Bæjarstjórn Fjallabyggðar

172. fundur 13. mars 2019 kl. 17:00 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Konráð Karl Baldvinsson varabæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019

Málsnúmer 1902011FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa dags. 15.01.2019 varðandi uppfærslu á vefumsjónarkerfum og/eða lokun undirsíða.

    Bæjarráð samþykkir að bjóða íþróttafélögum sem enn eru með aukasíður hjá Fjallabyggð að taka við rekstri vefsíða sinna áður en þeim verður lokað af öryggisástæðum og að fela markaðs- og menningarfulltrúa að fá verðtilboð í uppfærslu á vefsíðu Bókasafns Fjallabyggðar. Einnig óskar bæjarráð eftir tillögu og kostnaðaráætlun markaðs- og menningarfulltrúa varðandi veflausnir fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Listaverkasafn Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lögð fram drög að samningi um innheimtuþjónustu fyrir Fjallabyggð við Motus ehf og Lögheimtuna ehf.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lögð fram drög að endurskoðuðum samningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka 14-16 við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

    Einnig er leiðrétting vegna gjaldfærslu á langtímakröfu v. Brúar, afstemming á innri leigu og viðhald fært á milli liða, auk þess sem innleiðing v. Persónuverndar er flutt á milli ára. Þá er launapotti ráðstafað.

    Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar 2018 er kr.150.930.- sem mætt verður með hækkun á handbæru fé.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lagt fram afrit af bréfi Björgunarsveitarinnar Tinds, dags. 15.02.2019 til Jóns Helga Björnssonar forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) vegna vettvangsliðateymis í Ólafsfirði. Í bréfinu kemur fram að björgunarsveitinni hafi ekki reynst mögulegt að manna í sjálfboðavinnu vettvangsliðateymis í Ólafsfirði sem sinna átti fyrsta viðbragði/hjálp við útkall sjúkrabifreiðar í Ólafsfjörð frá Siglufirði samkvæmt samningi við HSN. Í bréfinu kemur fram að aðilum hafi í upphafi verið kunnugt um að erfiðlega gæti reynst að manna teymið og að Björgunarsveitin Tindur segi sig frá verkefninu.

    Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum af stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði og samþykkir að boða Jón Helga Björnsson forstjóra HSN á fund til þess að fara yfir málefni sjúkraflutninga og upplýsa ráðið um næstu skref.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék Tómas Atli Einarsson.

    Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lagt fram erindi Jóns Valgeirs Baldurssonar fyrir hönd H- listans þar sem óskað er eftir því að fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands HSN og Björgunarsveitarinnar Tinds verði kallaðir á fund bæjarráðs til að fara yfir stöðu vettvangsliðateymis og sjúkrabíls í Ólafsfirði.

    Bæjarráð vísar í 5. lið fundargerðar þessarar þar sem fyrir liggur að bæjarráð ætlar að óska eftir því að Jón Helgi Björnsson forstjóra HSN mæti á fund til þess að upplýsa ráðið um stöðu sjúkraflutninga í Ólafsfirði og næstu skref.
    Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lagt fram erindi Steinmars H. Rögnvaldssonar f.h. Tengis hf, dags. 13.02.2019 er varðar aðstöðu á jarðhæð Ráðhússins, Gránugötu 24, vegna ljósleiðaravæðingar á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að veita Tengi hf. aðstöðu á jarðhæð Ráðhússins vegna ljósleiðaravæðingar á Siglufirði og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ganga frá samningi þess efnis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lögð fram fyrirspurn formanns Öryrkjabandalags Íslands ÖBÍ, dags. 13.02.2019 til sveitarfélaga vegna notendaráðs fatlaðs fólks.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Óttars Guðjónssonar f.h. kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 11.02.2019 þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðsins. Frestur til að skila inn tilnefningum til kjörnefndar rennur út kl. 12 á hádegi mánudaginn 4. mars nk. Boðað verður til fundar föstudaginn 29 mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík í samræmi við lög um hlutafélög. Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Lagt fram erindi Dagbjartar Í. Guðmundsdóttur og Herdísar Erlendsdóttur f.h stjórnar Hestamannafélagsins Glæsis, dags. 14.02.2019 þar sem þess er óskað að fá að koma á fund bæjarráðs eða viðkomandi nefndar til þess að fylgja eftir erindinu er varðar öryggi og aðkomu sjúkrabíla á hesthúsasvæðinu og mokstur reiðleiða.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og í framhaldinu að boða forsvarsmenn stjórnar Hestamannafélagsins Glæsis á fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 593. fundur - 20. febrúar 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 593. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019

