Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019

Málsnúmer 1902013F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 172. fundur - 13.03.2019

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019 Undir þessum lið sat Halldóra María Elíasdóttir umsjónarmaður Neons. Hún fór yfir starfið í Neon í vetur ásamt því sem á döfinni er fram á vor.
    Fram kom í máli Halldóru að vel hafi gengið í félagsmiðstöðinni í vetur. Góð mæting er meðal unglinga. Framundan er Góðgerðavika 11.-15. mars og ferð á Samfestinginn og Söngkeppni Samfés 22.-23. mars.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019 Ungmennafélag Íslands heldur hina árlegu ráðstefnu Ungt fólk og lýðræði dagana 10. - 12. apríl 2019 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér? Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Skráning stendur til 26. mars nk. Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til Ungmennaráðs og hvetur ungmennaráð til að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019 Fyrir liggur umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem fram kemur að skólinn er nú þegar í samstarfi við Trölla á unglingastigi. Félagsmiðstöðin Neon átti í samstarfi við Trölla um útsendingu á NorðurOrg sem haldin var 25. janúar sl. Bæði skólinn og félagsmiðstöðin eru opin fyrir frekara samstarfi. Þá var Trölli með hugmynd um samstarf við Leikskóla Fjallabyggðar t.d. um fréttir og myndir úr starfi leikskólans. Að svo stöddu sér leikskólastjóri ekki hag í markvissu samstarfi þar sem samskipti við foreldra eru í föstum skorðum gegnum leikskólakerfið Karellen og fréttir af skólastarfinu eru birtar á heimasíðu leikskólans og sveitarfélagsins. Fræðslu- og frístundanefnd hvetur félagsmiðstöðina og grunnskólann til að þróa samstarf við Trölla.is. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 4. mars 2019 Undir þessum lið sat skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður Olweus eineltiskönnunar sem lögð var fyrir í lok nóvember 2018. 97% nemenda í 5.-10. bekk tóku þátt í könnuninni. Einelti í Grunnskóla Fjallabyggðar mælist 3,1% sem er mun minna en meðaltal í öðrum Olweusskólum á landsvísu en það var 6,3%. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.