Úrskurður vegna Grunnskólareits á Þormóðseyri á Siglufirði

Málsnúmer 1312016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 06.12.2013

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar frá 4. desember 2013 en þá var tekið fyrir mál nr. 59/2913, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði. Jafnframt er kærð sú ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní 2013 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10, Siglufirði.

Í úrskurðarorðum umhverfis- og auðlindamála kemur fram að hafnað er kröfu um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri á Siglufirði.

Hafnað er einnig kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við skólahúsnæði að Norðurgötu 10, Siglufirði.

Í framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar er bæjarstjóra falið að bjóða verkið út hið fyrsta.

Lögð er áhersla á að miða útboð við neðanritaðar dagsetningar.

Auglýsing um útboð verði birt laugardaginn 14. desember.

Gögn afhent miðvikudaginn 18. desember.

ÚTBOÐSYFIRLIT

Kynningarfundur 2. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.1.5 í útboðsgögum

Fyrirspurnatíma lýkur 6. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.3.2 

Svarfrestur rennur út 10. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.3.2 

Opnunartími tilboða 17. jan. 2014 kl: 10.00 Sjá nánar kafla 0.4.5 

Upphaf framkvæmdatíma við töku tilboðs Sjá nánar kafla 0.1.7 

Lok framkvæmdatíma 15. ágúst. 2014 Sjá nánar kafla 0.1.7

Samþykkt af meirihluta bæjarráðs en Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 12.12.2013

Á 325. fundi bæjarráðs 6. desember s.l. var lagt fram bréf úrskurðarnefndar frá 4. desember 2013 en þá var tekið fyrir mál nr. 59/2013, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði. Jafnframt er kærð sú ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní 2013 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10, Siglufirði.

Í úrskurðarorðum umhverfis- og auðlindamála kemur fram að hafnað er kröfu um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri á Siglufirði.

Hafnað er einnig kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við skólahúsnæði að Norðurgötu 10, Siglufirði.

Í framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar fól bæjarráð bæjarstjóra að bjóða verkið út hið fyrsta.
Ákvörðunin var samþykkt af meirihluta bæjarráðs, en Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.

Við upphaf umfjöllunar bæjarstjórnar las forseti upp áskorun frá iðnaðarmönnum í Fjallabyggð um að fresta fyrirhugaðri viðbyggingu á Grunnskóla Fjallabyggðar, þar sem framkvæmdatími skarist á við byggingu á hóteli Rauðku.

Til máls tóku, Sólrún Júlíusdóttir og Þorbjörn Sigurðsson.

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu og óskaði jafnframt eftir nafnakalli við atkvæðagreiðslu:
"Undirrituð leggur til að öllum framkvæmdum við Grunnskóla Fjallabyggðar verið frestað, málinu verði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar."

Þriðjungur bæjarfulltrúa samþykkti nafnakall við afgreiðslu tillögunnar.

Þorbjörn Sigurðsson sagði nei
Egill Rögnvaldsson sagði já
Guðmundur Gauti Sveinsson sagði já
Helga Helgadóttir sagði nei
Margrét Ósk Harðardóttir sagði nei
S. Guðrún Hauksdóttir sagði nei
Sigurður Hlöðvesson sagði nei
Sólrún Júlíusdóttir sagði já
Ingvar Erlingsson situr hjá.

Tillaga felld með 5 atkvæðum gegn 3.

Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað:
"Á aðalfundi Framsóknarfélags Fjallabyggðar þann 10. desember 2013, var samþykkt tillaga um tímabundna frestun á öllum framkvæmdum við Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.

Nú liggur fyrir ákvörðun þess efnis að hafist verði handa við byggingu hótels á vegum Rauðku á Siglufirði. Vegna umfangs verkefnisins, mun það að öllum líkindum leiða til skammtímaþenslu í byggingariðnaði í Fjallabyggð. Því er viðbúið að vinnuafl í aðra hvora framkvæmdina, þ.e. hótel- eða grunnskólabyggingu, verði að öllum líkindum aðkeypt. Þó verk séu boðin út á landsvísu, þá hefur reynslan verið sú að sótt hefur verið í undirverktaka í heimabyggð. Sveitarfélög eiga alls ekki að ýta undir of mikla þenslu á skömmum tíma, þegar einkaaðilar standa í þessu tilfelli að stærstu byggingarframkvæmd síðari ára í Fjallabyggð.

Óskynsamlegt er að ætla sér svo knappan byggingartíma, eða 8 mánuði, þar sem veðurfarið eitt og sér getur sett framkvæmdina úr skorðum. Reynslan hefur kennt okkur að of mikill byggingarhraði er líklegur til þess að skapa ótímabært viðhald á nýbyggðum fasteignum.

Öryggi barna á byggingarstað, einkum og sér í lagi við upphaf framkvæmda, á meðan skólastarf er í gangi, er nokkuð sem að brýnt er að hafa í huga, þar sem mjög lítið athafnasvæði er á verkstað. Það er áformað að byggja á þéttbýlu svæði og byggingin nær alveg út að gangstétt í nærliggjandi götum. Því væri nær að hefja slíkar framkvæmdir að sumarlagi, eftir að skóla lýkur."