Málsnúmer 1902012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Á 591. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna erindis Reynis Bergmanns fh. Travelcard Iceland dags. 29.01.2019.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að Fjallabyggð er með ótímabundinn samning við Útilegukort þar sem um er að ræða nánast sömu útfærslu og hjá Travelcard Iceland. Deildarstjóri leggur til að á árinu 2019 verði samningi við Útilegukortið haldið og að sumri liðnu sé hægt að endurskoða málið með tilliti til reynslu af nýju korti og þess hvort sjáanleg verði minni notkun á Útilegukortinu.

    Bæjarráð samþykkir að halda samningi við Útilegukort óbreyttum út opnunartíma tjaldsvæða í Fjallabyggð á árinu 2019. Samningurinn verði endurskoðaður að loknu tímabili með tilliti til þeirra þátta sem fram koma í vinnuskjali deildarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram svar deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi úthlutun fjármagns til stuðning við nemendur með sérþarfir.

    Í svari deildarstjóra kemur fram að heildarfjármagn sveitarfélagsins til stuðnings við nemendur með sérþarfir, nemendur af erlendum uppruna og nemendur með erfiðar félagslegar aðstæður er kr. 79.197.118 fyrir utan kostnað vegna þjónustu við talmeinafræðinga og skólasálfræðiþjónustu sem er samtals kr. 6.348.667.
    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lögð fram drög að samningi vegna skólaaksturs úr dreifbýli í grunnskóla fyrir tímabilið 1. febrúar 2019 til 31. maí 2019.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna tilboða í Vesturstíg sem opnuð voru fimmtudaginn 21.02.2019.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Bás ehf. kr. 5.460.725
    Fjallatak ehf. 4.982.157
    Smári ehf. 4.947.290
    Árni Helgason ehf. 3.130.500
    Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 4.390.900

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Árna Helgasonar ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram erindi Margrétar Jónsdóttur Njarðvík fyrir hönd MUNDO ferðaskrifstofu og alþjóðlegrar ráðgjafar, dags. 18.02.2019 er varðar ósk um sérstök kjör fyrir gesti Mundo/Hótel Sigluness í sundlaugina á Siglufirði þann 1. og 2. mars nk. Einnig er þess óskað að laugin verði hituð í 35-37 gráður umrædda daga til þess að geta boðið þátttakendum á skíðanámskeiði og íbúum Fjallabyggðar að fljóta með flothettur við þægilegt hitastig.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að nýsamþykkt gjaldskrá íþróttamiðstöðvar gerir ekki ráð fyrir afslætti hótelgesta í sundlaugar sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun ársins er heldur ekki gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna hitunar á laug.
    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram erindi Rögnvaldar Guðmundssonar framkvæmdarstjóra RRF, dags. 15. febrúar sl. er varðar uppfærslu á samantekt sem fyrirtækið vann á árinu 2014 fyrir Fjallabyggð um Ferðamenn í Fjallabyggð 2004-2013. Um er að ræða uppfærslu og viðbót vegna áranna 2015-2018 til að sýna fram á þróun í fjölda og samsetningu erlendra gesta til sveitarfélagsins frá árinu 2013. Út frá rannsókninni verður einnig gerð áætlun fyrir þróun í fjölda innlendra ferðamanna til Fjallabyggðar og farið yfir stöðu Fjallabyggaðar sem áfangastaðar í samanburði við komu gesta á Eyjafjarðarsvæðið.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.

    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar fh. Slökkviliðs Fjallabyggðar dags.13. febrúar 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi Jóns Guðmundssonar fh. Samgöngufélagsins, dags. 10.02.2019 þar sem athygli er vakin á grein Jóns sem birtist á vef Bæjarins besta þann 8. febrúar sl. undir heitinu Umferð í vegöngum og forgangsröðun búnaðar þar.

