Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22. desember 2016
Málsnúmer 1612007F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22. desember 2016
Á 480 fundi bæjarráðs, 20. desember 2016 var samþykkt að fela bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og varaformanni bæjarráðs að fara yfir þær umsóknir sem uppfylltu skilyrði í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og ræða við þá umsækjendur.
Minnisblað lagt fram til bæjarráðs vegna ráðningar í deildarstjórastöðu fræðslu- frístunda- og menningarmála
Lagt er til við bæjarráð að Róbert Grétar Gunnarsson verði ráðinn í starfið.
Jafnframt að bæjarstjóra verði falið að ræða við Róbert um ráðningartilhögun.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Róbert Grétar Gunnarsson í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að verða við ósk fráfarandi deildarstjóra að láta af störfum 1. febrúar 2017.
Bókun fundar
Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ráðningu Róberts Grétars Gunnarssonar í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Bæjarstjórn býður Róbert Grétar Gunnarsson velkominn til starfa og þakkar Kristni J. Reimarssyni sem lætur af störfum 31. janúar 2017, fyrir vel unnin störf.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22. desember 2016
Á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2017, var samþykkt að bjóða aftur út ræstingu vegna Leikhóla í Ólafsfirði.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 481. fundar bæjarráðs staðfest á 141. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 481. fundur - 22. desember 2016
Gámaeiningarnar sem voru notaðar við Leikskála á Siglufirði voru auglýstar á bilauppbod.is og hljóðar hæsta tilboð upp á kr. 1.285.000. Sölulaun eru kr. 45.000. Tilboðið er ekki bindandi fyrir Fjallabyggð en deildarstjóri tæknideildar leggur til að því verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum tilboð í gámaeiningar þær sem notaðar voru við Leikskála á Siglufirði.