Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Málsnúmer 1801007F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands afboðaði sig á fund bæjarráðs vegna veðurs. Óskað hefur verið eftir því að hann mæti á fund bæjarráðs við fyrsta tækifæri.
Bókun fundar
Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Bókun fundar
Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna nýrra persónuverndarlaga. Í skjalinu er að finna leiðbeiningar um það hvernig sveitarfélög geta innleitt nýtt verklag. Einnig hefur tveimur sérfræðingahópum verið komið á fót sem sveitarfélög geta leitað til við undirbúninginn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar Hafnarkaffis um rekstrarleyfi til veitingu veitinga.
Bæjarráð tók erindið upphaflega fyrir á 509. fundi sínum þann 11. júlí 2017 og taldi þá fyrirliggjandi gögn er varða opnunartíma og flokkun ekki nægjanleg og óskaði eftir ýtarlegri upplýsingum.
Þar sem að þær upplýsingar hafa ekki borist sér bæjarráð sér ekki fært að veita umsókninni jákvæða umsögn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skýrslu Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustfundi þess árið 2017, þar sem fram koma ábendingar um hvernig hægt er að verjast spillingu í opinberum innkaupum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Þann 26. janúar n.k. verður Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga.
Skáksambandið vonar að sem flest sveitarfélög taki þátt í Skákdegi Íslands.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Lagt fram til kynningar kynningartilboð frá Íbúum ses., sem vinnur að því að auka borgaralega þátttöku og hannar og þróar opinn hugbúnað fyrir samráðsferla og samráðslýðræði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Bókun fundar
Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Lögð fram til kynningar samantekt frá 20. ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruvernda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn var á Akureyri þann 8. nóvember 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23. janúar 2018
Lagt fram til kynningar erindi frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands þar sem vakin er athygli á Lífshlaupinu - landskeppni í hreyfingu sem hefst 31. janúar n.k. Óskað er eftir liðsinni sveitarfélagsins við að vekja athygli á Lífshlaupinu og hvetja vinnustaði, grunnskóla og einstaklinga til þátttöku.
Bæjarráð hvetur íbúa Fjallabyggðar til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og felur markaðs- og menningarfulltrúa að auglýsa Lífshlaupið á heimasíðu Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 539. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.