    Með greininni fylgir tafla með tölum um umferð í veggöngum landsins, öðrum en Hvalfjarðargöngum, fyrir árin 2016-2018. Samkvæmt þeim tölum sem þar koma fram er full þörf talin á því að halda áfram baráttu fyrir búnaði til útsendinga útvarps í öllum veggöngum á landinu.
    Greinina má nálgasta á slóðinni : http://www.bb.is/2019/02/umferd-i-veggongum-og-forgangsrodun-a-bunadi-thar/
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 12.02.2019 þar sem þess er óskað að sveitarfélagið taki ákvörðun um skráningu fasteigna samkvæmt fylgiskjali til þess að hægt sé að skrá lögheimili niður á íbúðir þar sem leysa þarf úr misræmi milli fasteignaskrár og hússkrár í þjóðskrá.

    Óskað er eftir því að ákvörðun sveitarfélagsins berist innan 30 daga frá dagsetningu bréfsins.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram erindi Hagstofu Íslands, dags. 13.02.2019 þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið skrái upplýsingar um störf sem voru laus þann 15.02.2019 og upplýsingar um mannaflaþörf næstu 6 mánuði.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram erindi Jónínu Pálsdóttur fh. Náttúruhamfaratrygginga Íslands, dags. 12.02.2019 er varðar upplýsingar um mannvirki í eigu sveitarfélagsins sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ. Sem og yfirlit yfir þær eignir sem nú þegar eru tryggðar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram erindi Steingríms Kristinssonar, dags. 16.02.2019 er varðar reglur um nöfn höfunda ljósmynda sem birtar eru á vef sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram erindi Hrannar Einarsdóttur, dags. 21.02.2019 er varðar styrk vegna ljósmyndasýningar sem hún hyggst halda á Siglufirði dagana 3.-5. maí nk.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að umsóknarfrestur um styrki til menningarmála fyrir árið 2019 er liðinn.


    Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lögð fram til umsagnar, frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 21.02.2019 tillaga til þingsályktunar um velferðartækni, mál 296. Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lagt fram til umsagnar, frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 21.02.2019 frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, mál 255. Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lögð fram til kynningar 410. fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 15. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019 Lögð fram til kynningar 317. fundargerð stjórnar Eyþings frá 15. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019

Málsnúmer 1902015FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar og febrúar 2019.

    Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 181.449.911 eða 98,83% af tímabilsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Á fund bæjarráðs mætti Björn Reynisson frá Markaðsstofu Norðurlands til þess að fara yfir Áfangastaðaáætlun Norðurlands.

    Bæjarráð þakkar Birni greinagóða yfirferð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Á 589. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi erindi Sirkus Íslands þar sem kannaður var áhugi bæjarfélagsins til sirkuslistahátíðar eða sirkus ráðstefnu sumarið 2019.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 04.03.2019 þar sem fram kemur að óvíst er hvort af viðburðinum verður á árinu 2019.

    Bæjarráð samþykkir að fresta frekari umræðu um málið þar til áætlanir Sirkus Íslands liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagður fram undirritaður samningur við Motus ehf og Löginnheimtuna ehf um innheimtuþjónustu vanskilakrafna fyrir Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Á 598. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Dagbjörtu Í. Guðmundsdóttur og Herdísi Erlendsdóttur fh. Hestamannafélagsins Glæsis er varðaði mokstur að og við hesthús og skemmu og mokstur reiðleiða.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.02.2019 þar sem fram kemur að snjómokstur að hesthúsum er með sama hætti á Siglufirði og í Ólafsfirði. Götur að hesthúsum eru mokaðar í þriðja forgangi samkvæmt samþykktu mokstursplani, þegar búið er að opna götur í þéttbýli. Ekki hefur verið mokað innan hesthúsasvæðanna þ.e. á milli húsa og aftan við þau. Í einhverjum tilfellum hefur verið stungið aukalega í gegn til að opna fyrir reiðleiðir, á Siglufirði til suðurs að Skarðsvegi þannig að hringleið til útreiða sé möguleg. Á Ólafsfirði til austurs að Kleifarvegi.

    Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn hestamannafélagsins á fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.7 1902052 Rarik
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lögð fram drög að samningi um yfirtöku á götulýsingarkerfi til eignar í sveitarfélaginu Fjallabyggð.

