Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

27. fundur 20. október 2016 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Jakob Kárason varamaður, S lista
  • Ólafur Jónsson varaáheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður S-lista boðaði forföll og mætti Jakob Kárason varamaður í hennar stað.
Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista boðaði forföll og mætti Ólafur Jónsson vara-áheyrnarfulltrúi í hennar stað.

1.Málefni bókasafns, haust 2016

Málsnúmer 1610061Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona og fór yfir málefni bóka- og héraðsskjalasafnsins auk upplýsingamiðstöðvar.

Hvað varðar upplýsingamiðstöðina þá þarf í ljósi gífurlegrar aukningar ferðamanna til Fjallabyggðar að endurskoða opnunartíma. Huga þarf betur að samnýtingu á búnaði, aðstöðu og starfsfólki upplýsingamiðstöðvar og bókasafns.

Er varðar bókasafnið í Ólafsfirði þarf að taka til skoðunar skiptingu fjármagns til bókasafnsins og annarar starfsemi sem fer fram í húsinu, s.s. fundir og þjónusta sem starfsmaður safnsins er að veita fyrir hönd stjórnsýslunnar.

Töluverð aukin umsvif eru á Héraðsskjalasafninu þar sem sífellt fleiri eru að færa safninu einkaskjalasöfn og er lítið pláss eftir til að taka við fleiri skjölum. Mjög brýnt er að fara huga að varanlegri lausn í því sambandi.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að fjármagn til starfsemi bóka- og héraðsskjalasafns auk upplýsingamiðstöðvar verði aukið svo hægt sé að halda úti lögbundinni þjónustu.

2.Upplýsingaskilti á útsýnissvæði fyrir ofan Siglufjörð

Málsnúmer 1610009Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Upplýsingaskilti sem er við innkomu á Siglufjörð að norðanverðu er í eigu þriðja aðila. Fyrir liggur beiðni um endurnýjun á samningi.
Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að samningurinn verði ekki endurnýjaður og telur eðiliegt að upplýsingaskilti og götukort séu í eigu sveitarfélagsins.

3.Hátíðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1602031Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Lagt fram uppgjör frá Berjadögum 2016.
Einnig var lagt var fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa varðandi Trilludaga um að þeir verði haldnir aftur á árinu 2017. Nefndin leggur til að haldinn verði fundur með öllum þeim sem komu að Trilludögum 2016 og línur lagðar fyrir næsta ár.

4.Jól og áramót 2016/2017

Málsnúmer 1610057Vakta málsnúmer

Samþykkt
Umræða um væntanleg hátíðarhöld og árlega viðburði tengda jólum og áramótum.
Nefndin samþykkir að kveikt verði á jólatrjám sem hér segir;
í Ólafsfirði laugardaginn 26. nóvember og á Siglufirði sunnudaginn 27. nóvember.

5.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Lagt fram
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á Menningarstefnu Fjallabyggðar.

6.Starfsemi Tjarnarborgar

Málsnúmer 1610067Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagðar fram greinargerðir frá umsjónarmanni Tjarnarborgar.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar Snjólaug Ástu Sigurfinnsdóttur fyrir upplýsingarnar.

7.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Lagðar fram tillögur að gjaldskrárhækkunum fyrir árið 2017 vegna eftirtalinna stofnana; Menningarhúsið Tjarnarborg, Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og tjaldsvæði.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti hækkanir á gjaldskrám fyrir Tjarnarborg og tjaldsvæði en leggst gegn því að gjald á bókasafnsskírteinum verði hækkað.

8.Rekstraryfirlit ágúst 2016

Málsnúmer 1610045Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - ágúst 2016. Menningarmál: Rauntölur, 56.849.377 kr. Áætlun, 57.677.515. kr. Mismunur; 828.138 kr. Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 2.875.748 kr. Áætlun 7.491.536 kr. Mismunur; 4.615.788 kr.

Fundi slitið - kl. 18:30.