Bæjarstjórn Fjallabyggðar

155. fundur 24. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson bæjarfulltrúi, S lista
  • Nanna Árnadóttir varabæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Hilmar Elefsen boðaði forföll og í hans stað kemur Nanna Árnadóttir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017

Málsnúmer 1712007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017 Breyta þarf nafni leyfishafa rekstrarleyfis veitingarleyfis í Tjarnarborg samkv. 1. mgr. 9 gr. laga 85/2007.
    Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði tilgreindur sem forsvarsmaður og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017 Tekið fyrir bréf frá Félagi eldri borgara á Siglufirði þar sem fram kemur að félagið afþakkar lóð að Hvanneyrarbraut sem bæjaryfirvöld höfðu úthlutað því fyrir púttvöll.
    Bæjarráð þakkar góðar kveðjur og óskar félagsmönnum sömuleiðis gleðilegrar hátíðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017 Lagt fram til kynningar bréf frá stéttarfélaginu Kili þar sem minnt er á hlutverk stéttarfélaga og mikilvægi þess að nýir starfsmenn fái upplýsingar um Kjöl þegar þeir hefja störf hjá sveitarfélagi, vegna samningsréttar félagsins fyrir störf hjá því opinbera.
    Bæjarráð þakkar fyrir bréfið og meðfylgjandi kynningarefni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017 Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngufélagi Íslands vegna búnaðar til útsendinga útvarps í veggöngum. Bréfið var m.a. sent samgönguráðherra, Vegagerðinni og sveitarfélögum þar sem veggöng eru þar sem ekki nást útvarpssendingar. Félagið hefur með aðstoð verkfræðistofunni Eflu skoðað hvað þurfi til að ná megi útsendingum útvarps í þeim veggöngum, þar sem ekki nást útvarpssendingar eins og er. Er lagt til að undirbúningur hefjist til þess að koma búnaði upp í veggöngunum og að gert verði ráð fyrir kostnaðinum í samgönguáætlun.

    Bæjarráð tekur undir nauðsyn þess að útvarpssendingar náist í veggöngum, enda myndi það auka öryggi vegfarenda. Bæjaryfirvöld hafa tekið málið upp við Vegagerðina án árangurs og er unnið að gerð erindis til Vegagerðarinnar vegna málsins.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar ungmennaráðs sem haldinn var 17. desember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017

Málsnúmer 1712010FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2017 vegna breytts rekstrarfyrirkomulags á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku, tilfærslu á fé vegna framkvæmda á milli áranna 2017 og 2018 og leiðréttingu á milli liða.

    Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka 3 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 21. desember 2017. Innborganir nema 1.001.138.562 kr. sem er 87,98% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 1.070.000.000 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Bæjarráð samþykkir að selja íbúð 101 að Laugarvegi 39, Siglufirði og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að ganga frá uppsögn á gildandi leigusamningi. Jafnframt samþykkir bæjarráð að bjóða núverandi leigjanda forkaupsrétt að fasteigninni. Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Lögð fram drög að samstarfssamningi um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
    Aðilar að samstarfssamningnum eru auk Fjallabyggðar: Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagaströnd, Skagabyggð, Skagafjörður og Akrahreppur.

    Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með fyrirvara um samningstíma og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Tekið fyrir erindi frá Atla Sævarssyni, fh. Creditinfo, þar sem Fjallabyggð er boðið að kaupa fjölmiðlaskýrslu, þar sem fram koma upplýsingar um fréttaumfjallanir um sveitarfélagið á árinu 2017.

    Bæjarráð hafnar tilboðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Einnig lögð fram til kynningar bókun úr fundargerð 2416. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar sem send var Fjallabyggð þann 11. desember sl.
    Þar tekur ráðið undir afstöðu sambandsins „um nauðsyn þess að árlegar fjárheimildir Ofanflóðasjóðs verði hækkaðar með hliðsjón af þeim verkefnum sem bíða aðkomu sjóðsins. Jafnframt vill bæjarráð (Seyðisfjarðarkaupstaðar) koma á framfæri því sjónarmiði að tekjum Ofanflóðasjóðs verði áfram haldið aðgreindum sem mörkuðum tekjum sem væntanlega leggjast af þegar verkefnum við ofanflóðavarnir verður lokið."

