Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018
Málsnúmer 1801003F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018
Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar annars vegar og Hjalta Jónssonar sálfræðings og Jóns Viðars Viðarssonar sálfræðings hins vegar um sálfræðiþjónustu við félagsþjónustu Fjallabyggðar og leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2018 til og með 15. júní 2018.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 537. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018
Lögð fram drög lífeyrissjóðsins Brúar að uppgjöri lífeyrisskuldbindinga Fjallabyggðar vegna breytinga á A-deild Brúar.
Endanleg upphæð verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörið skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 537. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018
Þann 12. janúar n.k. verður haldinn tvöfaldur hluthafafundur í Seyru ehf, þar sem áætlað er að félaginu verði slitið. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að félaginu verði slitið.
Fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Seyru er S. Guðrún Hauksdóttir.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 537. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 9. janúar 2018
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 537. fundar bæjarráðs staðfest á 155. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.