Bæjarráð Fjallabyggðar

473. fundur 08. nóvember 2016 kl. 08:00 - 10:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils 2016

Málsnúmer 1603055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 31. október 2016.
Innborganir nema kr. 827,9 milljónum sem er 97% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 873,2 milljónum.

Einnig var lagt fram yfirlit með samanburði við sjö önnur sveitarfélög fyrir sama tímabil.

2.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Á 27. fundi markaðs- og menningarnefndar, 20. október 2016, voru
lagðar fram tillögur að gjaldskrárhækkunum fyrir árið 2017 vegna
Menningarhússins Tjarnarborgar, Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og tjaldsvæða.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkti fyrir sitt leyti hækkanir á gjaldskrám fyrir Tjarnarborg og tjaldsvæði en lagðist gegn því að gjald á bókasafnsskírteinum yrði hækkað.

137. fundur bæjarstjórnar, 26. október 2016, samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa niðurstöðu markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gjald á bókasafnsskírteinum verði samkvæmt framlagðri tillögu sem lögð var fyrir markaðs- og menningarnefnd.

3.Erindi, tillögur og/eða ábendingar v. fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1610023Vakta málsnúmer

Teknar til umfjöllunar tillögur og/eða ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2017.

a. Helgi Jóhannsson

1. Svæðið austan við Tjarnarborg verði tekið í gegn t.d. hellulagt. Tengt betur við brekkuna sunnan við sem er oft notuð t.d. á 17.júní og sjómannadaginn.
2. Hurð söguð á suðurstafninn og þá er komið betra aðgengi út á pallinn.
3. Byggja létt skýli yfir núverandi pall.
4. Minni á tillögu mína frá í fyrra með að setja niður tvö varanleg tréhús ca 9 fm sunnan Tjarnarborgar til að nota við ýmis tækifæri.

Vegna liða 1 til 4 vill bæjarráð upplýsa að áfram verði haldið með endurbætur í Tjarnarborg og á m.a. að endurgera eldhúsaðstöðu og fleira á næsta ári fyrir tíu milljónir kr.

5. Malbika vegslóða að tjaldsvæðinu í Ólafsfirði.

Malbikun á vegslóðanum er á framkvæmdaáætlun 2017.

6. Hvar eru framkvæmdirnar á tjaldsvæðinu sem átti að fara í s.s. grillhúsið.

Á árinu 2015, var stór hluti tjaldsvæðisins hækkaður og tyrftur, og á næsta ári verður lokið við grillaðstöðu og fleira.

7. Setja meira fjármagn í "jólabæinn Ólafsfjörð". Að bærinn auki við jólaskreytingar og fái íbúa með sér í lið í samstarfi við þann hóp einstaklinga sem sett hafa upp viðburð í desember í Ólafsfirði.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

8. Löngu tímabært að gert verði átak í að malbika göngustíga, gamla sem nýja.

Gert er ráð fyrir malbikun göngustíga í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins á næsta ári.

9. Gert verði raunverulegt átak í að þurrka upp svæðið og laga, sem er vestan- og sunnan við bílastæði íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði.

Bæjarráð þakkar góða ábendingu og bendir á að gert er ráð fyrir að fara í lagfæringu á þessu svæði á næsta ári.

10. Svæðið/planið vestan við Samkaup í Ólafsfirði verði hreinsað. Akvegur milli hafnasvæða færður nær grjóthleðslu og gerður göngustígur. Reynt verði að gera hafnarsvæðið meira aðlaðandi. Gera má t.d. afmarkað plan að sem hægt er að vera með gamlar ljósmyndir af höfninni og sögu útgerðar í Ólafsfirði.

Bæjarráð tekur undir að hreinsa þarf ofangreint svæði og upplýsir að tengivegur milli Aðalgötu og hafnarsvæðis verður malbikaður á næsta ári. Þá óskar bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um hreinsun bílhræja og annars úrgangs á svæðinu.

b. Hestamannafélagið Gnýfari
1. Eftir er að ganga betur frá framræstingu á svæðinu við Brimvelli þannig að vatnið komist leiðar sinnar út í sjó, sérstaklega í leysingum á vorin, en sé ekki heft ofan vega og jarðvegshauga og skapi þannig vanda fyrir húseigendur á svæðinu.

