-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Á fund bæjarráðs mætti Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN og Þórhallur Harðarson framkv.stj. fjármála og stoðþj. Þeir fóru yfir stöðu sjúkraflutninga í Fjallabyggð og næstu skref en ljóst er að ekki verður að stofnun vettvangsteymis í samstarfi við Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði sem átti að sinna fyrsta viðbragði vegna útkalls sjúkrabifreiðar frá Siglufirði til Ólafsfjarðar.
Bæjarráð áréttar kröfu um ásættanlegt viðbragð við fyrstu hjálp í Ólafsfirði og boðar Valþór Stefánsson yfirlæknir og Önnu Gilsdóttur yfirhjúkrunarfræðing við Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Fjallabyggð á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir væntanlegar tillögur HSN.
Bókun fundar
Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og Helga Helgadóttir.
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagt fram launayfirlit fyrir tímabilið 01.01.2019 til 28.02.2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagt fram erindi Guðrúnar J. Bachmann, dags. 06.03.2019 fh. Háskólalestarinnar. Háskólalestinn verður í Fjallabyggð dagana 17. og 18. maí nk. og mun þá bjóða grunnskólabörnum upp á námskeið í samstarfi við Grunnskóla Fjallabyggðar 17. maí þar sem nemendum gefst kostur á að sjá og kynnast tækjum og vísindum sem ekki eru í boði í Fjallabyggð. Vísindaveisla, opin öllum, verður svo þann 18. maí.
Heimsókn Háskólalestarinnar er skólum og nemendum að kostnaðarlausu - og Vísindaveislan er sömuleiðis öllum opin, endurgjaldslaust. Óskað er eftir aðstöðu í Menningarhúsinu Tjarnarborg og styrk í formi húsaleigu.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 08.03.2019 þar sem fram kemur að Menningarhúsið Tjarnarborg er laust umrædda daga. Styrkur í formi húsaleigu nemur kr. 69.600.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaða heimsókn Háskólalestarinnar í Fjallabyggð og samþykkir að veita afnot og styrk í formi húsaleigu af Menningarhúsinu Tjarnarborg.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr.3/2019 að upphæð 69.600 við fjárhagsáætlun 2019 við deild 04810 og lykill 9291. Viðaukanum verður mætt með hækkun á tekjum þannig að liður 05610 - 0340 hækki um kr. 61.600.- og liður 05610 ? 0990 hækki um kr. 8.000.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lögð fram drög að almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum í ráðum og nefndum Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Til máls tók Helgi Jóhannsson.
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi opnun tilboða í verkið MTR, endurnýjun á þakdúk, verðkönnun.
Eftirfarandi tilboð bárust :
Ferningar ehf kr. 14.585.680
L7 ehf kr. 9.627.380
BB Byggingar ehf kr. 8.976.250
Kostnaðaráætlun nemur kr.9.083.500
Deildarstjóri tæknideildar leggur til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði BB Byggingar ehf sem er jafnframt lægstbjóðandi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagt fram erindi Elsu Jónsdóttur fh. Listaháskóla Íslands, dags. 07.03.2019.
18.-24. mars næstkomandi mun Listaháskóli Íslands standa að námskeiði fyrir 2. árs nema í Grafískri hönnun á Siglufirði. Kúrsinn er skipulagður með stuttum fyrirvara og einnig eru fjárstyrkir frá skólanum af skornum skammti og nemendur standa straum af ferðakostnaði sjálfir. Sturtuaðstaða í húsnæði sem nemendur og kennarar hafa til gistingar og kennslu er ekki nægileg fyrir svo stóran hóp. Óskað er eftir því að nemendur og aðstandendur námskeiðsins geti fengið afslátt í sund á meðan á dvöl þeirra stendur.
Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála. Þar sem fram kemur að um 17 nemendur Listaháskólans er að ræða og mælt með að þeim verði veittur skólaafsláttur samkvæmt gildandi gjaldskrá. Áætlaður styrkur kr. 34.000 rúmast innan fjárhagsáætlunar 2019.
Bæjarráð samþykkir að veita nemendum Listaháskóla Íslands skólaafslátt í sund samkvæmt gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldir aðilar skipi vinnuhóp um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon.
Andri Viðar Víglundsson, Helga Helgadóttir og Ingibjörg G. Jónsdóttir.
Bókun fundar
Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 07.03.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um niðurstöðu bæjarráðs er varðar umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019. Einnig upplýsingar um afgreiðslur ráða, nefnda og bæjarstjórnar er varðar breytingar á rekstrarstyrk til klúbbsins undanfarin ár.
Þá óskar Golfklúbburinn eftir viðræðum við sveitarfélagið vegna landbóta.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra-, og deildarstjóra tæknideildar og boða forsvarsmenn Golfklúbbsins á fund bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar, dags. 07.03.2019 þar sem óskað er eftir að fá afnot af æfingasvæði, austan Hólsár til þess að nýta undir æfingaaðstöðu fyrir barna- og unglingastarf. Klúbburinn mun sjálfur sjá um slátt og umhirðu á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagt fram erindi Félagsmálaráðuneytisins, dags. 05.03.2019 er varðar boð á ráðstefnu um framtíðarskipan vinnunnar og breytingar á vinnumarkaði sem haldin verður í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í Hörpu 4. og 5. apríl 2019.
Árið 2019 verður þess minnst með margvíslegum hætti að öld er liðin frá því Alþjóðavinnumálastofnunin (International Labour Organization - ILO) hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919. Af þessu tilefni aldarafmælisins hleypti stofnunin af stokkunum verkefnum sem beindust að eftirfarandi þáttum:
Þróun atvinnulífsins og samfélagsins, atvinnusköpun - einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði, breytingum á skipulagi vinnunnar vegna nýrrar tækni og samskiptum atvinnurekenda og launafólks, réttindum og skyldum, formi á reglusetningu o.fl. á sviði félags- og vinnumála.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagt fram til kynningar erindi Íbúðarlánasjóðs dags, 05.03.2019 þar sem fram kemur að Íbúðalánasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir árið 2019. Gert er ráð fyrir að til úthlutunar nú sé að minnsta kosti 2.700.000.000 kr.
Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagður fram undirritaður samningur bæjarstjóra um samrekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagt fram erindi Ólafs H. Marteinssonar fyrir hönd Ramma hf. dags. 11. mars 2019 varðandi forkaupsrétt á fiskiskipinu Fróða II ÁR-38.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti á fiskiskipinu Fróða II, ÁR-38.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lögð fram til kynningar fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 15. febrúar sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lögð fram til kynningar tillaga Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 06.03.2019 til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 596. fundur - 12. mars 2019
Lagðar fram til kynningar:
237. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 06.03.2019 og
52. fundargerð Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 06.03.2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 596. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.