    Með samningnum mun Fjallabyggð eignast götulýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 01.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild til að gera lokaða verðkönnun vegna endurnýjunar á götulýsingu.

    Vegna ljóskera þar sem eftirfarandi birgjum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

    Johan Rönning hf
    Reykjafell hf
    O. Johnson & Kaaber hf
    S. Guðjónsson hf
    Ískraft hf
    Smith & Norland hf
    Fálkinn
    Jóhann Ólafsson hf
    Rafmiðlun hf.

    Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnunina.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 1.mars sl. þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 2. og 3. áfanga grunnskólalóðarinnar á Ólafsfirði. Eftirtöldum aðilum er gefinn kostur á að bjóða í verkið:

    Árni Helgason ehf
    Smári ehf
    Magnús Þorgeirsson
    Sölvi Sölvason
    Bás ehf
    Fjallatak ehf.

    Bæjarráð samþykkir að heimila lokað útboð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi Félagsmálaráðuneytisins, dags. 15.02.2019 þar sem fram kemur að Félags- og barnamálaráðherra hefur gefið út reglugerð sem felur í sér endurskoðuð tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða við upphaf leigu. Tekju- og eignamörkin gilda einnig um leigjendur íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur veitt lán til og eingöngu eru ætlaðar tilgreindum hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, og reglugerð nr. 1042/2013, um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga og félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 26.02.2019 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um týnslu æðardúns á eyrinni á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi frá Cristinu Silviu Cretu, framhaldsskólanemanda í Menntaskólanum á Akureyri, dags. 26. febrúar sl. þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Alþjóða skólaíþróttasambandsins sem haldin verður 11. - 16. mars í París. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja stúlkur til að taka að sér leiðtogahlutverk og standa fyrir íþróttaviðburði í skólum sínum.

    Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi Freys Gunnlaugssonar fh. BG Nes ehf., dags. 06.02.2019 þar sem þess er óskað að Fjallabyggð falli frá forkaupsrétti vegna sölu á fiskiskipinu Oddi á Nesi ÓF-176.

    Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Oddi á Nesi ÓF- 176.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi frá Sirkus Íslands, dags. 18.02.2019 er varðar kynningu á úrvali atriða sem tilvalin eru fyrir Barnamenningarhátíðir eða þar sem fólk safnast saman á svæði utan- sem og innandyra.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til markaðs- og menningarfulltrúa með tilliti til þess hvort atriðin henti dagskrá hátíða í bæjarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélags, dags. 28.03.2019. Á árinu 2018 samþykkti ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 mkr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu. Öll sveitarfélög geta sótt um þátttöku en gert er ráð fyrir að þrjú sveitarfélög auk Akureyrar verða valin.
    Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram erindi Páls Björgvins Guðmundssonar fh. Eyþings, dags. 01.03.2019 er varðar verkefnið Náttúruvernd og efling byggða sem byggir á byggðaáætlun C9 og er einnig hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstakt átak í friðlýsingum og að skoðaðir verði möguleikar á þjóðgörðum á öðrum stöðum en nú eru. Markmið verkefnisins er að greina tækifæri og mögulegan ávinning í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu og umsjón friðlýstra svæða, svo sem náttúrutengdri ferðaþjónustu. Óskað er eftir umsögn sveitarfélaga á svæði Eyþings fyrir 07.03.2019.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til næsta fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 27.02.2019 er varðar umsögn tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lögð fram til kynningar 868. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag frá 22. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27.02.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.), 542. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 5. mars 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 13. fundar stjórnar Hornbrekku frá 28. febrúar sl. og 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 4.mars sl. Bókun fundar Afgreiðsla 595. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019

Málsnúmer 1903003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Á fund bæjarráðs mætti Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN og Þórhallur Harðarson framkv.stj. fjármála og stoðþj. Þeir fóru yfir stöðu sjúkraflutninga í Fjallabyggð og næstu skref en ljóst er að ekki verður að stofnun vettvangsteymis í samstarfi við Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði sem átti að sinna fyrsta viðbragði vegna útkalls sjúkrabifreiðar frá Siglufirði til Ólafsfjarðar.