    Bæjarráð tekur undir bæði umsögn sambandsins og bókun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar um mikilvægi þess að Ofanflóðasjóði séu veittar nægar fjárheimildir til þess að hann geti sinnt hlutverki sínu sem skyldi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

    Tekin fyrir drög að samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Tengis hf. um styrkveitingu til uppbyggingu ljósleiðaranets í dreifbýli. Í nóvember sl. var tilkynnt að Fjallabyggð hefði fengið styrk úr verkefninu Ísland ljóstengt og samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun mun Fjallabyggð greiða 3.500.000 kr. til verkefnisins á árinu 2018.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur staðgengli bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 301. fundar stjórnar Eyþings sem haldinn var 13. desember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra sem haldinn var 20. desember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 536. fundur - 29. desember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 108. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 17. desember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 536. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018

Málsnúmer 1801003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar annars vegar og Hjalta Jónssonar sálfræðings og Jóns Viðars Viðarssonar sálfræðings hins vegar um sálfræðiþjónustu við félagsþjónustu Fjallabyggðar og leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2018 til og með 15. júní 2018.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 537. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018 Lögð fram drög lífeyrissjóðsins Brúar að uppgjöri lífeyrisskuldbindinga Fjallabyggðar vegna breytinga á A-deild Brúar.

    Endanleg upphæð verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.

    Bæjarráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörið skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 537. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.3 1801020 Slit á Seyru
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018 Þann 12. janúar n.k. verður haldinn tvöfaldur hluthafafundur í Seyru ehf, þar sem áætlað er að félaginu verði slitið. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að félaginu verði slitið.
    Fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Seyru er S. Guðrún Hauksdóttir.

    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 537. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 537. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018

Málsnúmer 1801006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018 Lagður er fram tölvupóstur Gerðar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Brúar Lífeyrissjóðs frá 4. janúar sl. er varðar uppgjör vegna breytinga á A-deild Brúar lífeyrissjóðs.

    Hlutur Fjallabyggðar í uppgjöri vegna breytinga á A-deild Brúar er um 284 milljónir króna og skiptist þannig:
    - 71.053.504 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar
    - 192.123.927 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar
    - 20.669.268 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar

    Hlutur Fjallabyggðar vegna Hafnarsamlags Eyjafjarðar vegna breytinga á A deild Brúar er kr. 77.951.- framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar.

    Hlutur Fjallabyggðar vegna Samþættingu skóla og félag utan Eyjafjarðar vegna breytinga á A-deild Brúar er kr. 79.534.- framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar.

    Uppgjör við A-deild Brúar mun verða gjaldfært á árið 2017.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulag um uppgjör við Brú, lífeyrissjóð, verði samþykkt og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirrita samkomulagið þegar samþykkt bæjarstjórnar liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 538. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018 Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sifjar Guðbrandsdóttur, deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, dagsett 15. janúar vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

    Vegna breytinga á A-deild Brúar reynist nauðsynlegt að Fjallabyggð sæki um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
    Þáttur Fjallabyggðar í uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar er um 284 milljónir króna.
    Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála leggur því til við bæjarráð að sótt verði um lán að fjárhæð kr. 284.000.000.-.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sótt verði um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og vísar málinu til endanlegrar samþykktar bæjarstjórnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 538. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018 Tekin fyrir beiðni slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar um söluheimild vegna bifreiðarinnar HL-045. Mannskapsbíll fyrir slökkviliðið var endurnýjaður í upphafi árs samkvæmt fjárhagsáætlun.

    Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur deildarstjóra tæknideildar að annast sölu á bifreiðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 538. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 538. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018 Málefni sjúkraflutninga í Ólafsfirði voru rædd á fundinum.
    Óskað hefur verið eftir því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands mæti á næsta fund bæjarráðs og hefur hann orðið við þeirri beiðni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 538. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá S. Guðjónsson þar sem kynnt er úrval ljósleiðarastrengja og öðrum fjarskipta- og tengibúnaði ljósleiðara. Bókun fundar Afgreiðsla 538. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið vegna fyrirhugaðs tilraunaverkefnis skólans er varðar fullnýtingu á lífrænum úrgangi þar sem metan yrði unnið úr úrganginum.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 538. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Akureyrarakademíunni vegna ráðstefnunnar „Konur upp á dekk! Hagnýt fræðsla og samræðuþing um stjórnmál", sem haldin verður á Akureyri dagana 27. janúar og 3. febrúar nk.

    Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 25.000 kr. sem færist af lið 21810-9291.
    Bókun fundar Afgreiðsla 538. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 538. fundur - 16. janúar 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 39. fundar markaðs- og menningarnefndar, 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og 4. fundar stjórnar Hornbrekku. Bókun fundar Afgreiðsla 538. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018

Málsnúmer 1801007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018 Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands afboðaði sig á fund bæjarráðs vegna veðurs. Óskað hefur verið eftir því að hann mæti á fund bæjarráðs við fyrsta tækifæri. Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018 Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna nýrra persónuverndarlaga. Í skjalinu er að finna leiðbeiningar um það hvernig sveitarfélög geta innleitt nýtt verklag. Einnig hefur tveimur sérfræðingahópum verið komið á fót sem sveitarfélög geta leitað til við undirbúninginn. Bókun fundar Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018 Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar Hafnarkaffis um rekstrarleyfi til veitingu veitinga.
    Bæjarráð tók erindið upphaflega fyrir á 509. fundi sínum þann 11. júlí 2017 og taldi þá fyrirliggjandi gögn er varða opnunartíma og flokkun ekki nægjanleg og óskaði eftir ýtarlegri upplýsingum.
    Þar sem að þær upplýsingar hafa ekki borist sér bæjarráð sér ekki fært að veita umsókninni jákvæða umsögn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skýrslu Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustfundi þess árið 2017, þar sem fram koma ábendingar um hvernig hægt er að verjast spillingu í opinberum innkaupum. Bókun fundar Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018 Þann 26. janúar n.k. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga.
    Skáksambandið vonar að sem flest sveitarfélög taki þátt í Skákdegi Íslands.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018 Lagt fram til kynningar kynningartilboð frá Íbúum ses., sem vinnur að því að auka borgaralega þátttöku og hannar og þróar opinn hugbúnað fyrir samráðsferla og samráðslýðræði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018 Lögð fram til kynningar samantekt frá 20. ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruvernda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn var á Akureyri þann 8. nóvember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands þar sem vakin er athygli á Lífshlaupinu - landskeppni í hreyfingu sem hefst 31. janúar n.k. Óskað er eftir liðsinni sveitarfélagsins við að vekja athygli á Lífshlaupinu og hvetja vinnustaði, grunnskóla og einstaklinga til þátttöku.

    Bæjarráð hvetur íbúa Fjallabyggðar til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og felur markaðs- og menningarfulltrúa að auglýsa Lífshlaupið á heimasíðu Fjallabyggðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 16. fundur - 13. desember 2017

Málsnúmer 1712006FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 16. fundur - 13. desember 2017 Rætt um málefni ungs fólks í Fjallabyggð. Hvað mætti bæta og hvernig staðan er í félagslífi nemenda í MTR, grunnskólanum og í Neon. Góð mæting hefur verið í Neon og fjölbreytt starf. Rætt um íþróttamál og vill Ungmennaráð beina því til UÍF að æskilegra væri að öll íþróttafélög í Fjallabyggð gætu sameinast undir eitt heiti eða að minnsta kosti sameinast um einn utanyfirbúning merktur UÍF. Til dæmis er dýrt fyrir foreldra að kaupa mismunandi búninga og utanyfirgalla ef börn æfa margar íþróttir Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 16. fundar ungmennaráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 16. fundur - 13. desember 2017 Ungmennaráð fagnar hækkun á frístundastyrk til barna á aldrinum 4-18 ára úr kr. 20.000 í kr. 30.000. Ungmennaráð hvetur sveitarfélagið til að hækka frístundastyrk enn frekar á næstu árum. Einnig er það skoðun Ungmennaráðs að sex 5000 kr ávísanir séu hentugri en 10.000 kr ávísanir líkt og í fyrra. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar ungmennaráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 21. desember 2017