2. Frágangur á svæðinu vestan óss í Ólafsfirði, eftir að jarðgangaframkvæmdum lauk.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna ábendinganna.

c. Elsa Guðrún Jónsdóttir

Malbikun á gönguskíðahringnum í Ólafsfirði, 3,3 km, sem yrði til þess að hann yrði einnig nýttur á sumrin.

Bæjarráð þakkar ábendinguna, en sér sér ekki fært að framkvæma verkið á næsta ári.

d. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
1. Aðalvöllur KF Ólafsfirði - endurbætur á syðsta hluta aðalvallar.
2. Sjoppuaðstaða á Ólafsfjarðarvelli.
3. Framtíðarsýn vegna vetraraðstöðu - kostnaðargreining á innanhússvelli með gervigrasi, ásamt frjálsíþróttaaðstöðu o.fl. tengdu íþróttastarfi yfir vetrartímann.
4. Endurbætur á stúkuaðstöðu á Ólafsfjarðarvelli.
5. Bílastæði við vallarhús Ólafsfirði.

Bæjarráð þakkar ábendingarnar.
1. Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
2. Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati á að lagfæra núverandi húsnæði eða staðsetja gámaeiningu við völlinn.
3. Bæjarráð bendir á að slík framkvæmd kosti hundruði milljóna og er ekki á færi bæjarfélagsins að svo stöddu.
4. Bæjarráð bendir á að endurbætur á stúkuaðstöðunni eru á höndum KF samkvæmt rekstrarsamningi.
5. Bæjarráð sér sér ekki fært að framkvæma verkið á næsta ári, en bendir á að þessi framkvæmd sé í framtíðar framkvæmdaplönum bæjarfélagsins.

e. Anna Hermína Gunnarsdóttir
1. Kaldavatnskör í íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, varðandi kostnað.

Bæjarráð samþykkir kaup og uppsetningu á kaldavatnskörum við báðar sundlaugar bæjarfélagsins.

2. Endurbætur á þaki og loftræstikerfi íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði
Í viðhaldsáætlun bæjarfélagsins er gert ráð fyrir lagfæringu á þaki og sal íþróttahússins.
Óskað er eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi loftræstikerfið.

3. Endurbætur á bráðabirgðatengigangi milli sundlaugar og íþróttahúss á Siglufirði.
Bæjarráð sér sér ekki fært að framkvæma endurbætur á bráðabirgðatengigangi að svo stöddu.

4.Erindum vísað til fjárhagsáætlunar 2017

Málsnúmer 1601101Vakta málsnúmer



Tekin til afgreiðslu erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

1. Sveinn Andri Jóhannsson
Endurnýjun á sjoppuskúr við knattspyrnuvöll.

Bæjarráð hefur óskað eftir kostnaðarmati á að lagfæra núverandi húsnæði eða staðsetja gámaeiningu við völlinn.

2. Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar
Áskorun UÍF þess efnis að Fjallabyggð verði Heilsueflandi samfélag.

Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning að innleiðingu verkefnisins á næsta ári.

3. Velferðavaktin
Hvatning Velferðarvaktarinnar til sveitarstjórna, skólanefnda, skólaskrifstofa og skólastjóra, um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki.

Bæjarráð gerir ráð fyrir ritfangakaupum í fjárhagsáætlun ársins 2017 og felur skólastjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að skila útfærslu á þessum útgjaldalið til bæjarráðs.

4. Bergdís Helga Sigursteinsdóttir
Skorað er á bæjaryfirvöld að þau komi upp leikvelli við Hlíðarveg í Ólafsfirði.

Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar um stöðu leikvalla í bæjarfélaginu.

5. Umhverfisstofnun
Endurskoðun á áætlun hafna Fjallabyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 12. apríl 2013.

Gert er ráð fyrir þessum þætti í gjaldskrá hafnarsjóðs.

6. Guðný Helga Kristjánsdóttir
Beiðni um að partur af gangstétt við Túngötu á Siglufirði verði lagaður og að fyllt verði upp í rennu milli götu og gangstéttar.

Bæjarráð tekur undir þessa ábendingu.
Fyrir liggur að taka þarf upp viðræður við Vegagerðina þar sem Túngata er á ábyrgð hennar sem þjóðvegur í þéttbýli.

