Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29.07.2014

Bæjarstjóri leggur til að menningarstefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af markaðs- og menningarnefnd og deildarstjóra.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að fylgja málinu eftir.
Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 07.08.2014

Bæjarráð samþykkti á 349. fundi sínum 29. júlí s.l. að menningarstefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt. Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Ábendingum nefndar- og embættismanna er vísað til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 23.10.2014

Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir þær athugasemdir við Menningarstefnu Fjallabyggðar, sem hann setti fram í minnisblaði til nefndarinnar. Í ljósi framkominna athugasemda telur nefndin að ekki þurfi að gera viðamiklar breytingar á Menningarstefnu Fjallabyggðar en tekur undir þá athugasemd að vinna þurfi langtímaáætlun um uppbyggingu á sviði menningarmála þar sem verkefnum verður forgangsraðað og þau tímasett.
Slík áætlun er grundvöllur til frekari ákvörðunartöku er lýtur að fjárframlagi til menningarmála.

Jafnframt telur nefndin mikilvægt að vinna við endurskoðun stefnunnar taki mið af markmiðum í menningarstefnu Eyþings frá 2013.

Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa og formanni nefndarinnar að vinna drög að endurskoðaðri menningarstefnu út frá þeim athugasemdum sem gerðar hafa verið.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 15.09.2016

Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fela Lindu Leu markaðs- og menningarfulltrúa að leiða vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar. Með henni í vinnuhóp verða Arndís Erla Jónsdóttir og Ægir Bergsson. Nefndin hvetur til þess að leitað verði eftir áliti menningarstofnana, félagasamtaka og áhugafólks í þessari vinnu. Stefnt skal að því að vinnunni verði lokið í byrjun desember.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20.10.2016

Lagt fram
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á Menningarstefnu Fjallabyggðar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 09.11.2016

Lagt fram
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar. Kynningarfundur verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 17:00 þar sem vinna og undirbúningur að hinni nýju menningarstefnu Fjallabyggðar verður kynnt og vinnuhópar myndaðir til áframhaldandi vinnu. Hvetur nefndin alla hlutaðeigandi aðila til að mæta á fundinn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20.12.2016



Lagt fram erindi frá aðilum sem mættu á fund bæjarfélagsins 18. nóv. s.l. ráðhúsinu, til að fjalla um endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar.

Jafnframt var lagt fram minnisblað markaðs- og menningafulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur um stöðu vinnu við endurskoðun menningarstefnu Fjallabyggðar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 29. fundur - 16.01.2017

Afgreiðslu frestað
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á menningarstefnu sveitarfélagsins.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 07.03.2018

Menningarstefna Fjallabyggðar er í endurskoðun. Drög lögð fram til kynningar. Umræðu frestað til næsta fundar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 42. fundur - 04.04.2018

Árið 2016 var stofnaður stýrihópur af þáverandi Markaðs- og menningarnefnd sem vann fyrstu drög að endurnýjaðri menningarstefnu. Mikilvægt er að halda þessari vinnu áfram. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að settur verði saman vinnuhópur sem klárar þessa vinnu með það fyrir augum að gefa út nýja Menningarstefnu Fjallabyggðar á árinu 2018. Í vinnuhópnum ætti fulltrúi Markaðs- og menningarnefndar sæti, markaðs- og menningarfulltrúi og þrír fulltrúar sem koma að menningarmálum í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 554. fundur - 02.05.2018

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála sat undir þessum lið.

Á fundi bæjarstjórnar þann 18. apríl sl. var samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarráði. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að unnið verði að gerð menningarstefnu sveitarfélagsins og hún gefin út árið 2018. Skipaður verði vinnuhópur með fulltrúa nefndarinnar, markaðs- og menningarfulltrúa og þremur aðilum sem koma að þjónustu við ferðamenn.

Deildarstjóri fór yfir fyrirhugað fyrirkomulag á vinnu starfshópsins og tímaáætlun.

Bæjarráð samþykkir að fresta skipan vinnuhóps þar til að ný bæjarstjórn hefur verið kjörin.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 05.12.2019

Gildandi menningarstefna Fjallabyggðar er útgefin árið 2009. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að farið verði í endurgerð stefnunnar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að koma með hugmynd að næstu skrefum í vinnunni.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 04.03.2020

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir fyrstu drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að vinna drögin áfram samkvæmt umræðu fundarins.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 66. fundur - 19.08.2020

Fyrir liggur að ljúka endurskoðun á Menningarstefnu Fjallabyggðar. Nefndarmenn ákváðu næstu skref í vinnunni.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 07.10.2020

Unnið að endurskoðun á Menningarstefnu Fjallabyggðar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 69. fundur - 11.11.2020

Markaðs- og menningarnefnd hefur endurskoðað Menningarstefnu Fjallabyggðar sem byggist á útgáfu stefnunnar frá 2009. Markaðs- og menningarnefnd vísar endurskoðaðri menningarstefnu til bæjaráðs til umfjöllunar og samþykktar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 675. fundur - 17.11.2020

Lögð fram drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fjallabyggðar.

Einnig lögð fram bókun 69. fundar markaðs- og menningarnefndar þar sem nefndin vísar endurskoðaðri Menningarstefnu Fjallabyggðar til umfjöllunar og samþykktar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir drögin og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.