Málsnúmer 1712008FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 21. desember 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar félagsmálanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 21. desember 2017 Lagt fram til kynningar erindi velferðarráðuneytisins um dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar félagsmálanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 7.3 1710094 Gjaldskrár 2018
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 21. desember 2017 Lögð fram tillaga að á gjaldskrá félagsmáladeildar. Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar félagsmálanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 21. desember 2017 Ársreikningur Sambýlisins við Lindargötu fyrir árið 2016, lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 108. fundar félagsmálanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 108. fundur - 21. desember 2017 Félagsmálanefnd samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum Félags eldri borgara í Ólafsfirði vegna samstarfssamnings um Hús eldri borgara.
    Deildarstjóra falið að boða fulltrúa félagsins á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Nanna Árnadóttir og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 108. fundar félagsmálanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018

Málsnúmer 1801001FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starf vetrarins í félagsmiðstöðinni. Ágæt mæting hefur verið í vetur. Deildarstjóri kynnti hugmynd umsjónarmanns, Daníelu Jóhannsdóttur, um að fjáröflun fyrir Samfésferð í lok mars verði í formi góðgerðarviku, þar sem unglingar taka að sér ýmis góðverk fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir gegn styrk til ferðarinnar. Útfæra þarf góðgerðavikuna og auglýsa í samfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Erindi hefur borist frá foreldri þar sem bent er á að vegna þess að opnunartími félagsmiðstöðvar sé til kl. 22.00 séu unglingar á leið heim með rútu eftir að útivistartíma þeirra lýkur. Í erindinu er lagt til að flýta starfseminni um hálftíma eða stytta opnun þannig að henni ljúki kl. 21.30. Einnig komu fram athugasemdir varðandi staðsetningu félagsmiðstöðvarinnar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir erindið en telur ekki ástæðu til að breyta fyrirkomulagi og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar að svo stöddu. Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
    Innsent erindi frá Mundo-ferðaskrifstofunni þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð. Um er að ræða móttöku á 10-15 spænskum ungmennum á aldrinum 13-16 ára sumarið 2018. Þau myndu dvelja í Fjallabyggð í mánuð, á jafnmörgum heimilum. Mundo sér um að finna fjölskyldur fyrir ungmennin og verður með manneskju sem sinnir þeim á meðan á dvöl stendur ef eitthvað kemur upp á. Með erindinu er óskað eftir því að Fjallabyggð lofi spænsku ungmennunum að taka þátt í unglingavinnunni eins og íslensku „systkinum“ þeirra.
    Fræðslu- og frístundarnefnd samþykkir erindi ferðaskrifstofunnar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við forsvarsmenn verkefnisins.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva.
    Framundan er stofnun stýrihóps fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag og formleg umsókn um þátttöku í verkefninu. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála leggur til að stofnaður verði 5 manna stýrihópur. Óskað verður eftir að heilsugæslan tilnefni fulltrúa í stýrihópinn, leik- og grunnskólinn sameiginlega einn fulltrúa. Þá verði einn fulltrúi eldri borgara í stýrihópnum og einn fulltrúi frá aðildafélögum UÍF. Þá mun deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála eiga sæti í stýrihópnum fyrir hönd sveitarfélagsins og stýra starfi hans. Stefnt er að fyrsta fundi stýrihóps í lok þessa mánaðar.

    Á fundi fræðslu- og frístundanefndar 22. nóvember s.l. lagði nefndin til að í tengslum við innleiðingu á verkefninu Heilsueflandi samfélag verði, við gerð fjárhagsáætlunar, gert ráð fyrir afnotum af tækjasölum íþróttamiðstöðva þar sem boðið verði upp á leiðsögn á notkun heilsuræktartækja og áhalda á afmörkuðum auglýstum tímum.
    Ákveðið að frítt verði í ræktina 3 daga í hvorri líkamsrækt. Dagarnir verða auglýstir. Einnig var ákveðið að bjóða upp á leiðsögn á líkamsræktartækin seinnipart þessara daga þar sem leiðbeinendur verða til staðar.

