Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

221. fundur 11. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Valur Þór Hilmarsson mætti ekki og enginn varamaður í hans stað.
Ásgrímur Pálmason mætti ekki og enginn varamaður í hans stað.

1.Ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir hesthús á Siglufirði

Málsnúmer 1712006Vakta málsnúmer

Á 220. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt fram erindi Egils og Óðins Rögnvaldssona, þar sem óskað var eftir breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis á Siglufirði, þannig að heimilt væri að vera með blandaðan búskap í hesthúsunum. Nefndin fól tæknideild að leita umsagna hjá hesthúsaeigendum og hestamannafélaginu Glæsi á Siglufirði vegna málsins.

Lagðar fram sex umsagnir hesthúsaeigenda ásamt umsögn hestamannafélagsins Glæsis.

Beiðni um breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis er hafnað þar sem umsagnaraðilar eru almennt mótfallnir tillögu um breytingu á deiliskipulaginu. Nefndir veitir Agli og Óðni undanþágu til að halda sauðfé í hesthúsunum til sumars 2018.

2.Erindi frá hestamannafélaginu Glæsi

Málsnúmer 1801025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi hestamannafélagsins Glæsis dags. 5. janúar 2018.

1. Óskað er eftir undanþágu til að nýta göngustíg meðfram Langeyrartjörn að austanverðu til útreiða.
2. Einnig er óskað eftir því að hægt verði að nýta svæði sunnan byggðarinnar við Eyrarflöt til útreiða og Fjallabyggð moki snjó af einum hring á umræddu svæði svo hægt sé að nota það til útreiða.

Nefndin hafnar erindi hestamannafélagsins með vísan til þess að vegurinn frá hesthúsunum að Skarðsvegi hefur verið mokaður, sem opnar möguleika á að fara í reiðtúr um svæðið.

3.Göngustígur meðfram Langeyrartjörn til útreiðartúra

Málsnúmer 1801028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Herdísar Erlendsdóttur dags. 8. janúar 2018. Í erindi sínu óskar Herdís eftir leyfi/undanþágu til að nota göngustíginn við Langeyrartjörn til útreiðartúra fjórum sinnum í viku milli kl. 18-21 í janúar og febrúar fyrir unga iðkendur á aldrinum 9-17 ára sem leggja stund á reiðmennsku.

Nefndin veitir Herdísi umbeðna undanþágu til að nýta göngustíg meðfram Langeyrarvegi (Langeyrartjörn) fyrir iðkendur sína. Nefndin setur það skilyrði að allur hestaskítur verður fjarlægður eftir hvern reiðtúr og tryggt að gangandi vegfarendur njóti forgangs en að öðrum kosti verður undanþágan afturkölluð.

4.Breyting á samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð

Málsnúmer 1712037Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Lögð fram uppfærð samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð þar sem vísað er í ný lög um búfjárhald nr. 38/2013 sem leystu af hólmi eldri lög nr. 103/2002.

Erindi frestað.

5.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1801002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hólmars Hákonar Óðinssonar um leyfi til búfjárhalds. Óskað er eftir leyfi til að halda 5 sauðfé að Hlíðarenda í Ólafsfirði.

Umsóknin uppfyllir skilyrði 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð. Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf í samræmi við 5. gr. samþykktarinnar.

6.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1712024Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn Ólafs Helga Marteinssonar um leyfi til búfjárhalds. Óskað er eftir leyfi til að halda 28 hross að Fákafeni 5 og 5A.

Umsóknin uppfyllir skilyrði 3. gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð. Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf í samræmi við 5. gr. samþykktarinnar.

7.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 1712026Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lögð fram umsókn Margrétar Ólafar Eyjólfsdóttur þar sem óskað er eftir leyfi til að halda þrjár hænur að heimili hennar, Bylgjubyggð 59.

Erindi samþykkt.

8.Umsókn um stækkun lóðarinnar Árdalur

Málsnúmer 1712019Vakta málsnúmer

Samþykkt
Lagt fram erindi J. Hilmars Antonssonar dagsett 3. janúar 2018. Óskað er eftir leyfi fyrir stækkun lóðarinnar Árdals að Kleifum skv. meðfylgjandi gögnum.

Erindi samþykkt.

9.Umsókn um byggingarleyfi - Árdalur

Málsnúmer 1712020Vakta málsnúmer

Samþykkt
Með umsókn dags. 13. desember 2017 sækir J. Hilmar Antonsson um byggingarleyfi fyrir geymsluskúr á lóðinni Árdalur skv. framlögðum aðaluppdráttum.

Erindi samþykkt.

10.Erindi,tillögur og / eða ábendingar er varðar fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1709032Vakta málsnúmer

Teknar fyrir ábendingar íbúa sem bæjarráð vísaði til skipulags- og umhverfisnefndar.

1. Tekin fyrir ábending Kristjáns Haukssonar. Kristján bendir á að svæðið milli MTR, gamla tónskólans og íþróttamiðstöðvarinnar líti illa út og sé nauðsynlegt að laga. Einnig bendir Kristján að snyrta mætti trjágróður við tjarnarsvæðið í Ólafsfirði og fegra opna svæðið milli Aðalgötu og Brimnes Hótels.

2. Tekin fyrir ábending frá Inga Reyndal vegna umhirðu við vatnsbakka Ólafsfjarðarvatns við Bylgjubyggð.

Nefndin tekur jákvætt í ábendingarnar og felur tæknideild að sinna umhirðuverkefnum sem bent er á.

11.Niðurfelling Kálfsárkotsvegar af vegaskrá

Málsnúmer 1711057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning Vegagerðarinnar, dags.14. desember 2017 vegna niðurfellingar Kálfsárkotsvegar.

12.Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga

Málsnúmer 1712033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Landgræslu ríkisins dags. 12. desember 2017. Með erindi þessu vill Landgræðslan upplýsa um gagnsemi og mikilvægi votlendis fyrir íslenskt samfélag. Nauðsynlegt er að sveitarstjórnir landsins séu upplýstar um málefnið og þær skyldur sem á þeim hvíla varðandi leyfisveitingar ef raska á eða ræsa fram votlendi.

Fundi slitið - kl. 18:00.