7. Sumarhúsaeigendur á Saurbæjarási, Ágúst Hilmarsson og Kristján Hauksson
Varðar ágang sauðfjár og ósk um að bæjaryfirvöld framfylgi reglum um búfjárhald í þéttbýli.
Skipulags- og umhverfisnefnd lagði til að girt yrði betur afmörkun þéttbýlisins við Saurbæjarás.

Í fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kostnaði við girðingu sem eflir sauðfjárvarnir á svæðinu.

8. Undirskriftarlisti 248 íbúa Fjallabyggðar
Að lokið verði við gerð malbikaðs göngustígs meðfram austurbakka Ólafsfjarðarvatns, fram að landamerkjum að Hlíð.

Gert er ráð fyrir fjármagni í göngustíga á fjárhagsáætlun 2017.

9. Félag eldri borgara Ólafsfirði
Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að námskeiðahaldi.

Bæjarráð bíður niðurstöðu úttektar á dægradvöl aldraðra í bæjarfélaginu.

10. Félag eldri borgara Siglufirði
Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að námskeiðahaldi.

Bæjarráð bíður niðurstöðu úttektar á dægradvöl aldraðra í bæjarfélaginu.

11. Skipting á gúmmíkurli í sparkvöllum bæjarfélagsins.
Fyrir liggur að skipt verður um gervigrasið á næsta ári.

12. Hestamannafélagið Gnýfari
Sótt er um styrk vegna kaldavatnsinnstaks að Faxavöllum 9 miðað við 40mm inntak.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

13. Skíðafélag Ólafsfjarðar
Óskað er eftir því við Fjallabyggð að endurnýja innkeyrsluhurð á troðaraskemmunni í Tindaöxl í Ólafsfirði.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðni um endurnýjun innkeyrsluhurðar á troðaraskemmunni.

14. Endurnýjun tækja í báðum líkamsræktarstöðvum Fjallabyggðar.

Bæjarráð upplýsir að líkamsræktartæki voru endurnýjuð í báðum líkamsræktum bæjarfélagsins á árinu 2016.

15. Stefanía Sigurbjörnsdóttir
Eigandi að Lindargötu 17 Siglufirði óskar eftir því að bæjarfélagið lagfæri bakkann á lóðarmörkum Lindargötu og Suðurgötu með steyptum vegg.
Umsögn deildarstjóra tæknideildar liggur fyrir.

Bæjarráð upplýsir að gert er ráð fyrir fjármagni í þessa framkvæmd á fjárhagsáætlun ársins 2017.

5.Ísland ljóstengt - Upplýsingar frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer

Á 466. fundi bæjarráðs, 20. september 2016, var lagt fram til kynningar erindi frá Mílu, þar sem fram kemur að fyrirtækið er tilbúið að veita sveitarfélögum ráðgjöf og upplýsingar varðandi alla þætti sem snúa að ljósleiðaravæðingu.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um stöðu nettenginga í Fjallabyggð.

Umsögn lögð fram.

Í umsögn kemur m.a. fram að öll heimili í Ólafsfirði eiga að vera komin með ljósnet skv. upplýsingum frá Mílu. Á Siglufirði er eftir að tengja um 150 hús við ljósnetið en það er á áætlun 2016 skv. heimasíðu. Ljósleiðari er einungis í nokkrum stofnunum bæjarins frá Tengi. Tengir er að vinna í að koma ljósleiðara í nyrsta hluta íbúðarhúsnæðis á Dalvík á þessu ári. Deildarstjóri tæknideildar ræddi við forstjóra Tengis varðandi framtíðaráætlanir þeirra í Fjallabyggð og lýsti hann yfir áhuga um að koma ljósleiðara í íbúðarhúsnæði í Fjallabyggð. Mögulega væri hægt að byrja á Ólafsfirði árið 2017.

6.Heitt vatn í sveitina í Ólafsfirði

Málsnúmer 1609083Vakta málsnúmer

Á 467. fundi bæjarráðs, 27. september 2016, var tekið fyrir erindi áhugahóps um lagningu heitavatnsæðar fram sveitina, austan Ólafsfjarðarvatns.
Óskað var eftir því að bæjarráð taki til skoðunar hvort Fjallabyggð geti boðið óúthlutaðar frístundalóðir í Hólkotslandi með heitu vatni.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Umsögn lögð fram.