    Fræðslu og frístundanefnd leggur til að farið verði í endurskipulagningu á tækjabúnaði líkamsræktarstöðvanna. Þeirri vinnu verði lokið sem fyrst. Þá felur nefndin deildarstjóra og forstöðumanni íþróttamiðstöðva að ræða við formann Kraftlyftingarfélags Ólafsfjarðar um æfingaraðstöðu félagsins.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Valur Þór Hilmarsson.

    Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Viðauki við gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2017. Á fundi nefndarinnar 5. desember s.l. var bókað að lagfæra þyrfti orðalag í texta gildandi viðauka með gjaldskrá íþróttamiðstöðva.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti að taka 1. grein út úr viðauka við gjaldskrá og gera að sjálfstæðu skjali undir heitinu "Afsláttur til aðildarfélaga ÚÍF á líkamsræktarkortum". Textinn í hinu nýja skjali yrði svohljóðandi:

    Aðildarfélög ÚÍF geta sótt um afslátt á líkamsræktarkortum vegna iðkenda sem sannarlega skara framúr og undirbúa sig fyrir Íslands- og bíkarmót sérsambanda ÍSÍ, undirbúning fyrir landsliðsverkefni eða landsliðsúrtak. Afsláttur til hvers iðkanda er 30% af gjaldskrá. Aðildarfélög sækja um afsláttinn á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu Fjallabyggðar þar sem umsókn er rökstudd. Kortið gildir hámark 6 mánuði í einu.
    Afreksíþróttafólk samkvæmt skilgreiningu ÍSÍ (Flokkur 3: Afreksmaður á íslenskan mælikvarða, sá sem er í fremstu röð í sinni grein á Íslandi, á sæti í afreks- og landsliðshópum viðkomandi íþróttagreinar og keppir reglulega fyrir íslands hönd á erlendri grundu), skulu fá frítt í líkamsrækt. Börn yngri en 15 ára fá ekki aðgang að líkamsræktinni.

    Nefndin samþykkir gerðar breytingar á viðauka.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og Kristín María Hlökk Karlsdóttir aðstoðarleikskólastjóri.
    Niðurstöður úr ytra mati sem Menntamálastofnun framkvæmdi á Leikskóla Fjallabyggðar hafa borist. Farið yfir helstu niðurstöður. Sveitarfélagið stendur fyrir kynningarfundi á niðurstöðum ytra matsins fyrir starfsfólk leikskólans, foreldra, sveitarstjórn og fræðslu- og frístundanefnd. Fundurinn mun fara fram í Tjarnarborg, miðvikudaginn 17. janúar kl. 17.00. Matsaðilar munu kynna niðurstöður.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Undir þessum lið sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara.
    Farið var yfir skipulag Frístundar, samþætt skóla og frístundastarf nemenda í 1.-4.bekk. Í desember skráðu foreldrar börn sín á ný í Frístund. Dæmi eru um ný viðfangsefni eins og leikræna tjáningu, skák, spil og borðspil og slagverkshóp. Flest eru 62 börn skráð í Frístund sem er 69% nemenda í 1.-4.bekk. Starfið fer vel af stað á nýju ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Skólastjóri kynnti LIT - átaksverkefni í grunnskóla. LIT stendur fyrir listir - innblástur - tækni.
    Tilgangur verkefnisins er að bæta námsárangur nemenda í unglingadeild, virkja nemendur á skapandi hátt til að leita leiða til að efla sig í námi og bæta árangur. Einnig er tilgangurinn að huga að umbótum á skólastarfi í Grunnskóla Fjallabyggðar með skapandi starf að leiðarljósi. Verkefnið felur í sér tengingu við samfélagið í Fjallabyggð og aðkomu aðila í samfélaginu sem vilja leggja verkefninu lið.
    Fræðslu- og frístundanefnd fagnar framtakinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Bréf frá Velferðarvaktinni lagt fram til kynningar.
    Velferðarvaktin var stofnuð að frumkvæði stjórnvalda snemma árs 2009 til að fylgjast með afleiðingum efnahagshrunsins á heimilin í landinu. Velferðarvaktin telur mikilvægt að sem flest ungmenni geti stundað nám við hæfi og þannig stuðlað að farsælu lífi til framtíðar. Velferðarvaktin setur fram lista yfir 14 aðgerðir sem stuðlað gætu að bættu hlutfalli nemenda sem ljúka framhaldsskólanámi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 49. fundur - 8. janúar 2018 Erindi hefur borist frá nemendaráði vegna húsnæðis Neons.
    Í bréfinu fer nemendaráð, fyrir hönd nemenda í 8.-10.bekk Grunnskóla Fjallabyggðar, yfir galla þess húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsmiðstöð. Nemendaráð hvetur til þess að framtíðarhúsnæði í eigu Fjallabyggðar verði fundið undir starfsemina sem einnig mætti nýta undir tómstundastarfsemi annarra aldurshópa og að hugsað sé um aðgengi fyrir alla að því húsnæði.
    Fræðslu- og frístundanefnd þakkar nemendaráði fyrir málefnalegt og gott bréf. Unnið er að úrlausn á framtíðarhúsnæði Neons.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Valur Þór Hilmarsson.

