Umsókn um byggingarleyfi, Snorragata 3

Málsnúmer 1311073

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 04.12.2013

Gunnar St. Ólafsson fyrir hönd Selvíkur ehf sækir um byggingarleyfi fyrir hótel að Snorragötu 3 á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Einnig lagðar fram athugasemdir slökkviliðsstjóra vegna brunahönnunar hótelsins.

 

Nefndin samþykkir byggingarleyfi með fyrirvara um framkomnar athugasemdir slökkviliðsstjóra.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 180. fundur - 25.03.2015

Lagðir fram aðaluppdrættir og lóðarblað af Sigló hótel. Baðhúsi, útigeymslu og heitum potti hefur verið bætt við teikningarnar og innra skipulagi í miðrými breytt. Samhliða breytingunum er óskað eftir stækkun lóðar til suðurs samkvæmt framlögðu lóðarblaði.

Nefndin samþykkir breytingarnar og stækkun lóðar fyrir sitt leyti. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 386. fundur - 30.03.2015

Á 180. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 25. mars 2015, var tekin fyrir umsókn Selvíkur ehf um byggingarleyfi fyrir baðhúsi, útigeymslu og heitum potti og breytingu á innra skipulagi í miðrými hótelbyggingar. Samhliða breytingunum var óskað eftir stækkun lóðar til suðurs samkvæmt framlögðu lóðarblaði.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti breytingarnar og stækkun lóðar fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir breytingar og stækkun lóðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10.06.2015

Lögð fram tillaga að rútustæðum og frágangi í kringum þau við Hótel Sigló.

Erindi samþykkt.