Starfsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2013-2014

Málsnúmer 1311015

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 5. fundur - 26.11.2013

Leikskólastjóri, Olga Gísladóttir kynnti starfsáætlun Leikskóla Fjallbyggðar fyrir skólaárið 2013-2014. Helstu áhersluþættir starfsáætlunarinnar eru eftirfarandi: Matsaðferðir leikskólans, starfsþróunaráætlun, upplýsingar um starfsmannamál, fjöldi barna, upplýsingar um foreldrasamstarf og skóladagatal fyrir skólaárið.
Faglegar áherslur í starfi leikskólans fyrir næsta leikskólaár er að ljúka við innleiðingu á nýrri aðalnámskrá, áframhaldandi vinna við Lífsleikni í leikskóla og áhersla á að leikurinn er kjarninn í uppeldisstarfi leikskólans.
Alls eru 31 starfsmenn starfandi við leikskólann þar af 10 með leikskólakennaramenntun. Barnafjöldi er 101, þar af 42 á Leikhólum og 59 á Leikskálum. Nánast öll börnin eru í heilsdagsvistun.
Starfsáætlunin er aðgengilega á heimsíðum leikskólanna, http://www.leikskolinn.is/leikholar/ og http://www.leikskolinn.is/leikskalar/.