Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1311008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 323. fundur - 19.11.2013

Í erindi forstjóri Mannvirkjastofnunar dagsett 30. október 2013, er lögð áhersla á að sveitarfélög efli starfsemi byggingarfulltrúa með því að koma upp virku gæðastjórnunarkerfi.
Í lögum er lagt til að slík kerfi séu tekin upp fyrir 1. janúar 2015.


Samkvæmt upplýsingum deildarstjóra tæknideildar munu byggingarfulltrúaembætti landsins stefna að sameiginlegri innleiðingu gæðakerfis 2014 og þar með á sem hagkvæmastan hátt.


Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað við að taka upp slíkt gæðaeftirlit.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 162. fundur - 04.12.2013

Lagt fram til kynningar erindi frá Mannvirkjastofnun þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að koma upp virku gæðastjórnunarkerfi til þess að efla starfsemi byggingarfulltrúa.