Bæjarráð Fjallabyggðar

469. fundur 11. október 2016 kl. 08:00 - 10:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Uppsagnir í Arionbanka í Fjallabyggð

Málsnúmer 1609095Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

2.Rekstrarsamningur Síldarminjasafns Íslands og Fjallabyggðar

Málsnúmer 1409045Vakta málsnúmer

Safnstjóri, Aníta Elefsen mætir á fundinn.
Á 466. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 20. september 2016, var tekið fyrir erindi frá Síldarminjasafni Íslands, dagsett 8. september 2016, vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi milli þess og bæjarfélagsins. Óskað var eftir fundi með forsvarsmönnum bæjarfélagsins í byrjun október til þess að fara yfir núverandi samning og ræða endurnýjun hans.
Bæjarráð samþykkti að verða við erindinu.
Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Hilmar Elefsen mætti í hennar stað.

Á fund bæjarráðs mættu safnstjóri Síldarminjasafns Íslands ses, Aníta Elefsen og formaður stjórnar Guðmundur Skarphéðinsson og kynntu starfsemi safnsins.

Bæjarráð þakkar góða kynningu á sögu og starfsemi safnsins.
Endurnýjun rekstrarsamnings verður til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

3.Breyting á launaáætlun vegna kjarasamninga

Málsnúmer 1609017Vakta málsnúmer

Á 468. fundi bæjarráðs, 4. október 2016 var óskað eftir því í tengslum við breytingu á launaáætlun að skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóri fjölskyldudeildar kæmu á næsta fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs komu skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson.

Bæjarráð samþykkir beiðni skólastjóra GF um aukið starfshlutfall við lengda viðveru nemenda. Bæjarfélagið hefur sótt um framlög vegna þessa stöðugildis til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reiknað er með svari síðar á þessu ári.

Bæjarráð samþykkir að vísa framkominni tillögu að breytingu á launaáætlun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

4.Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli

Málsnúmer 1410044Vakta málsnúmer

Lögð fram 1. fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, frá 7. október 2016, sem er í 12 dagskrárliðum.
Einnig var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 7. október 2016, um hvatagreiðslur hjá Dalvíkurbyggð og frístundastyrki hjá Fjallabyggð og hvort og þá með hvaða hætti væri hægt að samræma upphæðir.

Bæjarráð leggur áherslu á að farið sé eftir stofnsamningi aðila um Tónlistarskólann á Tröllaskaga og ítrekar að fjárhagsáætlun skólans þarf samþykki bæjar- og byggðaráðs.

5.Staðgreiðsla tímabils 2016

Málsnúmer 1603055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2016.
Innborganir nema kr. 744,2 milljónum sem er 94,5% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 787,2 milljónum.
Einnig var lagt fram yfirlit með samanburði við sjö önnur sveitarfélög fyrir sama tímabil.

6.Málefni Sigurhæðar ses (safnamál Ólafsfirði)

Málsnúmer 1605042Vakta málsnúmer

Á 460. fundi bæjarráðs, 11. ágúst 2016, samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti rekstrarsamning Fjallabyggðar við Sigurhæð ses.

Stjórn Sigurhæðar ses, nú Fjallasala, hefur komið á framfæri þeirri ósk að ákvæði í rekstrarsamningi um frían aðgang heimamanna verði fellt út.

Bæjarráð leggst gegn því að ákvæði um frían aðgang heimamanna verði fellt út.

7.Síldarævintýri 2016

Málsnúmer 1607037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 29. september 2016, er varðar innheimtu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíðarinnar Síldarævintýrið á Siglufirði.
Meðfylgjandi voru umsagnir Sýslumannsins á Norðurlandi eystra og Lögreglustjórans á Norðuralandi eystra vegna málsins.
Ráðuneytið gefur Fjallabyggð frest til 14. október 2016, til að veita andmæli við umsagnirnar áður en málið verður tekið til úrskurðar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

8.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017

Málsnúmer 1609039Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar umsóknir Fjallabyggðar til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsettar 4. október 2016, um byggðakvóta fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð, fiskveiðiárið 2016 - 2017.

9.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1609008Vakta málsnúmer

Á 31. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 5. september 2016, var tekin til umfjöllunar áskorun Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar og samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að farið yrði af stað með verkefnið Heilsueflandi samfélag og Fjallabyggð yrði aðili að verkefninu.
135. fundur bæjarstjórnar, 7. september 2016, samþykkti að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 5. október 2016.

Bæjarráð samþykkir að vísa umfjöllun um verkefnið Heilsueflandi samfélag, til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2017.

10.Aðalfundur Eyþings 2016

Málsnúmer 1608045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf, dagsett 6. október 2016, um boðun aðalfundar Eyþings 2016, á Þórshöfn 11. og 12. nóvember n.k.
Meðfylgjandi var dagskrá aðalfundarins, ársreikningur Eyþings 2015, ásamt endurskoðunarskýrslu og listi yfir kjörna fulltrúa sveitarfélaganna á aðalfundinum.

