Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017

Málsnúmer 1609039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 6. september 2016, þar sem ráðuneytið gefur bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 10. október n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um fyrir Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Lagðar fram til kynningar umsóknir Fjallabyggðar til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsettar 4. október 2016, um byggðakvóta fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð, fiskveiðiárið 2016 - 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 31. október 2016 um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar.
Um er að ræða 135 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 62 tonn fyrir Siglufjörð.
Er það samtals 114 þorskígildistonnum minna en á síðasta fiskveiðiári.

Vilji bæjarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum fyrir 30. nóvember 2016.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22.11.2016

Bæjarráð tók til umfjöllunar á fundi sínum 22. nóvember 2016, úthlutun byggðakvóta.

Samkvæmt reglum þarf bæjarstjórn að óska eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 30. nóvember 2016. Samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagins fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 koma 135 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 62 þorskígildistonn til Siglufjarðar, sem er skerðing um 114 þorskígildistonn frá síðustu úthlutun.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skulu öll skip og bátar sem uppfylla ákvæði 1. gr. reglugerðarinnar eiga rétt á 2.000 þorskígildiskílóa úthlutun óháð afla þeirra á fiskveiðiárinu 2015/2016. Auk þess skal því aflamarki sem eftir stendur skipt hlutfallslega milli sömu skipa og báta miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 20 þorskígildistonn.

b) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður áfram:

Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017.


Jafnframt var lögð fram til kynningar staða á veiddum byggðakvóta vegna síðasta fiskveiðiárs.