    Bæjarráð áréttar kröfu um ásættanlegt viðbragð við fyrstu hjálp í Ólafsfirði og boðar Valþór Stefánsson yfirlæknir og Önnu Gilsdóttur yfirhjúkrunarfræðing við Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir væntanlegar tillögur HSN.


    Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagt fram launayfirlit fyrir tímabilið 01.01.2019 til 28.02.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.3 1902091 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagt fram erindi Guðrúnar J. Bachmann, dags. 06.03.2019 fh. Háskólalestarinnar. Háskólalestinn verður í Fjallabyggð dagana 17. og 18. maí nk. og mun þá bjóða grunnskólabörnum upp á námskeið í samstarfi við Grunnskóla Fjallabyggðar 17. maí þar sem nemendum gefst kostur á að sjá og kynnast tækjum og vísindum sem ekki eru í boði í Fjallabyggð. Vísindaveisla, opin öllum, verður svo þann 18. maí.

    Heimsókn Háskólalestarinnar er skólum og nemendum að kostnaðarlausu - og Vísindaveislan er sömuleiðis öllum opin, endurgjaldslaust. Óskað er eftir aðstöðu í Menningarhúsinu Tjarnarborg og styrk í formi húsaleigu.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 08.03.2019 þar sem fram kemur að Menningarhúsið Tjarnarborg er laust umrædda daga. Styrkur í formi húsaleigu nemur kr. 69.600.

    Bæjarráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaða heimsókn Háskólalestarinnar í Fjallabyggð og samþykkir að veita afnot og styrk í formi húsaleigu af Menningarhúsinu Tjarnarborg.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2019 að upphæð 69.600 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 04810 og lykill 9291. Viðaukanum verður mætt með hækkun á tekjum þannig að liður 05610 - 0340 hækki um kr. 61.600.- og liður 05610 ? 0990 hækki um kr. 8.000.

    Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lögð fram drög að almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi opnun tilboða í verkið MTR, endurnýjun á þakdúk, verðkönnun.

    Eftirfarandi tilboð bárust :

    Ferningar ehf kr. 14.585.680
    L7 ehf kr. 9.627.380
    BB Byggingar ehf kr. 8.976.250

    Kostnaðaráætlun nemur kr.9.083.500

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði BB Byggingar ehf sem er jafnframt lægstbjóðandi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagt fram erindi Elsu Jónsdóttur fh. Listaháskóla Íslands, dags. 07.03.2019.
    18.-24. mars næstkomandi mun Listaháskóli Íslands standa að námskeiði fyrir 2. árs nema í Grafískri hönnun á Siglufirði. Kúrsinn er skipulagður með stuttum fyrirvara og einnig eru fjárstyrkir frá skólanum af skornum skammti og nemendur standa straum af ferðakostnaði sjálfir. Sturtuaðstaða í húsnæði sem nemendur og kennarar hafa til gistingar og kennslu er ekki nægileg fyrir svo stóran hóp. Óskað er eftir því að nemendur og aðstandendur námskeiðsins geti fengið afslátt í sund á meðan á dvöl þeirra stendur.

    Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála. Þar sem fram kemur að um 17 nemendur Listaháskólans er að ræða og mælt með að þeim verði veittur skólaafsláttur samkvæmt gildandi gjaldskrá. Áætlaður styrkur kr. 34.000 rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.

    Bæjarráð samþykkir að veita nemendum Listaháskóla Íslands skólaafslátt í sund samkvæmt gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldir aðilar skipi vinnuhóp um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon.

    Andri Viðar Víglundsson, Helga Helgadóttir og Ingibjörg G. Jónsdóttir.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 07.03.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um niðurstöðu bæjarráðs er varðar umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019. Einnig upplýsingar um afgreiðslur ráða, nefnda og bæjarstjórnar er varðar breytingar á rekstrarstyrk til klúbbsins undanfarin ár.
    Þá óskar Golfklúbburinn eftir viðræðum við sveitarfélagið vegna landbóta.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra-, og deildarstjóra tæknideildar og boða forsvarsmenn Golfklúbbsins á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 07.03.2019 þar sem óskað er eftir að fá afnot af æfingasvæði, austan Hólsár til þess að nýta undir æfingaaðstöðu fyrir barna- og unglingastarf. Klúbburinn mun sjálfur sjá um slátt og umhirðu á svæðinu.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagt fram erindi Félagsmálaráðuneytisins, dags. 05.03.2019 er varðar boð á ráðstefnu um framtíðarskipan vinnunnar og breytingar á vinnumarkaði sem haldin verður í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í Hörpu 4. og 5. apríl 2019.