Í umsögn kemur m.a. fram að þó nokkur áhugi hefur verið á lóðum í Hólkoti og hefur verið óskað eftir því að skipulagðar verði fleiri lóðir austan við núverandi hverfi. Þannig væri hægt að skipuleggja 14 lóðir í viðbót og að ef lóðarhafar gætu keypt heitavatnstengingu hjá Norðurorku þá yrðu lóðirnar enn eftirsóttari. Áætlaður kostnaður vegna skipulagsvinnu við stækkun á frístundahúsasvæðinu er 600.000 - 800.000, einnig þyrfti að gera veg austan við núverandi svæði en gatnagerðargjöld af seldum lóðum myndi standa straum af þeim kostnaði.

7.Sala á bifreiðum Slökkviliðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 1610082Vakta málsnúmer

Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, voru til umfjöllunar tilboð í tvær bifreiðar Slökkviliðs Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkti að selja bifreiðirnar hæstbjóðanda og að greiðsla þurfi að vera innt af hendi við undirskrift, eigi síðar en 4. nóvember 2016.

Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála upplýsti bæjarráð um að greiðsla hefði ekki borist frá hæstbjóðanda í Benz Unimog.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að auglýsa þá bifreið aftur til sölu.

8.Málefni bókasafns, haust 2016

Málsnúmer 1610061Vakta málsnúmer

Á 27. fundi Markaðs- og menningarnefndar, 20. október 2016, samþykkti nefndin að leggja til að fjármagn til starfsemi bóka- og héraðsskjalasafns auk upplýsingamiðstöðvar yrði aukið svo að hægt væri að halda úti lögbundinni þjónustu.
137. fundur bæjarstjórnar, 26. október 2016, samþykkti að vísa þessum lið til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð frestar umfjöllun þessa máls, þar sem umsögn liggur ekki fyrir.

9.Nýr rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1610089Vakta málsnúmer

Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, var fjallað um fréttatilkynningu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, um undirritun rammasamnings um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn forstöðumanns Hornbrekku Rúnars Guðlaugssonar.

Umsögn lögð fram.

Í umsögn kemur m.a. fram að samkvæmt samningnum hækka greiðslur fyrir dvalarrými um 9,0% og hjúkrunarrými um 5,4%, og lífeyrisskuldbindingar eru yfirteknar af hálfu ríkisins. Forstöðumaður telur rétt að Hornbrekka gerist aðili að samningnum.

Bæjarráð fagnar nýjum rammasamningi um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila.

10.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017

Málsnúmer 1609039Vakta málsnúmer

Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 31. október 2016 um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar.
Um er að ræða 135 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 62 tonn fyrir Siglufjörð.
Er það samtals 114 þorskígildistonnum minna en á síðasta fiskveiðiári.

Vilji bæjarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum fyrir 30. nóvember 2016.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.

11.Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi Skógræktarfélags Siglufjarðar

Málsnúmer 1611006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar, dagsett 29. október 2016, þar sem óskað er eftir endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi bæjarins og skógræktarfélagsins svo og hækkun á rekstrarframlagi. Jafnframt er bæjarfélaginu þakkaður stuðningur í gegnum tíðina og sérstaklega vegna framkvæmda síðasta sumars.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við skógræktarfélagið.

12.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar afgreiðsla sveitarstjórnar Hörgársveitar sem fjallaði um erindi Fjallabyggðar vegna málefna Menntaskólans á Tröllaskaga á fundi sínum þann 27. október sl.

Hörgársveit samþykkti að taka þátt í kostnaði við byggingaframkvæmdir við MTR og þátttöku í leigu á húsnæði fyrir kennsluaðstöðu.

13.Erindi Hrannar Einarsdóttur

Málsnúmer 1611012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hrannar Einarsdóttur, dagsett 30. október 2016, þar sem kvartað er undan hávaða frá líkamsræktarsalnum í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði, sundlaugargestum til mæðu.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

14.1Blárstrengur - umsókn um styrk

Málsnúmer 1611013Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkumsókn vegna átaksverkefnis sem meistaranemar á Heilbrigðisvísindasviði í Háskólanum á Akureyri eru að vinna að. Verkefnið snýr að því að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn drengjum en rannsóknir sýna að 1 af hverjum 6 verður fyrir því. Fyrirhugað er að halda ráðstefnu í kringum málefnið í Háskólanum á Akureyri í vor og fá tvo erlenda gestafyrirlesara auk þess verður vinnusmiðja í tengslum við ráðstefnuna.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 35 þúsund, sem komi til greiðslu 2017, verði ráðstefnan haldin.

