Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

162. fundur 04. desember 2013 kl. 16:30 - 16:30 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Tröllaskagaminigolf

Málsnúmer 1311042Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Þorsteinn Ásgeirsson á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir hugmyndum sínum er varðar að útbúa minigolf í Ólafsfirði. Hönnun brauta verður sögutengd Tröllaskaga frá Akureyri til Hóla í Hjaltadal. Fyrirhuguð staðsetning yrði á svæðinu milli bókasafnsins og grunnskólans.

 

Nefndinni líst vel á þessar hugmyndir og telur að þær falli vel að hugmyndum um gerð Tröllagerðis og samþykkir fyrirhugaða staðsetningu austan við bókasafnið.

2.Deiliskipulag - Vesturtangi

Málsnúmer 1310054Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Vesturtanga á Siglufirði. Tillagan var kynnt þann 2. desember með opnu húsi á tæknideild Fjallabyggðar. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir tveimur lóðum fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti. Lagt er til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. í Lögbirtingablaðinu og með áberandi hætti í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Athugasemdafrestur skal eigi vera skemmri en sex vikur frá birtingu auglýsingar.

 

Erindi samþykkt.

3.Umsókn um byggingarleyfi, Snorragata 3

Málsnúmer 1311073Vakta málsnúmer

Gunnar St. Ólafsson fyrir hönd Selvíkur ehf sækir um byggingarleyfi fyrir hótel að Snorragötu 3 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Einnig lagðar fram athugasemdir slökkviliðsstjóra vegna brunahönnunar hótelsins.

 

Nefndin samþykkir byggingarleyfi með fyrirvara um framkomnar athugasemdir slökkviliðsstjóra.

4.Umsókn um byggingarleyfi, Eyrargata 4

Málsnúmer 1311054Vakta málsnúmer

Gunnsteinn Ólafsson eigandi Eyrargötu 4 á Siglufirði sækir um leyfi til breytinga á fyrrgreindri húseign samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Verður húsið klætt að utan, skipt um glugga og viðbygging norðan við húsið endurbyggð.

 

Nefndin samþykkir erindið.

5.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1312002Vakta málsnúmer

Ólafur G. Guðbrandsson sækir um leyfi til að halda búfé að Brimvöllum 3 í Ólafsfirði.

 

Erindi samþykkt.

6.Umsókn um beitarhólf fyrir sauðfé

Málsnúmer 1311075Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn tíu fjáreigenda í Siglufirði sem standa að fjárbúinu Bóhem í Lambafeni um beitarhólf fyrir sauðfé sitt. Nú þegar hafa þeir fengið úthlutað sléttu sem er beint norður af fjárhúsinu en nú sækja þeir um að fá til afnota næstu sléttu fyrir ofan fjárhúsið.

 

Erindi hafnað.

7.Umsókn um stækkun á lóð Eyrargötu 20

Málsnúmer 1311019Vakta málsnúmer

Ólafur Snæbjörnsson og Kolbrún K. Gunnarsdóttir eigendur Eyrargötu 20 sækja um að fá að stækka lóð sína til norðurs samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

 

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Eyrargötu 20 með stækkun á lóð til norðurs.

 

Nefndin samþykkir stækkun á lóð og framlagðan lóðarleigusamning.

8.Umsókn um lóð, Grundargata 22

Málsnúmer 1311076Vakta málsnúmer

Tómas P. Óskarsson og Örvar Tómasson fyrir hönd Byls útgerðarfélags ehf sækja um afnotarétt af lóðinni Grundargötu 22 vegna starfsemi fyrirtækisins. Verður lóðin notuð fyrir bílastæði, geymslu fyrir kör og annað sem tilheyrir fyrirtækinu.

 

Lagður fram lóðarleigusamningur til handa Byl útgerðarfélagi ehf fyrir Grundargötu 22.

 

Nefndin samþykkir úthlutun á lóð til fyrirtækisins og framlagðan lóðarleigusamning.

9.Fráveita Siglufirði, stöðuskýrsla.

Málsnúmer 1311013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla á fráveitu Siglufjarðar, en í skýrslunni eru lagðar fram ýmsar aðgerðir til endurbóta á fráveitunni.

10.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1311008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Mannvirkjastofnun þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að koma upp virku gæðastjórnunarkerfi til þess að efla starfsemi byggingarfulltrúa.

11.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu vega af vegaskrá

Málsnúmer 1311055Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Kvíabekksvegs og Kleifarvegar af vegaskrá.

Fundi slitið - kl. 16:30.