-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Á 591. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna erindis Reynis Bergmanns fh. Travelcard Iceland dags. 29.01.2019.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem fram kemur að Fjallabyggð er með ótímabundinn samning við Útilegukort þar sem um er að ræða nánast sömu útfærslu og hjá Travelcard Iceland. Deildarstjóri leggur til að á árinu 2019 verði samningi við Útilegukortið haldið og að sumri liðnu sé hægt að endurskoða málið með tilliti til reynslu af nýju korti og þess hvort sjáanleg verði minni notkun á Útilegukortinu.
Bæjarráð samþykkir að halda samningi við Útilegukort óbreyttum út opnunartíma tjaldsvæða í Fjallabyggð á árinu 2019. Samningurinn verði endurskoðaður að loknu tímabili með tilliti til þeirra þátta sem fram koma í vinnuskjali deildarstjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram svar deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi úthlutun fjármagns til stuðning við nemendur með sérþarfir.
Í svari deildarstjóra kemur fram að heildarfjármagn sveitarfélagsins til stuðnings við nemendur með sérþarfir, nemendur af erlendum uppruna og nemendur með erfiðar félagslegar aðstæður er kr. 79.197.118 fyrir utan kostnað vegna þjónustu við talmeinafræðinga og skólasálfræðiþjónustu sem er samtals kr. 6.348.667.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lögð fram drög að samningi vegna skólaaksturs úr dreifbýli í grunnskóla fyrir tímabilið 1. febrúar 2019 til 31. maí 2019.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna tilboða í Vesturstíg sem opnuð voru fimmtudaginn 21.02.2019.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. kr. 5.460.725
Fjallatak ehf. 4.982.157
Smári ehf. 4.947.290
Árni Helgason ehf. 3.130.500
Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 4.390.900
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Árna Helgasonar ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram erindi Margrétar Jónsdóttur Njarðvík fyrir hönd MUNDO ferðaskrifstofu og alþjóðlegrar ráðgjafar, dags. 18.02.2019 er varðar ósk um sérstök kjör fyrir gesti Mundo/Hótel Sigluness í sundlaugina á Siglufirði þann 1. og 2. mars nk. Einnig er þess óskað að laugin verði hituð í 35-37 gráður umrædda daga til þess að geta boðið þátttakendum á skíðanámskeiði og íbúum Fjallabyggðar að fljóta með flothettur við þægilegt hitastig.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að nýsamþykkt gjaldskrá íþróttamiðstöðvar gerir ekki ráð fyrir afslætti hótelgesta í sundlaugar sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun ársins er heldur ekki gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna hitunar á laug.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram erindi Rögnvaldar Guðmundssonar framkvæmdarstjóra RRF, dags. 15. febrúar sl. er varðar uppfærslu á samantekt sem fyrirtækið vann á árinu 2014 fyrir Fjallabyggð um Ferðamenn í Fjallabyggð 2004-2013. Um er að ræða uppfærslu og viðbót vegna áranna 2015-2018 til að sýna fram á þróun í fjölda og samsetningu erlendra gesta til sveitarfélagsins frá árinu 2013. Út frá rannsókninni verður einnig gerð áætlun fyrir þróun í fjölda innlendra ferðamanna til Fjallabyggðar og farið yfir stöðu Fjallabyggaðar sem áfangastaðar í samanburði við komu gesta á Eyjafjarðarsvæðið.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar fh. Slökkviliðs Fjallabyggðar dags.13. febrúar 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram til kynningar erindi Jóns Guðmundssonar fh. Samgöngufélagsins, dags. 10.02.2019 þar sem athygli er vakin á grein Jóns sem birtist á vef Bæjarins besta þann 8. febrúar sl. undir heitinu Umferð í vegöngum og forgangsröðun búnaðar þar.
Með greininni fylgir tafla með tölum um umferð í veggöngum landsins, öðrum en Hvalfjarðargöngum, fyrir árin 2016-2018. Samkvæmt þeim tölum sem þar koma fram er full þörf talin á því að halda áfram baráttu fyrir búnaði til útsendinga útvarps í öllum veggöngum á landinu.
Greinina má nálgasta á slóðinni : http://www.bb.is/2019/02/umferd-i-veggongum-og-forgangsrodun-a-bunadi-thar/
Bókun fundar
Til máls tók Helgi Jóhannsson.
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 12.02.2019 þar sem þess er óskað að sveitarfélagið taki ákvörðun um skráningu fasteigna samkvæmt fylgiskjali til þess að hægt sé að skrá lögheimili niður á íbúðir þar sem leysa þarf úr misræmi milli fasteignaskrár og hússkrár í þjóðskrá.
Óskað er eftir því að ákvörðun sveitarfélagsins berist innan 30 daga frá dagsetningu bréfsins.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram erindi Hagstofu Íslands, dags. 13.02.2019 þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið skrái upplýsingar um störf sem voru laus þann 15.02.2019 og upplýsingar um mannaflaþörf næstu 6 mánuði.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram erindi Jónínu Pálsdóttur fh. Náttúruhamfaratrygginga Íslands, dags. 12.02.2019 er varðar upplýsingar um mannvirki í eigu sveitarfélagsins sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ. Sem og yfirlit yfir þær eignir sem nú þegar eru tryggðar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram erindi Steingríms Kristinssonar, dags. 16.02.2019 er varðar reglur um nöfn höfunda ljósmynda sem birtar eru á vef sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram erindi Hrannar Einarsdóttur, dags. 21.02.2019 er varðar styrk vegna ljósmyndasýningar sem hún hyggst halda á Siglufirði dagana 3.-5. maí nk.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að umsóknarfrestur um styrki til menningarmála fyrir árið 2019 er liðinn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lögð fram til umsagnar, frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 21.02.2019 tillaga til þingsályktunar um velferðartækni, mál 296.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lagt fram til umsagnar, frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 21.02.2019 frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, mál 255.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lögð fram til kynningar 410. fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 15. febrúar sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 594. fundur - 26. febrúar 2019
Lögð fram til kynningar 317. fundargerð stjórnar Eyþings frá 15. febrúar sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 594. fundar bæjarráðs staðfest á 172. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.