Uppsagnir í Arionbanka Fjallabyggð

Málsnúmer 1609095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 04.10.2016


28. september 2016, tilkynnti Ari­on banki um uppsagnir 46 starfsmanna. Þar af störfuðu 27 í höfuðstöðvum bank­ans og 19 á öðrum starfs­stöðvum.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna 6,4 stöðugilda í útibúum Arion banka í Fjallabyggð. Þessar uppsagnir eru þvert á þær yfirlýsingar sem forsvarsmenn gáfu bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku Arion banka á Afli-Sparisjóði á Siglufirði.
Niðurskurður stöðugilda í Fjallabyggð er þriðjungur í stöðugildafjölda bankans í uppsögnum á landsbyggðinni og er mikil blóðtaka fyrir samfélag eins og Fjallabyggð.

Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Arion banka mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir núverandi stöðu mála og til framtíðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18.10.2016

Á 468. fundi bæjarráðs, 4. október 2016, lýsti bæjarráð yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna í útibúum Arion banka í Fjallabyggð 28. september 2016. Þessar uppsagnir væru þvert á þær yfirlýsingar sem forsvarsmenn gáfu bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku Arion banka á Afli-Sparisjóði á Siglufirði.
Niðurskurður stöðugilda í Fjallabyggð væri þriðjungur í stöðugildafjölda bankans í uppsögnum á landsbyggðinni og er mikil blóðtaka fyrir samfélag eins og Fjallabyggð.
Bæjarráð óskaði eftir því að fulltrúar Arion banka kæmu á næsta fund bæjarráðs og færu yfir núverandi stöðu mála og til framtíðar.

Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Arion banka, Oddgeir Reynisson og Guðmundur Ólafsson og upplýstu um ástæður uppsagna og þær breytingar sem gerðar voru í útibúum Arion banka í Fjallabyggð.

Bæjarráð hvetur forsvarsmenn Arion banka til að upplýsa bæjarbúa um framtíðaráform í starfsemi bankans í Fjallabyggð.