Fundur starfsmanna FT við Tónlistarskólann á Tröllaskaga 13. desember 2016

Málsnúmer 1612002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 06.12.2016

Lagt fram til kynningar fundarboð til bæjarfulltrúa Fjallabyggðar, frá félagsmönnum FT við Tónlistarskólann á Tröllaskaga, 13. des 2016, kl. 11.00 í tónlistarskólanum á Dalvík.
Efni fundarins er samtal um launaþróun tónlistarkennara og stöðu kjaraviðræðna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20.12.2016

Lögð fram til kynningar ályktun félagsmanna FT við Tónlistarskólann á Tröllaskaga, dagsett 14. desember 2016 varðandi stöðu kjarasamningsmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10.01.2017

Lagt fram til kynningar bréf stjórnar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum til bæjarfulltrúa, dagsett 31. desember 2016.
Þar er lýst yfir þungum áhyggjum af gangi mála við gerð kjarasamnings, en tónlistarkennarar í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) hafa verið samningslausir í 14 mánuði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 483. fundur - 17.01.2017

Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dagsett 9. janúar 2017, til sveitarstjórnarmanna.

Einnig athugasemdir KÍ, dagsettar 7. janúar 2017, við yfirlýsingu samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í kjaraviðræðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21.02.2017



Föstudaginn 10. febrúar s.l. var miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum samþykkt.

Lagt fram til kynningar.