og Ásgeirsskemmu.
Í erindi safnstjóra frá 17. nóvember 2016 er lögð fram ósk um að bæjarráð endurskoði einnig álagningu fasteignaskatts af Tjarnargötu 2, slippnum og Róaldsbrakka, Snorragötu 16.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð rekstrarsamnings sem gilda á fyrir 2017 til 2018. Drög að nýjum rekstrarsamningi verði lagður fyrir bæjarráð á nýju ári.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð hafnarstjórnar frá 16. desember 2016

Fundi slitið - kl. 09:00.