11.Stuðningur við Snorraverkefnið 2017

Málsnúmer 1610008Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 6. október 2016, óskar stjórn Snorrasjóðs eftir stuðningi Fjallabyggðar við framkvæmd Snorraverkefnisins á árinu 2017, en þá mun nítjándi hópur ungmenna af íslenskum ættum á aldrinum 18 - 28 ára koma til Íslands frá Kanada og Bandaríkjunum til að kynnast rótum sínum. Markmið þess er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og hvetja unga VesturÍslendinga til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn. Verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Norræna félagsins og stendur yfir í 6 vikur, frá 11. júní - 20. júlí 2017.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

12.Fundir um stefnumótandi stjórnunaráætlanir á Norðurlandi

Málsnúmer 1610017Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands ses, boðar til funda um stefnumótandi stjórnunaráætlanir sem Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa halda á Norðurlandi í næstu viku.
Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
Húsavík, Salka restaurant, mánudaginn 10. október kl. 9:30
Blönduós, B&S restaurant, Eyvindarstofa, mánudaginn 10. október kl. 16:00
Akureyri, Hótel Kea, þriðjudaginn 11. október kl. 10:00

Lagt fram.

13.Árleg hlutafjáraukning

Málsnúmer 1610005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Greiðrar leiðar ehf., dagsett 4. október 2016, vegna árlegrar hlutafjáraukningar, í tengslum við Vaðlaheiðargöng hf.

Bæjarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt í hlutfalli við hlutafjáreign bæjarfélagins. Forkaupsréttur er kr. 37.531,-.

14.Alþingiskosningar - 2016

Málsnúmer 1609004Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðsskrá Íslands, dagsettar 5. október 2016 um fjölda kjósenda í Fjallabyggð eftir kjördeildum og kyni:

Í Ólafsfirði:
335 karlar, 289 konur, samtals 624
Á Siglufirði:
511 karlar, 496 konur, samtals 1007

Samtals í Fjallabyggð
846 karlar, 785 konur, samtals 1631

15.Flugklasinn Air66N - áfangaskýrsla

Málsnúmer 1605055Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð verkefnisstjóra Air 66N, dagsett 30. september 2016, um starf flugklasans Air 66N fyrir tímabilið maí til september 2016.

16.Aðalgata 19 (Andrésarhús) Siglufirði

Málsnúmer 1610010Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi eigenda að húsinu við Aðalgötu 19 Siglufirði, dagsett 4. október 2016, þar sem kannað er hvort hægt sé að koma til móts við þá í sambandi við fasteignagjöld á meðan á endurbótum stendur yfir.

Þar sem ekki eru fordæmi fyrir slíkum styrkjum til endurbóta sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaðar endurbætur á húsinu við Aðalgötu 19.

17.Erindi, tillögur og/eða ábendingar v. fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1610023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Hermínu Gunnarsdóttur, móttekið 3. október 2016, er snýr að íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði.
Um er að ræða ábendingu er varðar uppsetningu á kaldavatnskeri, lagfæringu á þaki íþróttahússins og loftræsikerfinu.
Einnig er lögð fram fyrirspurn um hvenær farið verði í endurbætur á íþróttamiðstöðinni og að bráðabirgðatengigangur verði fjarlægður.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna kostnað við uppsetningu og staðsetningu kaldavatnskara.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

18.Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 1610004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Innanríkisráðuneytis, dagsett 3. október 2016, um form og efni viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga.

19.Hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 1610007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá lífeyrissjóðnum Brú, dagsett 3. október 2016, um fyrirhugaða hækkun mótframlags launagreiðanda úr 12% í 16,8% í A deild lífeyrissjóðsins um næstu áramót.

Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra um málið.

20.Breytingar á grunnskólalögum

Málsnúmer 1610011Vakta málsnúmer

Í erindi Menntamálaráðuneytisins, dagsett 28. september 2016, er vakin athygli á breytingum á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, sem samþykktar voru á Alþingi í lok síðasta þings í vor.
Í ráðuneytinu er unnið að nauðsynlegum breytingum á reglugerðum og setningu viðmiða í samræmi við framangreindar lagabreytingar og verða drög kynnt skólasamfélaginu fljótlega skv. hefðbundnu verklagi.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til kynningar í fræsðlu- og frístundanefnd.

21.Kóðinn 1.0 og smátölvan Microbit

Málsnúmer 1610012Vakta málsnúmer

Í erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dagsett 6. október 2016, er kynnt verkefnið Kóðinn 1.0 sem unnið er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Ríkisútvarpsins og Menntamálastofnunar.
Ráðuneytið hvetur grunnskóla til að nýta tækifærðið og dreifa smátölvunni Micro:bit til allra nemenda sinna í sjötta og sjöunda bekk, sem þau geta fengið til eignar.

Bæjarráð fagnar framtakinu og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að fylgja málinu eftir.

22.Erindi Jóhanns Jóhannssonar vegna uppsagna hjá Ramma hf og Fiskmarkaði Siglufjarðar ehf.

Málsnúmer 1610013Vakta málsnúmer

S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram erindi frá Jóhanni Jóhannssyni, dagsett 5. október 2016, þar sem því er velt fyrir sér hvort ekki sé mikilvægt að boða fund með fyritækjunum Ramma hf og Fiskmarkaði Siglufjarðar ehf vegna uppsagna hjá þessum fyrirtækjum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að veita umsögn um málið.

Fundi slitið - kl. 10:15.