    Afgreiðsla 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 10. janúar 2018

Málsnúmer 1801002FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 10. janúar 2018 Umfjöllun um stefnumótun fyrir Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar er frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 10. janúar 2018 Undir þessum lið sat umsjónarmaður Tjarnarborgar og fór yfir gjaldskrá menningarhússins 2018. Gjaldskráin hefur verið einfölduð frá því sem verið hefur. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir gjaldskránna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

    Einnig vill nefndin þakka Kvenfélaginu Æskunni fyrir gjöf til Tjarnarborgar. Gjöfin er tvöfalt vöfflujárn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 10. janúar 2018 Auglýst var eftir tilnefningu um bæjarlistamann í nóvember sl. Engin tilnefning barst á auglýstum tíma. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að tilnefna Sturlaug Kristjánsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2018. Útnefning fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 25. janúar nk. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 39. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

    Bæjarstjórn óskar Sturlaugi Kristjánssyni til hamingju með útnefninguna bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 10. janúar 2018 Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti fyrirhugaðar hátíðir og hversu miklu fjármagni er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun fyrir 2018.

    Erindi hefur borist frá Markaðs- og fræðslunefnd Slökkviliðs Ólafsfjarðar (MOFSÓ) þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur til þriggja ára um framkvæmd 17.júní hátíðarhalda. Nefndin vísar erindinu til bæjarráðs.
    Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 39. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Stjórn Hornbrekku - 4. fundur - 10. janúar 2018

Málsnúmer 1801005FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 4. fundur - 10. janúar 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.2 1801026 Starfsemi Hornbrekku
    Stjórn Hornbrekku - 4. fundur - 10. janúar 2018 Elísa gerði grein fyrir starfsemi Hornbrekku, starfsmannahaldi og helstu verkefnum fram undan. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018

Málsnúmer 1801004FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Á 220. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt fram erindi Egils og Óðins Rögnvaldssona, þar sem óskað var eftir breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis á Siglufirði, þannig að heimilt væri að vera með blandaðan búskap í hesthúsunum. Nefndin fól tæknideild að leita umsagna hjá hesthúsaeigendum og hestamannafélaginu Glæsi á Siglufirði vegna málsins.

    Lagðar fram sex umsagnir hesthúsaeigenda ásamt umsögn hestamannafélagsins Glæsis.

    Beiðni um breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis er hafnað þar sem umsagnaraðilar eru almennt mótfallnir tillögu um breytingu á deiliskipulaginu. Nefndir veitir Agli og Óðni undanþágu til að halda sauðfé í hesthúsunum til sumars 2018.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Lagt fram erindi hestamannafélagsins Glæsis dags. 5. janúar 2018.

    1. Óskað er eftir undanþágu til að nýta göngustíg meðfram Langeyrartjörn að austanverðu til útreiða.
    2. Einnig er óskað eftir því að hægt verði að nýta svæði sunnan byggðarinnar við Eyrarflöt til útreiða og Fjallabyggð moki snjó af einum hring á umræddu svæði svo hægt sé að nota það til útreiða.