    Árið 2019 verður þess minnst með margvíslegum hætti að öld er liðin frá því Alþjóðavinnumálastofnunin (International Labour Organization - ILO) hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919. Af þessu tilefni aldarafmælisins hleypti stofnunin af stokkunum verkefnum sem beindust að eftirfarandi þáttum:
    Þróun atvinnulífsins og samfélagsins, atvinnusköpun - einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði, breytingum á skipulagi vinnunnar vegna nýrrar tækni og samskiptum atvinnurekenda og launafólks, réttindum og skyldum, formi á reglusetningu o.fl. á sviði félags- og vinnumála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagt fram til kynningar erindi Íbúðarlánasjóðs dags, 05.03.2019 þar sem fram kemur að Íbúðalánasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir árið 2019. Gert er ráð fyrir að til úthlutunar nú sé að minnsta kosti 2.700.000.000 kr.
    Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagður fram undirritaður samningur bæjarstjóra um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga. Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagt fram erindi Ólafs H. Marteinssonar fyrir hönd Ramma hf. dags. 11. mars 2019 varðandi forkaupsrétt á fiskiskipinu Fróða II ÁR-38.

    Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Fróða II, ÁR-38.
    Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 15. febrúar sl. Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lögð fram til kynningar tillaga Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 06.03.2019 til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019 Lagðar fram til kynningar:
    237. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 06.03.2019 og
    52. fundargerð Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 06.03.2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Stjórn Hornbrekku - 13. fundur - 28. febrúar 2019

Málsnúmer 1902010FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 13. fundur - 28. febrúar 2019 Hjúkrunarforstjóri fór yfir áherslur í endurbótum á sameiginlegu rými og einstaklingsrými íbúa Hornbrekku. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 13. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 13. fundur - 28. febrúar 2019 Gögn málsins lögð fram á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 13. fundur - 28. febrúar 2019 Hjúkrunarforstjóri fór yfir ýmis mál sem varða innra starf Hornbrekku, sagði frá fundi sem haldinn var með aðstandendum íbúa Hornbrekku þann 8. febrúar sl. og námskeið sem hópur starfsmanna sótti um þjónustu einstaklinga með heilabilun. Hornbrekka hefur samið við Símey um markvissa greingu og fræðslu fyrir starfsmenn.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 13. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 13. fundur - 28. febrúar 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá félagsfundi SFV, sem haldinn var 1. febrúar síðastliðinn. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 13. fundur - 28. febrúar 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019

Málsnúmer 1902013FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019 Undir þessum lið sat Halldóra María Elíasdóttir umsjónarmaður Neons. Hún fór yfir starfið í Neon í vetur ásamt því sem á döfinni er fram á vor.
    Fram kom í máli Halldóru að vel hafi gengið í félagsmiðstöðinni í vetur. Góð mæting er meðal unglinga. Framundan er Góðgerðavika 11.-15. mars og ferð á Samfestinginn og Söngkeppni Samfés 22.-23. mars.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019 Ungmennafélag Íslands heldur hina árlegu ráðstefnu Ungt fólk og lýðræði dagana 10. - 12. apríl 2019 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér? Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Skráning stendur til 26. mars nk. Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til Ungmennaráðs og hvetur ungmennaráð til að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019 Fyrir liggur umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem fram kemur að skólinn er nú þegar í samstarfi við Trölla á unglingastigi. Félagsmiðstöðin Neon átti í samstarfi við Trölla um útsendingu á NorðurOrg sem haldin var 25. janúar sl. Bæði skólinn og félagsmiðstöðin eru opin fyrir frekara samstarfi. Þá var Trölli með hugmynd um samstarf við Leikskóla Fjallabyggðar t.d. um fréttir og myndir úr starfi leikskólans. Að svo stöddu sér leikskólastjóri ekki hag í markvissu samstarfi þar sem samskipti við foreldra eru í föstum skorðum gegnum leikskólakerfið Karellen og fréttir af skólastarfinu eru birtar á heimasíðu leikskólans og sveitarfélagsins. Fræðslu- og frístundanefnd hvetur félagsmiðstöðina og grunnskólann til að þróa samstarf við Trölla.is. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019 Undir þessum lið sat skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður Olweus eineltiskönnunar sem lögð var fyrir í lok nóvember 2018. 97% nemenda í 5.-10. bekk tóku þátt í könnuninni. Einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar mælist 3,1% sem er mun minna en meðaltal í öðrum Olweusskólum á landsvísu en það var 6,3%. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 6. mars 2019

