Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

5. fundur 26. nóvember 2013 kl. 17:00 - 17:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2013-2014

Málsnúmer 1311015Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri, Olga Gísladóttir kynnti starfsáætlun Leikskóla Fjallbyggðar fyrir skólaárið 2013-2014. Helstu áhersluþættir starfsáætlunarinnar eru eftirfarandi: Matsaðferðir leikskólans, starfsþróunaráætlun, upplýsingar um starfsmannamál, fjöldi barna, upplýsingar um foreldrasamstarf og skóladagatal fyrir skólaárið.
Faglegar áherslur í starfi leikskólans fyrir næsta leikskólaár er að ljúka við innleiðingu á nýrri aðalnámskrá, áframhaldandi vinna við Lífsleikni í leikskóla og áhersla á að leikurinn er kjarninn í uppeldisstarfi leikskólans.
Alls eru 31 starfsmenn starfandi við leikskólann þar af 10 með leikskólakennaramenntun. Barnafjöldi er 101, þar af 42 á Leikhólum og 59 á Leikskálum. Nánast öll börnin eru í heilsdagsvistun.
Starfsáætlunin er aðgengilega á heimsíðum leikskólanna, http://www.leikskolinn.is/leikholar/ og http://www.leikskolinn.is/leikskalar/.

2.Ársskýrsla Grunnskóla Fjallabyggðar 2012-2013

Málsnúmer 1311022Vakta málsnúmer

Skólastjóri, Jónína Magnúsdóttir kynnti ársskýrslu Grunnskólans fyrir skólaárið 2012-2013. Í skýrslunni kemur m.a. fram að góð reynsla er af sameinuðu skólahaldi eftir að Grunnskóli Ólafsfjarðar og Grunnskóli Siglufjarðar voru sameinaðir undir einn hatt árið 2010.
Á síðasta skólaári voru 56 starfsmenn starfandi við skólann, þar af 30 kennarar. Nemendafjöldi var 225 og hefur þeim fækkað nokkuð milli ára, á yfirstandi skólaári eru þeir 208 en gert er ráð fyrir að þeim fari aftur fjölgandi á næstu árum.
Þróunarstarf og áherslur á skólaárinu voru helstar: Einstaklingsmiðað nám og fjölbreytt námsmat, uppbyggileg og jákvæð samskipti, Uppbyggingarstefnan, skólanámskrárgerð, Hreystidagar, vinna gegn einelti í anda Olweusáætlunar, Grænfánaverkefnið og Byrjendalæsi sem er þróunarvinna í 1.- 4. bekk í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

3.Starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2013-2014

Málsnúmer 1311021Vakta málsnúmer

Kynningu á starfsáætlun Grunnskólans frestað þar til síðar.

4.Styrkumsóknir 2014 - Frístundamál

Málsnúmer 1309010Vakta málsnúmer

Golfklúbbur Siglufjarðar sækir um styrk til kaupa á æfingar- og kennslukerfi svo nefnt SNAG golf, sem er kennslukerfi er hentar sérstaklega börnum og öldruðum.
Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

5.Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013

Málsnúmer 1311041Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni til fræðslu- og frístundanefndar um styrk til að standa straum af veitingakostnaði við athöfnina ,,Íþróttamaður Fjallabyggðar 2013". Athöfnin fer fram í Allanum þann 28. desember næst komandi.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur félagsmálastjóra að ganga frá málinu.

6.Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2014

Málsnúmer 1311047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Kvörtun fjögurra ellilífeyrisþega í Ólafsfirði

Málsnúmer 1311045Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd telur að núverandi fyrirkomulag á breytilegum opnunartíma á morgnana óheppilegt og samþykkir að sundlaugin verði lokuð frá kl. 8-14 virka daga. Breytingin tekur gildi frá og með 2. desember næstkomandi og gildir þar til annað verður ákveðið.

8.Ungt fólk 2013

Málsnúmer 1311057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.