15.Ársfundur Náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar

Málsnúmer 1611014Vakta málsnúmer

19. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa, verður haldinn í Hvalfjarðarsveit 10. nóvember 2016.
Lagt fram til kynningar.

16.Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.

Málsnúmer 1611015Vakta málsnúmer

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett á vefinn til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:
https://www.atvinnuvegaraduneyti.is/idnadar-og-vidskiptamal/frettir/nr/9270

Frestur er veittur til þess að senda inn umsagnir til 15. nóvember nk.

Bæjarráð óskar umsagnar deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.

17.Umsögn sambandsins um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks

Málsnúmer 1611016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til Velferðarráðuneytisins, dagsett 28. október 2016 er varðar lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks.

Bæjarráð tekur undir umsögn sambandsins, þar sem talið er óæskilegt að þrýsta sveitarfélögum inn í samstarfsform sem áhugi þeirra stendur ekki til.

18.Kjarasamningur við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum - launakönnun FT okt.

Málsnúmer 1611017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. nóvember 2016, varðandi viðræður við samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem hafa staðið yfir síðan haustið 2015, án árangurs.

Viðræður við samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafa staðið yfir síðan haustið 2015, án árangurs.

Til að þoka málum áfram hefur verið ákveðið að greina samsetningu launa félagsmanna með því að kalla eftir upplýsingum um launaröðun, prófgráðu, símenntun, viðbótarmenntun, pottlaunaflokka og fleira sem máli skiptir.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að fylgja erindinu eftir.

19.Landsþing og fjármálaráðstefna 2017

Málsnúmer 1611018Vakta málsnúmer

Lagt fram til upplýsingar tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 24. mars 2017 á Grand Hóteli í Reykjavík og fjármálaráðstefna sveitarfélaga verði haldin dagana 5. og 6. október 2017 á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.

20.Fróðleikur um íbúasamráð í Svíþjóð

Málsnúmer 1611019Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar fróðleikur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráð í Svíþjóð.

21.Fundur formanns sambandsins með starfshóp um endurskoðun rekstrarfyrirkomulags flugvalla

Málsnúmer 1611020Vakta málsnúmer

Lagðir fram til upplýsingar punktar formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi sem hann átti með starfshópi til að endurskoða rekstrarfyrirkomulag flugvalla.

22.Líkamsræktir, Siglufirði og Ólafsfirði

Málsnúmer 1511002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, dagsett 10. október 2016, þar sem stjórn UÍF óskar Fjallabyggð til hamingju með endurbætta aðstöðu líkamsræktarstöðva Fjallabyggðar svo og glæsilegan tækjakost.

Bæjarráð þakkar ÚÍF fyrir bréfið.

23.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1609008Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, dagsett 10. október 2016, þar sem stjórn UÍF óskar bæjarráði og Fjallabyggð til hamingju með að vísa verkefninu heilsueflandi samfélag til gerðar fjárhagsáætlunar og hlakkar til að taka þátt í og stuðla að framgangi verkefnisins.

Bæjarráð þakkar ÚÍF fyrir bréfið.

24.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, dagsett 10. október 2016, þar sem stjórn UÍF óskar eftir því að fá að taka þátt og koma að endurskoðun á reglum um húsaleigustyrki (frítíma) sem fræðslu- og frístundanefnd hafði lagt til.

25.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
Fræðslu- og frístundanefnd frá 31. október 2016
Undirkjörstjórn Siglufirði frá 24. október 2016
Undirkjörstjórn Siglufirði frá 28. október 2016
Félagsmálanefnd frá 1. nóvember 2016
Undirkjörstjórn Ólafsfirði frá 28. október 2016
Undirkjörstjórn Ólafsfirði frá 29. október 2016
Skipulags- og umhverfisnefnd frá 2. nóvember 2016

26.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2016

Málsnúmer 1601008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 28. október 2016.

Fundi slitið - kl. 10:30.