Ungmennaráð Fjallabyggðar - 16. fundur - 13. desember 2017
Málsnúmer 1712006F
Vakta málsnúmer
-
Ungmennaráð Fjallabyggðar - 16. fundur - 13. desember 2017
Rætt um málefni ungs fólks í Fjallabyggð. Hvað mætti bæta og hvernig staðan er í félagslífi nemenda í MTR, grunnskólanum og í Neon. Góð mæting hefur verið í Neon og fjölbreytt starf. Rætt um íþróttamál og vill Ungmennaráð beina því til UÍF að æskilegra væri að öll íþróttafélög í Fjallabyggð gætu sameinast undir eitt heiti eða að minnsta kosti sameinast um einn utanyfirbúning merktur UÍF. Til dæmis er dýrt fyrir foreldra að kaupa mismunandi búninga og utanyfirgalla ef börn æfa margar íþróttir
Bókun fundar
Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Afgreiðsla 16. fundar ungmennaráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Ungmennaráð Fjallabyggðar - 16. fundur - 13. desember 2017
Ungmennaráð fagnar hækkun á frístundastyrk til barna á aldrinum 4-18 ára úr kr. 20.000 í kr. 30.000. Ungmennaráð hvetur sveitarfélagið til að hækka frístundastyrk enn frekar á næstu árum. Einnig er það skoðun Ungmennaráðs að sex 5000 kr ávísanir séu hentugri en 10.000 kr ávísanir líkt og í fyrra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 16. fundar ungmennaráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.