    Nefndin hafnar erindi hestamannafélagsins með vísan til þess að vegurinn frá hesthúsunum að Skarðsvegi hefur verið mokaður, sem opnar möguleika á að fara í reiðtúr um svæðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Lagt fram erindi Herdísar Erlendsdóttur dags. 8. janúar 2018. Í erindi sínu óskar Herdís eftir leyfi/undanþágu til að nota göngustíginn við Langeyrartjörn til útreiðartúra fjórum sinnum í viku milli kl. 18-21 í janúar og febrúar fyrir unga iðkendur á aldrinum 9-17 ára sem leggja stund á reiðmennsku.

    Nefndin veitir Herdísi umbeðna undanþágu til að nýta göngustíg meðfram Langeyrarvegi (Langeyrartjörn) fyrir iðkendur sína. Nefndin setur það skilyrði að allur hestaskítur verður fjarlægður eftir hvern reiðtúr og tryggt að gangandi vegfarendur njóti forgangs en að öðrum kosti verður undanþágan afturkölluð.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Nanna Árnadóttir.

    Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Lögð fram uppfærð samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð þar sem vísað er í ný lög um búfjárhald nr. 38/2013 sem leystu af hólmi eldri lög nr. 103/2002.

    Erindi frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Lögð fram umsókn Hólmars Hákonar Óðinssonar um leyfi til búfjárhalds. Óskað er eftir leyfi til að halda 5 sauðfé að Hlíðarenda í Ólafsfirði.

    Umsóknin uppfyllir skilyrði 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð. Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf í samræmi við 5. gr. samþykktarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Lögð fram umsókn Ólafs Helga Marteinssonar um leyfi til búfjárhalds. Óskað er eftir leyfi til að halda 28 hross að Fákafeni 5 og 5A.

    Umsóknin uppfyllir skilyrði 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð. Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf í samræmi við 5. gr. samþykktarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Lögð fram umsókn Margrétar Ólafar Eyjólfsdóttur þar sem óskað er eftir leyfi til að halda þrjár hænur að heimili hennar, Bylgjubyggð 59.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Lagt fram erindi J. Hilmars Antonssonar dagsett 3. janúar 2018. Óskað er eftir leyfi fyrir stækkun lóðarinnar Árdals að Kleifum skv. meðfylgjandi gögnum.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Með umsókn dags. 13. desember 2017 sækir J. Hilmar Antonsson um byggingarleyfi fyrir geymsluskúr á lóðinni Árdalur skv. framlögðum aðaluppdráttum.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Teknar fyrir ábendingar íbúa sem bæjarráð vísaði til skipulags- og umhverfisnefndar.

    1. Tekin fyrir ábending Kristjáns Haukssonar. Kristján bendir á að svæðið milli MTR, gamla tónskólans og íþróttamiðstöðvarinnar líti illa út og sé nauðsynlegt að laga. Einnig bendir Kristján að snyrta mætti trjágróður við tjarnarsvæðið í Ólafsfirði og fegra opna svæðið milli Aðalgötu og Brimnes Hótels.

    2. Tekin fyrir ábending frá Inga Reyndal vegna umhirðu við vatnsbakka Ólafsfjarðarvatns við Bylgjubyggð.

    Nefndin tekur jákvætt í ábendingarnar og felur tæknideild að sinna umhirðuverkefnum sem bent er á.
    Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Lögð fram til kynningar tilkynning Vegagerðarinnar, dags.14. desember 2017 vegna niðurfellingar Kálfsárkotsvegar. Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 221. fundur - 11. janúar 2018 Lagt fram til kynningar erindi Landgræslu ríkisins dags. 12. desember 2017. Með erindi þessu vill Landgræðslan upplýsa um gagnsemi og mikilvægi votlendis fyrir íslenskt samfélag. Nauðsynlegt er að sveitarstjórnir landsins séu upplýstar um málefnið og þær skyldur sem á þeim hvíla varðandi leyfisveitingar ef raska á eða ræsa fram votlendi. Bókun fundar Afgreiðsla 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 1801046Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykktir samhljóða með 7 atkvæðum á 155. fundi bæjarstjórnar, 24. janúar 2018, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 284.000.000 kr. til 16 ára.

13.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1701079Vakta málsnúmer

Til máls tók Guðrún Sif Guðbrandsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2017.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 18:30.