Tröllaskagaminigolf

Málsnúmer 1311042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19.11.2013

Þorsteinn Ásgeirsson mætti á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir hugmyndum sínum er varðar að útbúa minigolf í Ólafsfirði.
Hönnun brauta verður sögutengd Tröllaskaga frá Akureyri til Hóla í Hjaltadal.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 04.12.2013

Undir þessum lið mætti Þorsteinn Ásgeirsson á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir hugmyndum sínum er varðar að útbúa minigolf í Ólafsfirði. Hönnun brauta verður sögutengd Tröllaskaga frá Akureyri til Hóla í Hjaltadal. Fyrirhuguð staðsetning yrði á svæðinu milli bókasafnsins og grunnskólans.

 

Nefndinni líst vel á þessar hugmyndir og telur að þær falli vel að hugmyndum um gerð Tröllagerðis og samþykkir fyrirhugaða staðsetningu austan við bókasafnið.