Bæjarráð Fjallabyggðar

538. fundur 16. janúar 2018 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Valur Þór Hilmarsson varamaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál

Málsnúmer 1705073Vakta málsnúmer

Lagður er fram tölvupóstur Gerðar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Brúar Lífeyrissjóðs frá 4. janúar sl. er varðar uppgjör vegna breytinga á A-deild Brúar lífeyrissjóðs.

Hlutur Fjallabyggðar í uppgjöri vegna breytinga á A-deild Brúar er um 284 milljónir króna og skiptist þannig:
- 71.053.504 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar
- 192.123.927 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar
- 20.669.268 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar

Hlutur Fjallabyggðar vegna Hafnarsamlags Eyjafjarðar vegna breytinga á A deild Brúar er kr. 77.951.- framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar.

Hlutur Fjallabyggðar vegna Samþættingu skóla og félag utan Eyjafjarðar vegna breytinga á A-deild Brúar er kr. 79.534.- framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar.

Uppgjör við A-deild Brúar mun verða gjaldfært á árið 2017.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulag um uppgjör við Brú, lífeyrissjóð, verði samþykkt og felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að undirrita samkomulagið þegar samþykkt bæjarstjórnar liggur fyrir.

2.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 1801046Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sifjar Guðbrandsdóttur, deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, dagsett 15. janúar vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Vegna breytinga á A-deild Brúar reynist nauðsynlegt að Fjallabyggð sæki um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Þáttur Fjallabyggðar í uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar er um 284 milljónir króna.
Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála leggur því til við bæjarráð að sótt verði um lán að fjárhæð kr. 284.000.000.-.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sótt verði um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og vísar málinu til endanlegrar samþykktar bæjarstjórnar.

3.Söluheimild á HL-045

Málsnúmer 1801034Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjallabyggðar um söluheimild vegna bifreiðarinnar HL-045. Mannskapsbíll fyrir slökkviliðið var endurnýjaður í upphafi árs samkvæmt fjárhagsáætlun.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur deildarstjóra tæknideildar að annast sölu á bifreiðinni.

4.Afskriftir viðskiptakrafna

Málsnúmer 1703082Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

5.Málefni Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Málsnúmer 1504010Vakta málsnúmer

Málefni sjúkraflutninga í Ólafsfirði voru rædd á fundinum.
Óskað hefur verið eftir því að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands mæti á næsta fund bæjarráðs og hefur hann orðið við þeirri beiðni.

6.Fjallabyggð ljósleiðari - kynning

Málsnúmer 1801027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá S. Guðjónsson þar sem kynnt er úrval ljósleiðarastrengja og öðrum fjarskipta- og tengibúnaði ljósleiðara.

7.Vinnsla á lífrænum úrgangi til orku- og næringarefnavinnslu

Málsnúmer 1801035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið vegna fyrirhugaðs tilraunaverkefnis skólans er varðar fullnýtingu á lífrænum úrgangi þar sem metan yrði unnið úr úrganginum.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

8.Ósk um styrk "Konur upp á dekk"

Málsnúmer 1801040Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Akureyrarakademíunni vegna ráðstefnunnar „Konur upp á dekk! Hagnýt fræðsla og samræðuþing um stjórnmál", sem haldin verður á Akureyri dagana 27. janúar og 3. febrúar nk.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 25.000 kr. sem færist af lið 21810-9291.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 49. fundar fræðslu- og frístundanefndar, 39. fundar markaðs- og menningarnefndar, 221. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og 4. fundar stjórnar Hornbrekku.

Fundi slitið - kl. 13:00.