Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017
Málsnúmer 1712007F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017
Breyta þarf nafni leyfishafa rekstrarleyfis veitingarleyfis í Tjarnarborg samkv. 1. mgr. 9 gr. laga 85/2007.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði tilgreindur sem forsvarsmaður og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017
Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Bókun fundar
Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017
Tekið fyrir bréf frá Félagi eldri borgara á Siglufirði þar sem fram kemur að félagið afþakkar lóð að Hvanneyrarbraut sem bæjaryfirvöld höfðu úthlutað því fyrir púttvöll.
Bæjarráð þakkar góðar kveðjur og óskar félagsmönnum sömuleiðis gleðilegrar hátíðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017
Lagt fram til kynningar bréf frá stéttarfélaginu Kili þar sem minnt er á hlutverk stéttarfélaga og mikilvægi þess að nýir starfsmenn fái upplýsingar um Kjöl þegar þeir hefja störf hjá sveitarfélagi, vegna samningsréttar félagsins fyrir störf hjá því opinbera.
Bæjarráð þakkar fyrir bréfið og meðfylgjandi kynningarefni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017
Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngufélagi Íslands vegna búnaðar til útsendinga útvarps í veggöngum. Bréfið var m.a. sent samgönguráðherra, Vegagerðinni og sveitarfélögum þar sem veggöng eru þar sem ekki nást útvarpssendingar. Félagið hefur með aðstoð verkfræðistofunni Eflu skoðað hvað þurfi til að ná megi útsendingum útvarps í þeim veggöngum, þar sem ekki nást útvarpssendingar eins og er. Er lagt til að undirbúningur hefjist til þess að koma búnaði upp í veggöngunum og að gert verði ráð fyrir kostnaðinum í samgönguáætlun.
Bæjarráð tekur undir nauðsyn þess að útvarpssendingar náist í veggöngum, enda myndi það auka öryggi vegfarenda. Bæjaryfirvöld hafa tekið málið upp við Vegagerðina án árangurs og er unnið að gerð erindis til Vegagerðarinnar vegna málsins.
Bókun fundar
Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 535. fundur - 19. desember 2017
Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar ungmennaráðs sem haldinn var 17. desember 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 535. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.