Málsnúmer 1902014FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 6. mars 2019 Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sat undir þessum dagskrárlið. Forstöðumaður fór yfir helstu atriði skýrslu Þjóðskjalasafns um starfsemi Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar. Skýrslan byggir á könnun sem var gerð árið 2017 og tók til stöðu héraðsskjalasafnsins í árslok 2016. Farið var yfir niðurstöður skýrslunnar. Markaðs- og menningarnefnd vísar skýrslunni til bæjarráðs. Nefndin felur forstöðumanni og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að útbúa minnisblað með skýrslunni í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 6. mars 2019 Linda Lea Bogadóttir kynnti skýrslu um Áfangastaðaáætlun fyrir nefndarmönnum. Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 6. mars 2019

Málsnúmer 1903002FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 6. mars 2019 Þar sem engar teikningar bárust innan tilskilins frests er lóðarúthlutun sem staðfest var 26. júní 2018, afturkölluð. Bókun fundar Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir.

    Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 6. mars 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 6. mars 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 6. mars 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 6. mars 2019 Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Konráð Karl Baldvinsson.

    Afgreiðsla 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

    Helgi Jóhannsson vék af fundi við atkvæðagreiðslu.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 6. mars 2019 Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar og felur tæknideild að svara erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 237. fundur - 6. mars 2019 Nefndin felur tæknideild að svara erindinu. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 237. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Breyting í skipan yfirkjörstjórnar:
Varamenn verða : Ólína Þ. Guðjónsdóttir I-lista, Sandra Finnsdóttir D-lista, Karólína Sigurjónsdóttir H-lista.

Breyting í skipan félagsmálanefndar :
Aðalmaður verður Friðfinnur Hauksson í stað Sóleyjar Önnu Pálsdóttur.
Varamaður verður Ólína Ýr Jóakimsdóttir í stað Guito Thomas.

Breyting í skipan fræðslu- og frístundanefnd:
Varamaður verður Ida Semey í stað Ólínu Ýrar Jóakimsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

10.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1902066Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir í síðari umræðu breytingar á samþykktum Fjallabyggðar samhljóða með 7 atkvæðum.

11.Skipun öldungaráðs 2019

Málsnúmer 1901102Vakta málsnúmer

Breyting á skipan Öldungaráðs Fjallabyggðar
Aðalmenn :
S. Guðrún Hauksdóttir formaður
Nanna Árnadóttir,
Jón Valgeir Baldursson
Varamenn :
Hjördís Hjörleifsdóttir
Ingibjörg G. Jónsdóttir
Særún Hlín Laufeyjardóttir

Fyrir félaga eldri borgara verða aðalmenn:
Konráð Baldvinsson, Ingvar Ágústsson, Björn Þór Ólafsson og Ásdís Pálmadóttir.

Varamenn verða Hrafnhildur Stefánsdóttir, Svava Björg Jóhannsdóttir, Björg Friðriksdóttir og Einar Þórarinsson.
Fyrir HSN er aðalmaður Elín Arnarsdóttir og til vara Anna S. Gilsdóttir.

Tillaga er um að Öldungaráð verði launað ráð.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

12.Markaðsstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1811009Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipan í vinnuhóp um Markaðsstefnu Fjallabyggðar.

Jón Kort Ólafsson H-lista
Ólafur Stefánsson D-lista
Ægir Bergsson I-lista
Bjarney Lea Guðmundsdóttir
Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

13.Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir Neon

Málsnúmer 1903019Vakta málsnúmer

Tillaga um vinnuhóp um framtíðarhúsnæði Neons.

Andri Viðar Víglundsson H-lista
Helga Helgadóttir D-lista
Ingibjörg G. Jónsdóttir I-lista

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:45.