Lagt fram bréf úrskurðarnefndar frá 4. desember 2013 en þá var tekið fyrir mál nr. 59/2913, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði. Jafnframt er kærð sú ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní 2013 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10, Siglufirði.
Í úrskurðarorðum umhverfis- og auðlindamála kemur fram að hafnað er kröfu um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri á Siglufirði.
Hafnað er einnig kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við skólahúsnæði að Norðurgötu 10, Siglufirði.
Í framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar er bæjarstjóra falið að bjóða verkið út hið fyrsta.
Lögð er áhersla á að miða útboð við neðanritaðar dagsetningar.
Auglýsing um útboð verði birt laugardaginn 14. desember.
Gögn afhent miðvikudaginn 18. desember.
ÚTBOÐSYFIRLIT
Kynningarfundur 2. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.1.5 í útboðsgögum
Fyrirspurnatíma lýkur 6. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.3.2
Svarfrestur rennur út 10. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.3.2
Opnunartími tilboða 17. jan. 2014 kl: 10.00 Sjá nánar kafla 0.4.5
Upphaf framkvæmdatíma við töku tilboðs Sjá nánar kafla 0.1.7
Lok framkvæmdatíma 15. ágúst. 2014 Sjá nánar kafla 0.1.7
Samþykkt af meirihluta bæjarráðs en Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.
Allir aðalfulltrúar voru mættir, að undanskildum Ólafi H. Marteinssyni sem boðaði forföll. Í hans stað kom Margrét Ósk Harðardóttir.
Áður en formleg dagskrá hófst minntist forseti bæjarstjórnar, Boga Sigurbjörnssonar, með eftirfarandi orðum:
"Bogi Guðbrandur Sigurbjörnsson lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 9. desember síðastliðinn.
Bogi sat í Bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir Framsóknarflokkinn frá 1970 til 1986 og þar af var hann forseti bæjarstjórnar 1982-1986.
Hann gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa og var hann m.a. fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Menningarsjóðs Sparisjóðs Siglufjarðar á yfirstandandi kjörtímabili."
Fundarmenn vottuðu Boga Sigurbjörnssyni virðingu sína með því að rísa úr sætum.