Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.

Málsnúmer 1611015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett á vefinn til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:
https://www.atvinnuvegaraduneyti.is/idnadar-og-vidskiptamal/frettir/nr/9270

Frestur er veittur til þess að senda inn umsagnir til 15. nóvember nk.

Bæjarráð óskar umsagnar deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22.11.2016

Lagt fram uppkast að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14. nóvember 2016, um drög að nýrri reglugerð m heimagistingu.

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt og telur mikilvægt að tekið verði tillit til athugasemda sem sett eru fram í væntanlegri umsögn.

Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í uppkasti að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20.12.2016

Lögð fram til kynningar frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu lokadrög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem fer í birtingu á næstu dögum. Margar umsagnir bárust vegna draganna í umsagnarferlinu og reynt var að taka tillit til þeirra við yfirferð reglugerðarinnar í kjölfarið. Um er að ræða umhverfi sem er í mikilli mótun og mun framkvæmdin leiða í ljós hvað kemur til með að ganga vel og hvað má betur fara. Ráðuneytið þakkar jafnframt fyrir umsögn Fjallabyggðar.